Læknablaðið - 15.02.2009, Page 20
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
spönn 0-16 ár). Drengir voru 55,2% innlagðra
(32/58).
Bakteríusýkingar voru algengasta ástæða inn-
lagnar (mynd 5). Innlögnum vegna bakteríusýk-
inga fjölgaði lítillega á tímabilinu, munurinn var
ekki marktækur. Meðalaldur þeirra sem voru með
bakteríusýkingar var 3,7 ár (miðaldur: 3,0 ár, spönn
1-9 ár). Meðalaldur þeirra sem höfðu einkenni
frá taugakerfi (einkum hnykilslingur (cerebellar
ataxia)) var 6,1 ár (miðaldur: 5 ár, spönn 2-12 ár) og
meðalaldur þeirra sem höfðu aðra fylgikvilla var
3,4 ár (miðaldur: 1 ár, spönn 0-7 ár). Meðalaldur
þeirra sem höfðu enga fylgikvilla var 5,2 ár (mið-
aldur: 9 ár, spönn 1-16 ár).
Húðsýkingar voru algengasti fylgikvilli þeirra
sem lögðust inn á spítala og höfðu einn fylgikvilla,
hnykilslingur var einnig algengt (tafla I). Frá 16
manns af 21 sem voru með húðsýkingar náðist
að rækta bakteríur. í flestum tilfellum var um
staphylococcus aureus að ræða (tafla II).
Fimm sjúklingar höfðu tvo fylgikvilla, tveir
þeirra voru með húðsýkingu og blóðsýkingu,
einn með húðsýkingu og beinsýkingu, einn með
húðsýkingu og heilahimnubólgu og loks einn með
lungnabólgu og þurrk. Einn einstaklingur hafði
þrjá fylgikvilla; iðra- og þarmabólgu (gastroenter-
itis), hitakrampa og þurrk. Einn einstaklingur
hafði fjóra fylgikvilla; húðsýkingu, drepmyndandi
fellsbólgu, lungnabólgu og lost.
Meðallengd innlagnar var 5,9 dagar (miðgildi:
5 dagar, spönn 0-25 dagar).
Engin tilfelli fundust með meðfædda hlaupa-
bólu og Reye-heilkenni greindist ekki á tímabilinu.
Enginn sjúklinganna lést.
Af innlögðum sjúklinum fengu allir utan einn
sýklalyf, ýmist í æð eða um munn, 17 af 58 fengu
veiruhemjandi lyf (acylovir). Einn sjúklingur
þurfti öndunarvélaraðstoð.
Nýgengi innlagna á sjúkrahús vegna alvar-
legrar hlaupabólu og fylgikvilla var 3,6/100.000
börn, 1,29/100.000 vegna húðsýkingar sem krefj-
ast meðferðar á sjúkrahúsi, 0,8/100.000 vegna ým-
issa einkenna frá taugakerfinu og er hnykilslingur
algengast, 0,43/100.000 (tafla I).
Umræður
Rannsókn okkar sýnir að tæplega 70% barna á
fyrsta ári mælast með mótefni gegn hlaupabólu
sem líklega eru frá móður. Á öðru aldursári mælist
einungis um 10% barna með mótefni en síðan
eykst algengi mótefna með aldri og fyrir tíu ára
aldur voru nánast öll börnin komin með mótefni.
Af þessu má ráða að á íslandi sýkjast böm jafnt
og þétt af hlaupabólu frá tveggja ári aldri og hafa
flest sýkst fyrir 10 ára aldur. Svipaðar niðurstöður
eru þekktar í mörgum samfélögum.9-11-17 Þessar
niðurstöður eru því sambærilegar þeim sem hafa
fengist frá rannsóknum í öðrum tempruðum lönd-
umi4, i5, i7, i9 sýkingin virðist tiltölulega algengari
hjá eldri börnum í heitum löndum.14-15-17 Þannig
leiddi bandarísk rannsókn í ljós að 66% bama á
aldrinum 4-5 ára, 82% barna á aldrinum 6-10 ára,
94% barna á aldrinum 11-19 ára og 96% fólks á
aldrinum 20-29 ára höfðu mótefni gegn hlaupa-
bólu (14) sem er harla líkt okkar niðurstöðum. I
Bretlandi, Þýskalandi, Belgíu og Sviss eru 92-95%
bama komin með mótefni gegn hlaupabólu um 10
ára aldur.15-17 Niðurstöður okkar benda til þess að
nánast öll börn á þeim aldri hafi komist í snertingu
við veimna.
í rannsókn okkar kemur fram að fjöldi inn-
lagna vegna bakteríusýkinga virtist vaxa lítillega
á tímabilinu. Erlendar rannsóknir sýna svipaðar
niðurstöður en þar eru bakteríusýkingar yfirleitt
algengasta innlagnarástæðan1- 10- 13- 28/ 29 og fjöldi
innlagna vegna þeirra virðist aukast.28- 29 Á rann-
sóknartímabilinu voru að meðaltali tæplega þrjú
börn lögð inn á barnadeildir í Reykjavík árlega eða
3,6/100.000 börn. Flest voru börnin ung og fjöldi
innlagna barna 10 ára og yngri var 5,4/100.000
börn í þessum aldurshópi. Mismunur milli ára og
árstíðasveiflur voru óverulegar. Þetta eru svipaðar
niðurstöður og fengist hafa úr rannsóknum gerð-
um í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.1-3-9-
10,18,20,22,23 þa(g kemur á óvart að nýgengi sjúkrahús-
innlagna vegna hlaupabólu virðist fara vaxandi
í ýmsum löndum.3 Ástæður þessa eru óljósar en
mögulega eru hér tengsl við fleiri ónæmisbælda
og fleiri aldraða í samfélaginu.
Hér á landi eru húðsýkingar af völdum baktería
langalgengasti fylgikvilli hlaupabólu og í rúmum
þriðjungi tilfella voru bakteríusýkingar innlagn-
arástæðan. í börnum undir fjögurra ára aldri eru
líkurnar á innlögn vegna húðsýkinga allt að 1:450
(28). í rannsókn okkar var algengasti meinvaldur
húðsýkinga staphylococcus aureus. Rannsóknir
erlendis sýna hins vegar að streptókokkar ræktast
jafnoft eða oftar hjá börnum sem eru lögð inn á
spítala vegna sýkinga í kjölfar hlaupabólu.10-30 I
flestum tilfellum er um netjubólgu (cellulitis) að
ræða en kossageit, ígerðir, skarlatssótt og stafýló-
kokka „scalded skin syndrome" eru þekkt.10-29-
30 Ýmsar aðrar alvarlegar sýkingar eru þekktar í
kjölfar hlaupabólu, svo sem drepmyndandi fells-
bólga (necrotizing fasciitis), „varicella gangren-
osa", vöðvaígerð, blóðsýking og lost.1-13-22-31 Þeir
sem í rannsókn okkar greindust með streptókokka
af hjúpgerð A voru allir með alvarlegar sýkingar,
einn var með drepmyndandi fellsbólgu, annar
116 LÆKNAblaðið 2009/95