Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Svar við tilfelli mánaðarins Case of the month: Hér er um að ræða tegund eyðingarblóðleysis sem Autoimmune hemolytic , „ . anemia kallast sjalfsofnæmisrauðalosbloðleysi (e. Auto-Immune lcel Med J 2009; 95: 203-5 Hemoli/tic Anemía, AIHA).1 Þetta er stórfrumublóðleysi (MCV 120 fL) og á blóðstrokinu sjást greinilega hnatt- rauðkorn og aukning á netfrumum (mynd 2). Eyðingarblóðleysi getur verið arfgengt eða áunnið og er hægt að skipta í innanæða eyðingu vegna beinna áverka á rauðkomunum eða utanæða eyðingu í milta vegna ræsingu átfmma gegn þeim. Arfgengt eyðing- arblóðleysi stafar fyrst og fremst af efnaskiptagöllum í rauðkorninu sjálfu eða byggingargöllum í frumuhimnu eða blóðrauða. Aunnið eyðingarblóðleysi getur meðal annars komið í kjölfar sýkingar, sést við ofnæmisvið- brögð við blóðgjöf eða gegn lyfjum, dreifða blóðstorku (DIC), beina áverka til dæmis frá gervihjartalokum, rauð- komaeyðingu nýbura eða AIHA auk annarra sjaldgæfari orsaka. Iðulega er lækkun á óbundnu haptóglóbíni sem bindur frían blóðrauða en magn hans eykst við eyðing- arblóðleysi. Hækkun sést yfirleitt á ótengdu bílirúbíni og LDH. í þessu tilfelli var bílirúbín hækkað eða 66 pmól/L ásamt því að LDH var verulega hækkað eða 1260 U/L. Haptóglóbín var sömuleiðis töluvert lækkað (0,10g/L). Einkennandi fyrir eyðingarblóðleysi eru hækkaðar net- frumur í blóði sem er vísbending um heilbrigða merg- starfsemi sem reynir með aukinni framleiðslu að vinna á móti eyðingunni. í tilfellinu var netfrumutalning há sem endurspeglaðist í mjög háu MCV. Einkenni eyðingarblóðleysis eru yfirleitt hin almennu einkenni blóðleysis eins og sást í þessu tilfelli, svo sem þreyta, mæði, minnkað úthald og hjartsláttur. Sértæk einkenni eyðingarblóðleysis sjást frekar við hraðan sjúkdómsgang og eru þau helst dökkar litabreytingar á þvagi vegna útskilnaðar blóðrauða auk þess sem gula, bjúgur, eitlastækkanir, miltisstækkun og lifrarstækkun getur sést.2 Orsök AIHA eyðingarblóðleysis em sjálfsmótefni sem myndast gegn mótefnavökum á yfirborði rauðkorna. f um 80% tilfella er því miðlað með IgG sjálfsmótefnum og bindast þau þá mótefnavökum á yfirborði rauðkorna við líkamshita og kallast þá hitakekkjunarmótefni. Ef sjálfs- mótefnin em IgM þá bindast þau fjölsykrum á yfirborði rauðkorna við <37°C hita og kallast þá kuldakekkjunar- mótefni. í kjölfarið eru þau fjarlægð af átfrumum ónæm- iskerfisins. Oft fjarlægja átfrumurnar einungis hluta af frumuhimnu rauðkornanna og breytist þá lögun þeirra úr því að vera tvíhvolfa í kúlulaga og kallast þá hnattrauðkom. Þau geta síður aðlagað sig að þröngum æðum og brotna því frekar niður. Ef um eyðingarblóðleysi er að ræða og grunur er um AIHA þá er framkvæmt beint Coombs-próf. Þar em rauðkorn sjúklings þvegin og þeim blandað við mótefni gegn IgG og þáttum magnakerfis (e. compliments) á yfirborði þeirra. Prófið er jákvætt ef rauð- fruma (blá ör) og hnattrauðkorn (rauö ör). kornm kekkJast °8 bendir Það bl að motefni séu á yfirborði þeirra. Þessi mótefni geta þó sést án þess að um eyðingarblóðleysi sé að ræða, til dæmis vegna ofnæmisviðbragða við blóðgjöf, aukaverkana lylja, við sjálfsofnæmissjúkdóma auk ýmissa blóðsjúkdóma.2 Nauðsynlegt er að greina nánar sjálfsmótefnin á yf- irborði rauðkornanna og er sú greining forsenda þess að hægt sé að staðfesta að um AIHA sé að ræða. Erlendar rannsóknir benda til að nýgengi sjúkdóms- ins sé um 1-3 á hverja 100.000 og er það tvöfalt algengara hjá konum.2 Líkt og var raunin í þessu tilfelli finnst £ flestum tilfellum engin ástæða þess að sjúklingar þróa með sér AIHA með hitakekkjunarmótefnum, enda þótt slík mótefni geti sést við ýmsa sjálfsofnæmis- og bandvefssjúkdóma, til dæmis i rauðum úlfum, en einnig við illkynja blóðsjúkdóma, svo sem langvinnt eitilfrumu- hvítblæði3 og Non-Hodgkins eitlakrabbamein. Auk þess getur AIHA sést við ýmsar veirusýkingar. Hjá fullorðnum er sjúkdómsgangurinn yfirleitt lang- vinnur. Ef blóðleysið er mikið þarf sjúklingurinn iðulega blóðgjöf og er þá mikilvægt að finna heppilega blóðgjafa með aðstoð Blóðbankans. Einnig er mikilvægt að kanna hvort um undirliggjandi orsök sé að ræða og meðhöndla hana. Auk þess er mælt með því að sjúklingar taki fól- ínsýru.2 Meðferðin við AIHA með hitakekkjunarmótefn- um miðast fyrst og fremst að því að minnka framleiðslu sjálfsmótefnanna eða tempra viðbrögð líkamans við þeim. Eru sterar oftast kjörmeðferð4 en ef svörun er léleg er hægt að grípa til ónæmisbælandi eða frumudrepandi lyfja, oftast azathioprine eða cyclophosphamide/Einnig kemur til greina að fjarlægja miltað með skurðaðgerð6 og gefa immúnóglóbúlín í æð til að að tempra viðbrögð lík- amans við sjálfsmótefnunum. Loks hefur í erfiðari tilfell- um verið notuð einstofna mótefni gegn B-eitilfrumum (rituximab) með ágætis árangri/ Við innlögn fékk sjúklingurinn okkar fjórar einingar af rauðkornaþykkni og var hún sett á háskammta stera- meðferð. Þrátt fyrir þá meðferð var hún enn með virkt eyðingarblóðleysi og lág í blóðrauða og þvi var bætt við cyclophosphamide með góðri verkun. Um þremur mán- uðum síðar var hún komin af báðum lyfjunum og nú ári síðar hefur enn ekki borið á blóðleysi aftur. Þakkir fá Engilbert Sigurðsson og Tómas Guð- bjartsson fyrir ábendingar og yfirlestur. Heimildir 1. Bain BJ. Diagnosis from the blood smear. N Engl J Med 2005; 353: 498-507. 2. Gehrs BC, Friedberg RC. Autoimmune hemolytic anemia. Am J Hematol 2002; 69: 258-71. 3. D'Arena G, Cascavilla N. Chronic lymphocytic leukemia- associated autoimmune hemolytic anemia. Leuk Lymphoma 2007; 48:1072-80. 4. Petz LD. Treatment of autoimmune hemolytic anemias. Curr Opin Hematol 2001; 8: 411-6. 5. Moyo VM, Smith D, Brodsky I, Crilley P, Jones RJ, Brodsky RA. High-dose cyclophosphamide for refractory autoimmune hemolytic anemia. Blood 2002; 100: 704-6. 6. King KE, Ness PM. Treatment of autoimmune hemolytic anemia. Semin Hematol 2005; 42:131-6. 7. Garvey B. Rituximab in the treatment of autoimmune haematological disorders. Br J Haematol 2008; 141:149-69. LÆKNAblaðið 2009/95 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.