Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR Eiríkur Líndal1 klinískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson2 geölæknir ’áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERT- starfsendurhæfingu, 2geðsviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Eiríkur Líndal, HVERT-Starfsendurhæfing eirikurQhvert.is RANNSÓKNIR Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Ágrip Tilgangur: Að kanna hversu algengar persónu- leikaraskanir væru á meðal einstaklinga á mis- munandi aldri á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Efniviður og aðferðir: Tíðni persónuleikaraskana var könnuð í hópi 805 einstaklinga, valinna af handahófi af Stór-Reykjavíkursvæðinu. í úrtakinu voru þrír hópar fæddir árin 1931, 1951 og 1971. Einstaklingunum var boðið að taka þátt í könnun á geðheilbrigði. 52% þeirra sem haft var sam- band við samþykktu að taka þátt í könnuninni. Persónuleikaprófið DIP-Q var notað til að meta persónuleikaröskun. Niðurstöður: Niðurstöðumar eru þær að 11% af öllum hópnum voru með einhverja persónuleika- röskun samkvæmt DSM-IV og 12% samkvæmt ICD-10 kerfinu. Algengasta röskunin samkvæmt DSM-IV var persónuleikaröskun þráhyggju- og áráttugerðar (7,3 %), en persónuleikaröskun geðklofagerðar samkvæmt ICD-10 (9%). Aðrar raskanir vom sjaldgæfari. Af þeim sem vom með persónuleikaröskun samkvæmt DSM-kerf- inu höfðu 67% fleiri en eina röskun en samkvæmt ICD- kerfinu 80%. Á meðal kvenna var algengasta persónuleika- röskunin hliðrunarpersónuleikaröskun og var algengust hjá konum fæddum 1931. Á meðal karla var algengasta röskunin per- sónuleikaröskun geðklofagerðar og var algengust hjá körlum fæddum árið 1971. Ályktun: Þær tíðnitölur sem fram koma í rann- sókninni eru mjög sambærilegar við þær sem fram hafa komið hjá nágrannaþjóðum okkar um fjölda þeirra sem búast má við að séu með persónuleikaraskanir í hverju þjóðfélagi. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð hefur verið svo vitað sé um algengi persónuleikaraskana meðal almenn- ings á íslandi. Inngangur Á undanfömum áratugum hafa sjúkdómsgrein- ingar í geðlæknisfræði orðið nákvæmari og einnig greiningin á hverju þvi geðástandi sem truflað getur lífsgæði. Það varð til þess að gera persónuleikaröskunum' hærra undir höfði við útkomu DSM-III en áður hafði verið. En þar er *Orðið persónuleikaröskun er notað í stað persónuröskunar í greininni. persónuleikaröskunargreiningin flokkuð næst á eftir ásnum með geðsjúkdómagreiningum. Þar sem tölfræðilegar upplýsingar eru mikilvægur grunnur við skipulagningu meðferðarúrræða og við mat á umfangi vandans, ákváðu höfundar að kanna tíðni persónuleikaraskana meðal ákveð- inna aldurshópa íslendinga. Rannsóknin var hluti af umfangsmeiri rannsókn höfunda á tíðni geð- sjúkdóma á íslandi. Okkur er ekki kunnugt um að áður hafi farið fram rannsókn meðal almenn- ings er varðar umfang persónuleikaraskana. Árið 1997 var þó rannsökuð tíðni persónuleikaraskana meðal sjúklinga á geðdeild Landspítalans.2 Tilgangur rannsóknar okkar var að meta tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu meðal fólks á þremur aldursbilum. Vonandi gefur þessi rannsókn vísbendingu um hvernig stöðunni á íslandi er háttað og hvernig hún er í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Efniviður og aðferðir Hafinn var undirbúningur að rannsókninni árið 2005. Leitað var til Vísindasiðanefndar sem gaf leyfi til rannsóknarinnar (05-035-Sl) og hún til- kynnt til Persónuverndar (S2400/2005). Söfnun gagna hófst í ágúst 2005 og lauk í júní 2007. Rannsóknin var unnin á þann hátt að tekið var úrtak úr þjóðskrá sem talið var nægjanlegt til að standa undir tilgangi rannsóknarinnar. Valdir voru þrír hópar 300 einstaklinga, fæddra árin 1931,1951 og 1971. Alls voru í úrtakinu 900 manns sem þjónustuaðilar Hagstofunnar völdu af handa- hófi úr þjóðskrá. Tillit var tekið til kynjahlutfalls. Allir í úrtakinu höfðu íslenskt ríkisfang og voru búsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu (Reykjavík, Seltjamames, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garða- bær og Mosfellsbær). Haft var samband við þá sem lentu í úrtakinu og þeim sent kynningarbréf þar sem greint var frá því að hringt yrði í þá og þeir beðnir að taka þátt í könnuninni. Síðan var haft samband við þá sem náðist í, þeim boðið að mæta til fundar við sam- starfsfólk rannsóknarinnar og til að svara spurn- ingalistum við það tækifæri. Mælingar fóru fram á starfsstöð rannsóknarinnar og í prófamiðstöð sálfræðinga á geðdeild Landspítala. Þrír spurn- ingalistar voru lagðir fyrir: 1. Spurningalisti með spurningum um al- LÆKNAblaðíð 2009/95 1 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.