Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 51
U M R Æ Ð U R L O G FRÉTTIR ÆKNADAGAR Ólöf Sigurðardóttir olsi@landspitali. is Eftirmáli Læknadaga Kynjavíddin í vísindum Alltaf er jafngaman að taka þátt í Læknadögum ef ekki bara skemmtilegra með hverju árinu. Eiga þau skilið öll mikið hrós sem taka það að sér að skipuleggja þá. Mikil samfélagsumræða var í gangi í fyrirlestrarsölunum, sem og frammi í kaffinu. Þetta gaf Læknadögum alveg nýja vídd. Það sem vakti mesta athygli mína var samsetn- ing fyrirlesara árið 2009 á einum dagskrárliðnum og gat ég ekki setið á mér að hefja upp raust mína í lokin og benda pallborðinu, sem í sátu eingöngu karlar í læknastétt, á nokkra punkta til umhugs- unar varðandi framtíðarplön og skipulagningu vísindastarfs á heilbrigðissviði. A Læknadögum var áhugaverð og fróðleg málstofa sem bar heitið: „Heilbrigðisvísinda- rannsóknir á íslandi. Eru ný tækifæri að opnast fyrir lækna?" Þar komu fram ýmsar fróðlegar upplýsingar. Allir fyrirlesarar stóðu sig með prýði og eru þessi skrif mín ekki til þess að ræða um þá heldur jafnréttismál. Það sem stakk mig strax í byrjun var að eingöngu karlkyns kollegar tóku til máls varðandi vísindi og vísindastörf. Þó var fengin ein ágætis kona, Guðrún Nordal frá HÍ, til þess að segja frá stefnu stjómvalda varðandi fjár- mögnun og stefnumótun vísindarannsókna. Ég spyr: „Hvar koma konur í læknastétt inn í þessa háleitu umræðu vísindanna?" Framtíðarskipulag vísinda á heilbrigðissviði 1. Síðastliðið haust tók ég þátt í Norður- Evrópuþingi kvenna í læknastétt í Malmö ásamt fleiri kvenkyns kollegum. Einn fyrirlesaranna var prófessor Agnes Wold frá Gautaborg sem hefur verið ein af forystukonum í Evrópu í því að rannsaka framgang kvenna í vísindum. í fyrirlestri hennar kom fram að þrátt fyrir aukningu kvenna í læknastétt og aukinn fjölda kvenna með doktorspróf eru það enn karlar sem fá stærstan hluta fjármagnsins til rannsókna, auk þess sem það eru oftast þeir sem stjórna rannsóknarhópunum. Þetta á við í jafnréttislandinu Svíþjóð í dag. Mínar hugleiðingar eru: Er ástæða til að ætla að fæmi kvenna, frammistaða og rannsóknarár- angur sé síðri en karla? Er tengslanet kvenna síðra en karla? Eru áherslur á því hvað eigi að rannsaka ólíkar og þá er spurning hvort rannsóknaráhugi kvenna og þau verkefni sem þær vilja rannsaka hafi ekki sama slagkraft og eða status og karlanna? Sækja konur síður um? Ef svo er, þá af hverju? Em nógu margar konur í nefndum og ráðum sem út- hluta peningum til rannsókna? Ef ekki, verður þá að setja kynjakvóta? Mikilvægt er að skoða allar þessar breytur til þess að nýta betur þann mann- auð sem konur í læknastétt búa yfir. 2. Þegar kannaðar eru kennslustöður í lækna- deild HI sést strax hversu fáar læknismennt- aðar konur eru þar á lista. Stór hluti þeirra ágætu kvenna sem þar eru með kennslustöður er konur úr öðrum heilbrigðisstéttum. Mínar hugleiðingar eru: Er hér eins og svo víða annars staðar í heilbrigðiskerfinu fyllt upp í kynja- kvótann með konum úr öðrum heilbrigðisstétt- um? Ekki er óalgengt að sjá samsetningu nefnda þannig að þar sitji til dæmis þrír karlkyns læknar og þrír hjúkrunarfræðingar. Með þessu er ég alls ekki á neirtn hátt að vanmeta eða rýra hina ágætu stétt hjúkrunarfræðinga, heldur vil ég benda á að konur í læknastétt eru nær ósýnilegar í læknadeild HI og ýmsum öðrum ráðum og nefndum. 3. Sigurður Guðmundsson ræddi á fundinum um það að ekki væri búið að skýra hlutverk þeirra sem fá akademískar nafnbætur HÍ í heilbrigðisvís- indum. Mínar hugleiðingar eru: Er ekki kjörið tækifæri hér til þess að nýta að minnsta kosti þær konur sem metnar eru sem klínískir prófessorar til þess að fjölga fyrirmyndum yngri kvenna í stéttinni og til þess að breyta „stereótýpískri" hugmyndafræði um vísindamenn? Flestar af þessum konum hafa birt fjölda greina, hafa mikla reynslu af kennslu og hafa verið öflugar í fjáröflun fyrir sínar rannsóknir. Hefur á einhverju stigi ferils þeirra verið gengið fram hjá þeim í stöðuveitingum sem hefur orðið til þess að þær hafa ekki fengið yfirmanns- og/eða prófessorsstöður? Þær sjást varla heldur í dósents- stöðum innan HÍ. í lokin Miklar umræður hafa verið um það hvort setja eigi lög um kynjakvóta í ýmsum ráðum og nefnd- um. Hér má benda á að Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem settu ýmis lög um jafnréttismál upp úr 1970 og voru lengi fremstir í flestu er varðar jafn- réttismál. Ekki alls fyrir löngu settu Norðmenn lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og með því móti tókst þeim að skjótast upp fyrir Svía í „Gender Gap Index". Þurfum við að fara að setja fleiri lög hér á landi? Eða erum við nógu skynsöm til þess að ráða fram úr þessu sameiginlega án lagasetningar? LÆKNAblaðið 2009/95 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.