Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2009, Side 49

Læknablaðið - 15.02.2009, Side 49
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR MINNINGARORÐ Margrét Oddsdóttir Minningarorð við setningu Læknadaga 19. janúar 2009 Sigurður Margrét Oddsdóttir kollegi okkar lést á heimili Guðmundsson sú™ þann 9. janúar og var jarðsett á föstudaginn forseti heilbrigðissviðs Hl var, 16. janúar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Við Margrét hittumst síðast skömmu fyrir jól á einum af göngum Landspítalans, drógum okkur út í horn og ræddum um ýmis mál, stór og smá, fagleg og persónuleg, af nógu var að taka. Við ákváðum að hittast í betra tómi strax eftir áramót. Það samtal verðum við að eiga í öðrum tíma og í öðru rúmi. Andlát Margrétar langt fyrir aldur fram var ekki alls kostar óvænt, hún hafði átt í höggi við brjóstakrabbamein lengi, í hartnær áratug, og gengið á ýmsu í þeirri styrjöld. Hún vann margar orrustur, en tapaði þeirri síðustu, sem við munum víst öll gera fyrr eða síðar. Þetta varð samt all- snöggt, enginn átti von á endalokum núna, hún að vinna fram á síðasta dag. Hún fékk öfluga meðferð eins og við þekkjum hana best og var í góðum höndum góðra kollega, en allt kom fyrir ekki. Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess ágæta manns Oscars Wilde sem fyrir 100 árum var að býsnast yfir miklum framförum í læknisfræði þeirra tíma. Hann sagði að „núorðið lifa mertn allt af nema dauðann". Það sannaðist hér. Reyndar er þessi setning Wildes svolítið Mögguleg líka. Af viðhorfum Margrétar gagnvart sjúkdómi sínum getum við hin ýmislegt lært, hún sýndi þar æðruleysið og kraftinn sem einkenndi flest það sem hún tók sér fyrir hendur. Hvernig er félagi og kollegi sem fellur frá á miðju flugi lífsins best kvaddur? Við þeirri spurningu eru engin góð svör, okkur er orðs vant. Ekki er það síst í ljósi þess að Margrét missti mann sinn, Jón Ásgeir Sigurðsson, fyrir þremur misserum, einnig úr illvígum sjúk- dómi. Einhvers staðar segir að silfurkerin sökkvi í sjó, en soðbollarnir fljóti, og það virðist enn sann- ast hér, prýðisfólkið verður stundum skammlíft. Án þess að verða um of mærðarfullur hér, það var ekki í anda Möggu, veltir maður samt fyrir sér heimsins réttlæti á svona stundu. Við heyrum stundum að okkur dauðlegum mönnum verði ekki ljós fyrr en á efsta degi eða við ragnarök þessi djúpi skilningur á því hvers vegna sumum eru búin þau örlög sem Margrét og Jón Ásgeir hlutu. Ég vona að ég sé ekki að spilla barnatrú einhverra hér inni, en kannski verður maður að segja um þá góðu himnafeðga að stundum sé vont þeirra rang- læti en verra þeirra réttlæti. Nokkuð langt er síðan ýmis okkar áttuðu sig á því hvað má prýða góðan lækni. Hann þarf að hafa faglega þekkingu byggða á vísindalegum grunni, góða þjálfun, og rétt viðbrögð við hvers kyns vanda á hraðbergi. Hann þarf ekki síður að geta sýnt sjúklingum sínum samhygð, ekki endi-lega samúð, geta talað við fólk án yfirlætis, geta tjáð sig um tilfinningar þess og sínar eigin, geta tekið ákvarðanir sem byggja á siðrænum grunni, og látið sjúklinga sína finna að honum er ekki sama um þá. Margrét sameinaði þetta tvennt, þekk- inguna og húmanismann, flestum öðrum betur. Hún var sem sé góður læknir, svo einfalt er það. Margrét var stúdent frá ísafirði 1975 og lauk prófi frá læknadeild H.í. 1982. Hún fór vestur um haf til framhaldsnáms á Yale 1985 og hóf þar störf við rannsóknir, einkum á parietal-frumum, en varð síðan námslæknir í skurðlækningum. Á Yale var hún til 1992 og fór þar í gegnum klassískt sérfræðinám í skurðlækningum, þar sem vaktir annan hvern sólarhring voru stundum reglan fremur en undantekning á þeim árum. Það var um slíkar vaktir á skurðdeildum sem ágætur og frægur hjartakirurg við Baylor í Houston, Michael DeBakey, sagði eitthvað á þá leið að „vandamálið við þessar tvískiptu vaktir er það að þá missa menn af helmingnum af tilfellunum". Margrét fór síðan á Emory í Atlanta og fór þar í frekara sér- fræðinám í kviðsjártækni með John Hunter hinum seinni, og tók þátt í þróun þeirrar tækni. Hún kom svo heim árið 1994 og markaði sér LÆKNAblaðið 2009/95 145

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.