Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 46
U M R Æ Ð J A N U S U R O G F R É T T I R Endurhæfing fyrir atvinnuþátttöku Janus endurhæfing ehf. hefur starfað I frá árinu 2000. Eigendurnir eru þrír, þau I Kristín Siggeirsdóttir iðjuþjálfi, sem er I framkvæmdastjóri, Guðmundur Björnsson I endurhæfingarlæknir og Ómar Hjaltason I geðlæknir. Blaðamaður Læknablaðsins I ræddi við þau Guðmund, Ómar og Kristínu I á dögunum og kynnti sér starfsemina. „Það er mjög ánægjulegt að takast á við þá áskor- un sem fylgir því að vera með sjálfstæðan rekstur í heilbrigðisþjónustu," segir Guðmundur. „Þar spilar margt inn í. í fyrsta lagi að bera ábyrgð á þeim fjármunum sem manni eru fengnir til að sinna ákveðnu verkefni á sviði læknisfræði. I öðru lagi er einnig mjög ánægjulegt að geta sýnt fram á raunverulegan árangur og finna hvernig heil- brigðisþjónustan ber traust til okkar. Við erum jafnframt stöðugt að þróa okkar „vörur", og einnig erum við í samkeppni við aðra aðila á þessu sviði sem er af mjög af hinu góða, því það heldur okkur vel við efnið og tryggir bestu fáanlega vöru," segir Guðmundur og brosir að þessum markaðslík- ingum en segir þær þó alveg eiga við því margir þættir í samkeppnisrekstri séu hinir sömu þó varan sé ólík. Ómar segir að á seinustu árum hafi framboð á endurhæfingu fyrir geðfatlaða ekki síður en lík- amlega fatlaða aukist talsvert en fram að því að hafi vantað tilfinnanlega endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðræn vandamál. „Nú eru komin ýmis úrræði sem hvert hefur sínar áherslur og hentar mismunandi hópum. Þetta er allt á réttri leið en það má ennþá gera betur." Janus endurhæfing hóf starfsemi sína þann 18. janúar árið 2000 og frumkvöðull að stofnun fyrirtækisins var Kristín Siggeirsdóttir iðjuþjálfi. Árið eftir fékk hún Guðmund Bjömsson end- urhæfingarlækni í lið mér sér og í ársbyrjun 2005 bættist Ómar Hjaltason geðlæknir í hópinn. Fyrirtækið var í upphafi í eigu nokkurra lífeyris- og sjúkrasjóða en fyrir tæpum tveimur árum tóku þau þremenningarnir við fyrirtækinu og em eig- endur þess. „Það má segja að fyrri eigendur sem enn em meðal okkar viðskiptavina hafi litið svo á að hlutverki þeirra sem fmmkvöðla væri lokið; fyrirtækið væri komið á traustan grundvöll, hefði sannað tilverurétt sinn og gagnsemi og því fannst þeim rétt að draga sig út úr rekstri þess," segir Guðmundur. Árið 2004 fékk fyrirtækið Starfsmenntaverð- launin afhent af forseta íslands fyrir framúrskar- andi árangur og frumkvöðlastarf. Þeir segja að sérstaklega ánægjulegt sé að árangur starfsem- innar hafi haldið áfram að vaxa ár frá ári allt fram til dagsins í dag. Á heimasíðu Janusar kemur fram að fyrir- tækið hefur að leiðarljósi að sameina krafta sem flestra aðila í þjóðfélaginu þannig að hægt sé að bjóða upp á samræmda þjónustu í atvinnuend- urhæfingu. Starfsemin er fjölbreytt og er fyrir ein- staklinga sem vegna heilsubrests em að/eða hafa þurft að hverfa frá vinnumarkaðnum eða úr námi og vilja komast út í atvinnulífið eða í nám. Teymisvinna margra sérfræðinga Mjög mikilvægur hluti endurhæfingarinnar felst í samstarfi við Tækniskólann - skóla atvinnu- lífsins og hefur Janus endurhæfing aðstöðu þar. Enda er það er í samræmi við hugmyndafræði starfseminnar að deildir framhaldsskóla henti vel til atvinnuendurhæfingar. Kennarar Tækniskólans koma að þeim hluta sem tengist kennslu. „Þetta samstarf heilbrigðis- og menntakerfisins gefur fólki möguleika á því að mennta sig um leið og það stundar endurhæfingu án þess þó að það sé skilyrði að nýta sér þann möguleika þar sem starfsemi Janusar endurhæfingar gefur fjölbreytta möguleika á aðlögun endurhæfingarinnar að þörfum þátttakanda," segir Krístín framkvæm- dastjóri. Faglegu starfi Janusar er stjórnað af sérfræðing- um á heilbrigðissviði. Hjá Janusi endurhæfingu starfa iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og að sjálfsögðu læknarnir ásamt fleiri sérfræðingum allt eftir þörfum hverju sinni. Starfsmenn ásamt verktökum eru um 25 talsins fyrir utan ráðgefandi sérfræðinga. „Okkar skjólstæðingar eru fyrst og fremst þeir sem hafa „dottið útaf" vinnumarkaði einhverra hluta vegna; ýmist vegna líkamlegra eða and- legra ástæðna, en oft fer þetta tvennt saman," segir Guðmundur. „Hingað leitar einnig fólk sem hefur flosnað upp úr námi og sér hér mögu- leika á að ljúka námi í gegnum samstarf okkar við Tækniskólann. Við veitum ýmis sértæk úrræði en í öllum tilvikum hefst þetta með nákvæmri 214 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.