Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR í tveimur áföngum. í fyrstu heimsókn er gerð sjúkraskrá, lyfjum ávísað og rannsóknir og upp- lýsingar pantaðar eftir því sem við á. Nokkru síðar þegar íbúirtn hefur jafnað sig á flutningnum, niðurstöður fyrsta mats og upplýsingar um fyrra heilsufar liggja fyrir, er eðlilegt að hitta íbúann aftur, gjarnan með nánustu aðstandendum, til að fara yfir læknisfræðilegt eftirlit, heilsuvernd og hefja umræðu um meðferðaróskir við lífslok. Umræða um meðferðarval við lífslok felst í að ræða við hinn aldraða og/eða aðstandendur um gildismat, óskir og væntingar hans/þeirra og gera áætlun um meðferð, eftirlit og hvernig breytingar á ástandi íbúans hafa áhrif á meðferðarval hans. Leiðbeiningar landlæknis um gerð lífsskrár er hjálpleg við slíka umræðu.10 í Bandaríkjunum eru reglugerðir um heim- sóknir læknis á hjúkrunarheimili.5 Gert er ráð fyrir fyrstu og annarri heimsókn í anda þess sem ofan greinir. A fyrstu þremur mánuðum dvalar er gert ráð fyrir heimsókn mánaðarlega þar sem ástand sjúklings er metið, meðferð og meðferðaráætlun endurskoðuð og farið er yfir niðurstöður rann- sókna og ráðgjafar. Eftir það er gert ráð fyrir heim- sókn á 1-2 mánaða fresti og þarf að fara yfir öll fyr- irmæli um meðferð og skrá ábendingar. A Islandi hafa engar slíkar reglur verið í gildi en mikilvægt er að hafa skráningu allra upplýsinga nákvæma og vandaða og í samræmi við lög og reglugerðir, en skráning heilsufarsupplýsinga í sjúkraskrá hjúkrunarheimila lýtur sömu lögum og skráning á öðrum heilbrigðisstofnunum. Við mælum með fjölskyldufundi með íbúa og aðstandendum hans fljótlega eftir komu og reglubundnu heilsufars- eftirliti. Við skráningu á einstökum heimsóknum hentar vel að nota formið ERNA (einkenni, rann- sóknir, niðurstöður og áætlun). Þá þarf að skrá rök og ábendingar fyrir meðferð og breytingum á meðferð, árangri og afstöðu til rannsóknanið- urstaðna og álitsgerða annarra. Góð skráning gerir nýjum heilbrigðisstarfs- mönnum auðvelt að fá heildstæða mynd af ástandi íbúans, hvaða meðferð hann er á og auðveldar eft- irlit með ástandi sjúklings. Heilsufarseftirlit Eftir upphafsskoðun og þegar upplýsingaöflun er lokið tekur við eftirlit. Á íslenskum hjúkr- unarheimilum hefur skapast hefð fyrir vikulegum teymisfundum með hjúkrunarfræðingum heim- iliseininganna. Þar er farið yfir ástand sjúklinga, viðtöl og skoðun eiga sér stað eftir þörfum. Læknir þarf einnig að vera tiltækur til að sinna bráðum veikindum, bakvakt er því nauðsyn en oft koma upp heilsufarsvandamál sem hægt er að leysa á heimilinu öllum til hagræðis. Félag íslenskra öldrunarlækna mælir með að minnsta kosti árlegri læknisskoðun með yfir- ferð yfir heilsuvernd og heilsufarseftirlit, oft í tengslum við RAI-mat og er það í samræmi við álit Ouslanders og Osterweils.4 íbúar á hjúknmar- heimilum eru oft ekki meðvitaðir um þá sjúkdóma sem þeir hafa, stundum vegna minnisveiki eða vegna fjölda greininga. Þá eiga þeir oft erfitt um vik að komast til skoðunar vegna fötlunar. Með aukinni tækni hefur læknisfræðilegum möguleikum fjölgað og meðferð sem í fyrra var ómöguleg er staðall morgundagsins. Læknum ber samkvæmt lögum skylda til að halda við þekk- ingu sinni um meðferðarmöguleika og eiga að hafa frumkvæði fyrir hönd skjólstæðinga sinna í ráðleggingum um meðferðarkosti. Meðferð fjölda sjúkdóma samtímis er flókin og nauðsynlegt að læknir hafi forsendur meðferðar á takteinum og hagsmuni sjúklinga sinna ætíð í fyrirrúmi. Samkvæmt reynslu höfunda er meðferð sjúkdóma sem valda sjúklingum einkennum, svo sem hjartabilun, langvinn lungnateppa, oft full- nægjandi, en meðferð og eftirlit með sjúkdómum sem eru þögulir, svo sem beinþynning, háar blóð- fitur, hár blóðþrýstingur og sykursýki, ábótavant nema komi til skipulagt eftirlit.7 Heilsuvernd Að mati höfunda er RAI-matið kjörinn grunnur heilsuverndar og skimunar fyrir sjúkdómum.3- 5 RAI-matið eitt og sér er ekki nægjanlegt til sjúkdómsgreiningar en virkar vel sem ábending um vandamál og getur þjónað sem minnislisti yfir þá þætti sem ber að hafa í huga þegar farið er yfir heilsufar einstaklinga. RAI-matið gefur meðal annars upplýsingar um minni, andlega og líkamlega líðan, færni, byltur, ástand húðar, þvag- og hægðalosun. Það metur hins vegar ekki alla þá þætti sem við teljum nauðsynlega til heilsuvernd- ar og mælum við með að einnig sé fylgst með sjón, tannheilsu og beinþynningu, mælt TSH og B12 með reglulegu millibili. I töflu I er gátlisti fyrir heilsufarseftirlit og heilsuvemd tengt RAI-mat- inu. Höfundar hafa nokkurra ára reynslu af slíkri vinnu og hafa oft borið þá reynslu undir fundi Félags íslenskra öldrunarlækna og er það álit öldr- unarlækna að mæla með gátlista í töflu I.7 í við- hengi er hver liður útskýrður nánar. Sjúkrahúslegur Með tímanlegu mati á einkennum má koma í veg fyrir ótímabæra versnun þeirra og alvarleg veik- indi. Sjúklingar með lungnabólgu sem meðhöndl- LÆKNAblaðið 2009/95 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.