Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI en þetta eru allt orð sem komu fyrir í tali AA og voru borin fram hobba, fledda, fliggi, ebbli og obbna (í staðinn fyrir hohba, flehda, flihgi, ehbli og ohbna). Lokhljóðin /p, t, k/ voru oft lin, það er ófráblásin í framburði, og hljómuðu eins og /b, d, g/ gera venjulega. Framgómun skorti, en það lýsir sér þannig að þegar /g, k/ fara á undan frammæltu sérhljóðunum /í, i, e/ heyrist eins og svolítið j- hljóð inn á milli ólíkt því þegar /g, k/ eru borin fram á undan uppmæltum sérhljóðum eins og /a, á, o, ó, u, ú/ en þá er talað um að /g, k/ séu uppgómmælt. Þennan mun geta menn heyrt með því að bera saman dæmi eins og get og gat annars vegar og kem og kom hins vegar. Sérhljóðin voru mörg bjöguð í framburði, sömuleiðis tvíhljóðin /æ, ei/ og AA gat ekki sagt /g/-hljóðið (önghljóð- ið) í orðum eins og dagur og sagt, en bar það í stað- inn fram eins og lokhljóðið [g] í gata. í innstöðu orða raddaði AA ekki tannvaramælta önghljóðið /f/ á milli tveggja sérhljóða eins og við á og bar það ranglega fram sem [f] en ekki raddað sem [v] eins í orðunum afi og gefa en í framstöðu, það er í byrjun orðs, var framburður eðlilegur. Talið hljóm- aði eintóna, það vantaði áherslur og tónfall í setn- ingarnar og vart varð við sérstakan „hreim" í tal- inu. Eftir áfallið gerðist það að AA, sem hafði verið góður kórmaður, gat ekki sungið. Hann hafði ekki lengur lag eins og hann orðaði það og hann missti líka taktinn þannig að hann gat heldur ekki dans- að eins og hann gerði oft áður en hann veiktist. AA gekk vel Að svara með einu orði spurningum um hluti (10/10) á BDAE og sömuleiðis á orðminn- isprófinu Boston Naming Test en þar fékk hann 53 af 60 atriðum rétt. í þessu prófi er gefinn kostur á merkingarfræðilegri aðstoð, hljóðbendingum og í lokin fjölvalsspurningum, lesnum upphátt, ef allt annað þrýtur. Hljóðbendingar, þar sem byrjun orðsins er gefin, gögnuðust sjúklingi vel, hann nýtti þær fimm sinnum og fékk þannig 58/60 rétt. Geta hans á þessu prófi er innan eðlilegra marka miðað við jafnaldra. Málsýni Tekið var upp málsýni fjórum vikum eftir áfall og endursagði sjúklingur nokkrar af Dæmisögum Esóps en það er hluti af BDAE-prófinu. í frásögn- unum eru mörg dæmi um tækar setningar, það er setningar sem innihalda í það minnsta frumlag og sögn og eru málfæðilega réttar, en þær eru stuttar og það tók sjúklinginn mjög langan tíma að koma þeim frá sér. Mikið mállegt verkstol (e. verbal apraxia) var til staðar þegar talfæri voru athuguð en munnlegt verkstol óverulegt. Lestur, skrift, stafsetning og reikningur Á BDAE var AA fyrst beðinn um að para saman orð og stafi með mismunandi letri sem gekk mjög vel. Hann skildi ágætlega orð og setningar sem hann las. Hann paraði orð við myndir, las rétt orð og orðleysur, málfræðileg kerfisorð, orð með mis- munandi málfræðileg viðskeyti og margs konar afleidd orð. Þegar textinn lengdist og við bættust langar málsgreinar gerði hann aðeins eina villu, 9/10 rétt. RCBA var lagt fyrir til að kanna hag- nýtan lesskilning. AA var mjög lengi að lesa en skilningur hans á efninu var í góðu meðallagi, það er 94/100 rétt. Fyrir áfallið hafði AA verið vel læs og ekki haft nein einkenni lesblindu eða annarra lestrarerfiðleika. AA skrifaði ágætlega eftir upplestri og strax í fyrstu viku eftir áfallið byrjaði hann að skrifa stutt skilaboð með hægri hendinni á sama tíma og hann gat nánast ekkert sagt. Hann átti auðvelt með að stafsetja einföld orð og jafnvel orðleysur en þegar orðin urðu lengri og erfiðari lenti hann í vandræðum (signdi, skelfdur, fröken Sprokla). Til að stafsetja erfið orð reyndi AA að segja þau til að vita hvemig þau hljómuðu en hann gat ekki borið þau fram. Þama komu líka fyrir erfiðir samhljóðaklas- ar sem hann réð ekki við að segja og þau orð gat hann heldur ekki skrifað. Þegar sjúklingur skrifaði frá eigin brjósti komu til viðbótar í ljós nokkrar málfræðivillur, það er beygingarvillur, villur í samræmi, hljóðabrengl inni í orðum eða jafnvel að hljóðum væri alveg sleppt innan úr orði eða í enda þeirra. Einnig vantaði stundum smáorð eins og fomöfn, atviksorð og forsetningar, nafnhátt- armerki og af og til eina og eina sögn. Dæmi um villu í samræmi má sjá í: (6) (6) en refurinn með sitt stutta og breiða haus ... Allar reikningsaðferðir reyndust í lagi, bæði dæmi reiknuð á blað og með vasareikni. Samantekt Hér er um að ræða 60 ára gamlan karlmann með Broca-málstol og mállegt verkstol í talfærum sem gerir honum erfitt með að stjórna hreyfingum talfæra sérstaklega til þess að bera orðin fram. Hann hefur skerta getu til að nota rétt tónfall í tali sínu og beita áherslum og blæbrigðum rétt í tali sem gerir það að verkum að hann er oft spurður hvort hann sé útlendingur og hvaðan hann sé. Fólk skynjar framburð hans sem einhvers konar hreim vegna þessarar skerðingar. Honum gekk mjög fljótt miklu betur að tjá sig í rituðu máli en í tali þó sum smáorðin hafi vantað og einstaka stafsetningar- og beygingarvillur hafi verið til staðar. Hann er enn af og til spurður að því hvort 124 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.