Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2009, Page 36

Læknablaðið - 15.02.2009, Page 36
U M R Æ Ð U R LUNDBERG O G F R É T T I R Opinn aðgangur að öllum upplýsingum - er boðorð Lundbergs, fyrrum ritstjóra JAMA Á nýafstöðnum Læknadögum stóð Læknablaðið fyrir málþingi um lækna, rannsóknir og fjölmiðla. Aðalræðumaður þingsins var George D. Lundberg, meinafræðingur og aðalritstjóri JAMA um 18 ára skeið og síðan stofnandi og aðalritstjóri MedScape frá 1999. www.medscape.com er stærsta og eflaust virtasta nettímarit um lækn- isfræði í heiminum í dag. Þar eru frumbirtar fræðigreinar um allar greinar læknisfræði, auk fréttaþjónustu úr heimi læknisfræðinnar og greina af öðru tagi er tengjast læknisfræði. Medscape hefur frá árinu 2000 verið á gagnagrunni Medline sem telst ákveðin trygging fyrir fræðilegum áreiðanleika. Samhliða Medscape heldur útgáfan úti www.emedicin.com sem er læknisfræðilegur texti í sjö þúsund köflum eftir tíu þúsund höfunda um allar greinar læknisfræði. Þessi upplýsingagrunnur er uppfærður reglulega. „Læknar standa frammi fyrir tvenns konar fjöl- miðlum. Annars vegar er um að ræða faglega miðla og hins vegar almennu fjölmiðlana. Þessir miðlar skarast stundum en oftar eru þeir aðskildir og ólíkir. Tengslin þarna á milli og hvernig læknar þurfa að staðsetja sig gagnvart báðum er mjög mikilvægt í því umhverfi sem við búum í dag," segir Lundberg sem hefur áratuga reynslu af hvorutveggja. „Læknar þurfa að kunna að verja sig fyrir fjöl- miðlunum og þeir þurfa einnig að kunna að nýta sér þá því í nútímaumhverfi þurfum við á fjöl- miðlunum að halda en við megum ekki láta þá taka af okkur ráðin og stjórna ferðinni. I dag eru skilin þarna á milli að sumu leyti óljósari en áður, sem ritstjóri faglegs nettímarits sem er opið öllum, þá má segja að sérhæfðar upplýsingar séu orðnar jafn aðgengilegar og aðrir fjölmiðlar eru og þama er mjög spennandi snertiflötur sem ég hef tekið þátt í að skapa á undanförnum tíu árum." Lundberg var ritstjóri JAMA um 18 ára skeið til ársins 1999 er honum var sagt upp störfum af stjórn AM A fyrir að birta niðurstöður Kinsey rannsóknar á kynhegðun bandarískra háskólastúdenta en þar kom fram að 60% aðspurðra töldu munnmök ekki vera kynmök. Birting þessarar greinar vakti gríð- arlega athygli í Bandaríkjunum og reyndar um heim allan þar sem Clinton Bandaríkjaforseti stóð Hávar í ströngu við að halda embætti vegna sambands Sigurjónsson síns við Monicu Lewinsky. Formanni AMA þótti Lundberg hafa blandað bandarísku læknasam- tökunum inn í þessa pólitísku deilu með birtingu greinarinnar og rak hann umsvifalaust úr ritstjóra- stólnum. „Það var svo mikið fjallað um þetta mál á sínum tíma að það er óþarfi að rifja það upp," segir Lundberg og bætir því við að ef nafn hans er gúgglað á netinu komi þetta yfirleitt strax upp. „Þeir sem hafa áhuga á að fræðast nánar geta gert það með auðveldum hætti, en þetta varð mér í rauninni til góðs því í kjölfarið stofnaði ég Medscape, læknatímarit á netinu, sem hefur vaxið gríðarlega og ég er sannfærður um að framtíðin liggur þar. Framtíð sem þegar er komin til að vera," segir hann. Því má reyndar bæta við að Lundberg höfðaði mál gegn AMA vegna ólögmætrar brottvikningar og vann málið og hlaut umtalsverðar skaðabætur. „Þetta mál snerist um sjálfstæði faglegrar þekk- ingar gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu á hverjum tíma og mér fannst ekki koma annað til greina en birta þessa rannsókn þó að ég sem blaða- maður hafi gert mér fulla grein fyrir áhrifunum sem birtingin myndi hafa vegna Clinton-málsins. Það hefði í rauninni verið ritskoðun af minni hálfu að fresta birtingu þess vegna." Upplýstur almenningur Lundberg segir að í nútímaumhverfi þurfi læknar að vera gríðarlega vel upplýstir, ekki einasta að fylgjast vel með því sem birt er um sérgreinar þeirra heldur einnig vera stöðugt vakandi fyrir gæðum þeirra upplýsinga sem í boði eru. „Magn upplýsinganna er svo mikið að það verður sífellt mikilvægara að gæta að gæðunum og vita hvaða miðlum má treysta. Ritrýnd læknatímarit eru sígild í þeim skilningi en þar verður líka að hafa varann á því ekki er alltaf hægt að treysta öllum upplýsingum og meintum rannsóknarniðurstöð- um. Við þekkjum dæmi um slíkt. Á hinn bóginn verða læknar í dag að taka með í reikninginn aðgang almennings að sérhæfðum upplýsingum og vera tilbúnir til að mæta því í störfum sínum. Almenningur á rétt á því að hafa aðgang að öllum upplýsingum og við eigum ekki að ritskoða eða hefta aðgang að læknisfræðilegum upplýsingum. 132 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.