Læknablaðið - 15.02.2009, Side 29
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELLI
hartn sé útlendingur þó einkennin séu mun vægari
nú en þau voru framan af. Hann þreytist verulega
af litlu tilefni eins og svo margir sem fá heilablóð-
fall vinstra megin og er það í raun það sem honum
þykir erfiðast að sætta sig við. Hann hefur sáralítið
úthald til þess að tala eitthvað að ráði og til allrar
líkamlegrar áreynslu eða vinnu og hljóðáreiti eru
honum sömuleiðis erfið og þreytandi.
Umræða
En hvernig skyldi þá AA sem hér er lýst bera
saman við rannsóknir á öðrum hægra heilahvels
málstolssjúklingum? Þess er fyrst að geta að hann
fellur ekki í spegilmyndahópinn. Hann hefur þó
einkenni hefðbundins málstols af Broca-gerð og
mikið mállegt verkstol í talfærum eins og títt er
eftir skaða í ennisblaði vinstra heilahvels, en hann
hefur önnur einkenni sem falla utan við þennan
ramma og eru um leið málfræðilega eftirtekt-
arverð. Hljóðkerfisfræðilegir erfiðleikar í tali hans
eru mjög athyglisverðir og um leið óvenjulegir,
nefnilega það að hann skuli hafa misst út þá reglu
í hljóðkerfi sínu sem snýr að notkun aðblásturs
í framburði. Aðblástur er sjaldgæft fyrirbæri í
tungumálum heimsins og hljómar eins og skotið
hafi verið inn blásturshljóði (/i-hljóði) í framburði
á milli stutts sérhljóðs og stutts ófráblásins lok-
hljóðs.22'23 í íslensku kemur aðblástur aðeins fyrir í
framburði við ákveðnar aðstæðui; það er á undan
samhljóðunum /pp, tt, kk/ og líka á undan /p,
t, k/ + /l, m, n/ eins og í orðunum teppi, hattur og
kokkur. Nánar má lesa um aðblástur f íslensku hjá
Þráinsson24 og skynjun á aðblæstri í íslensku hjá
Pind.25
Önnur regla í hljóðkerfi sjúklings tapaðist líka.
Það er framburður á önghljóðinu /f/ í innstöðu
orða eins og í orðunum gefa og afi. Þetta hljóð er
alltaf borið fram sem [v] í íslensku í þessari stöðu26
en AAbar það fram sem [f]. Þetta eru hvort tveggja
reglur sem við lærum snemma á máltökuskeiði.
Það er athyglisvert að skoða þetta betur því það
kemur nánast aldrei fyrir að aðblástur og röddun
á f-i í innstöðu hverfi svona úr tali íslendinga
sem kornnir eru af máltökuskeiði og ekki heldur
þeirra sem fengið hafa málstol eftir skaða í vinstra
heilahveli. Maður getur þá velt því fyrir sér hvort
þessir þættir hljóðkerfisins eigi venjulega heima
hægra megin í heilanum, á sama stað og hljómfall-
ið og áherslumar í tali okkar en ekki vinstra megin
eins og talið er. Það sé því ástæða þess að aðblást-
urinn hvarf um leið og tónfall, áherslur og annað í
málgetu þessa einstaklings sem fór úrskeiðis eftir
skaðann í hægra heilahveli. Við þessa upptalningu
má bæta skertum sönghæfileikum og því að halda
taktí í dansi.
Hvað varðar mun á töluðu og rituðu máli kom
í ljós að erfiðleikar við að stafsetja erfið orð voru
tíl staðar hjá AA. Sem dæmi má nefna stárkurinn/
strákurinn, kifaði/klifraði. Einnig voru dæmi um
það að ýmis smáorð vantaði í setningarnar og ein-
staka samræmis- og beygingarvillur vom til staðar
eins og lýst var hér að ofan. Samt var það svo að
þessi sjúklingur sem hér er fjallað um átti miklu
auðveldara með að tjá sig skriflega en munnlega
eins og áður var nefnt og notaði einungis þá leið
til tjáskipta framan af. Hann reyndist því í heild-
ina miklu færari við að nota ritað mál en talað mál
sem heldur honum utan við spegilmyndahópinn
þar sem þessu er oftast öfugt farið.
Lokaorð
Hér hefur verið lýst málgetu eins sjúklings með
hægra heilahvels málstol og mállegt verkstol í talfær-
um. Oftast, eða í um 70% tilvika, reynist málstol
eftir skaða í hægra heilahveli vera svipað og hjá
þeim sem fengið hafa skaða hinum megin, það
er vera spegilmynd af þeim einkennum. Um 30%
sýna öðruvísi einkenni og má segja að AA falli í
þann hóp. Hljóðkerfisfræðilegar villur sem hann
gerir eru óvenjulegar og mætti ef til vill leiða að því
líkur að þessir þættir hljóðkerfisins séu staðsettir
hægra megin í heilanum og þess vegna hafi skaði
í vinstra heilahveli ekki áhrif á þá. Stuðningur
við þá tílgátu er sú staðreynd að slíkir erfiðleikar
hafa ekki heyrst í íslensku eftir skaða á málsvæð-
unum vinstra megin í heilanum. Hér er þó aðeins
lýst einu tílfelli og það ber að hafa í huga. Það er
heldur enginn samanburður til við einstaklinga
sem fengið hafa heilablóðfall í hægra heilhvel án
málstols með tilliti til aðblásturs. AA er vissulega
einstakur hvað þessi einkenni varðar, en það er
líka hugsanlegt að málstöðvar hans og málkerfi
séu öðruvísi en hjá flestum. Hvað tónfall, áherslur,
blæbrigði, söng og fleira varðar, sem skað-
ast líka, mætti þá segja að þeir þættir séu hægra
megin hvoru megin sem málstöðvarnar eru. Það
er ólíkt verkstoli í talfærum sem við sjáum að flyst
með málstöðvunum en er ekki eingöngu vinstra
megin eins og lengi var álitið.
Þakkir
Við þökkum Emilíu Lóu Halldórsdóttur, aðstoð-
armanni talmeinafræðinga, fyrir nákvæma vinnu
við málsýni í þessari grein. Höskuldi Þráinssyni,
prófessor, þökkum við mjög gagnlegar at-
hugasemdir við fyrri gerðir af greininni. Guðnýju
Daníelsdóttur, lækni, ásamt tveimur ritrýnum
Læknablaðsins, er þakkað fyrir yfirlestur og at-
hugasemdir á lokasprettinum.
LÆKNAblaðið 2009/95 125