Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 39
Ú R
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
)
Sparnaður á kostnað hvers?
Sigurveig
Pétursdóttir
sigurpet@landspitali.is
Sigurveig er bæklunarskurð-
læknir og gjaldkeri LÍ.
Stjórn LÍ
Bima Jónsdóttir,
formaður
Þórarinn Guðnason,
varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir,
gjaldkeri
Sigríður Ó. Haraldsdóttir,
ritari
Elínborg Bárðardóttir
Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir
Kristján G. Guðmundsson
Sigurður Böðvarsson
Valgerður Rúnarsdóttir
í pistlunum Úrpenna
stjórnarmanna LÍ birta
þeir sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Öllum er ljóst að nú ekki verður komist hjá að
grípa til alvarlegra spamaðaraðgerða í heilbrigð-
iskerfinu. Fæst okkar muna þó eftir öðru en að
spamaðaráform hafi tröllriðið húsum þar árum
saman þrátt fyrir „góðærið". Alltaf hefur það verið
kallað hagræðing og alls engin þjónustuskerðing
átt að felast í þeim aðgerðum. Reynslan hefur oft
sýnt annað.
Einu árin sem ég man ekki eftir spamaðartali
stjórnenda voru fyrstu 2-3 árin sem ég vann eftir
útskrift úr læknadeildinni 1984. Sennilegast er það
vegna þess að ég, eins og svo margir aðrir nýút-
skrifaðir læknar, var upptekin af læknastarfinu og
fræðunum og með takmarkaða innsýn og áhuga á
stjórnsýslu.
Við tóku síðan ár í Svíþjóð við framhaldsnám.
Þau ár áttu upphaflega að verða um það bil 5-6 en
urðu 15 þegar upp var staðið. Allan þann tíma var
meira og minna verið að spara í sænska heilbrigð-
iskerfinu. Hagræðingar, sameiningar og ráðn-
ingastopp vom daglegt brauð. Þar, líkt og hér, átti
þetta aldrei að bitna á þjónustunni.
Þessir dagar em löngu liðnir og nú síðustu
mánuði hefur spamaðarkrafan verið meiri en
nokkru sinni. Samt sem áður hefur heyrst hið
„fornkveðna": engin þjónustuskerðing!!
Nú er mikilvægara en nokkru sinni að
sýna heiðarleika í orði og verki. Samstaða
heilbrigðisstétta er mikilvæg á tímum sem þessum.
Öllum er ljóst að um þjónustuskerðingu verður
að ræða á flestum ef ekki öllum sviðum innan
heilbrigðisgeirans, eins og útlitið er í dag. Skora
ég því eindregið á stjórnendur í heilbrigðiskerfinu
að sýna öllu starfsfólki og sjúklingum þann
heiðarleika og virðingu að gera skýra grein fyrir
því hver þjónustuskerðingin verður og ekki láta
þá sem á gólfinu standa og sinna veiku fólki taka
alfarið skellinn af óánægjunni sem af því hlýst ef
misræmi er í orði og verki.
Einnig er afar mikilvægt að við höfum
heildarmyndina í huga við sparnaðaráformin,
látum ekki niðurskurð á einum stað auka kostnað
á öðum.
Einfaldur spamaður á einum stað, með því að
draga inn vaktalínu, getur auðveldlega leitt af sér
að fjöldi sjúklinga leiti lausnar á öðmm stöðum
sem neyðast til þess að leysa vandann, svo sem
bráðamóttökum.
Ef hreint er gengið til verks, niðurskurðurinn
kallaður réttum nöfnum og alþjóð gerð grein fyrir
þeirri þjónustuskerðingu sem ekki verður hjá
því komist að sætta sig við, er auðveldara fyrir
starfsfólk heilbrigðisgeirans og sjúklinga að sætta
sig við orðinn hlut.
Alla þyrstir í að sannleikurinn liggi uppi á
borðum eftir holskeflur sem gengið hafa yfir
þjóðfélagið. Enginn trúir því að með skipulagningu
vakta og hagræðingu launakostnaðar megi spara
það sem til þarf án þess að sjúklingar og
starfsfólk finni verulega fyrir því. Eitthvað
hlýtur að hafa verið gert í vinnutímanum fyrir
spamaðaráformin!
Skýr skilaboð takk, hvaða þjónusta verður ekki
veitt?
Læknadagar 2010
Undirbúningur er hafinn fyrir Læknadaga sem haldnir verða 18.-22. janúar 2010. Gengið verður frá stærstum
hluta dagskrár í byrjun sumars og eru þeir sem vilja leggja til efni beðnir að senda hugmyndir að dagskráratriðum
fyrir 15. maí nk. til Margrétar Aðalsteinsdóttur, Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi,
magga@lis.is
Nauðsynlegt er að fram komi hvort óskað er eftir þátttöku Fræðslustofnunar við að greiða kostnað fyrir erlendan
fyrirlesara.
Undirbúningsnefnd
LÆKNAblaðið 2009/95 207