Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 28
F R Æ Ð I G R E I Y F I R L I T N A R Tafla I. Samantekt helstu niöurstaöna um áhrif orkugefandi næringarefna og trefja á losun peptíöa sem tengjast stjórn matarlystar. Peptíö Kolvetni Trefjar Fita Prótein CCK aukning aukning aukning aukning Grelín minnkun bæling/ minnkun/ engin áhrif minnkun/ engin áhrif/ aukning minnkun/ aukning/ engin áhrif GLP 1 aukning aukning/ engin áhrif aukning aukning PYY aukning aukning/ engin áhrif aukning aukning Obestatin minnkuð (blanda kolvetna, próteins og fitu) O minnkuö (blanda kolvetna, próteins og fitu) minnkuö (blanda kolvetna, próteins og fitu) Gastric leptin O O O O GIP aukning o aukning aukning/engin áhrif Oxyntomodulin o o O O Enterostatin o o O O sljóvguö aukning Insúlín aukning (vatnsleysanlegar aukning aukning trefjar) Amylin aukning O o o Pancreatic polypeptide aukning engin áhrif aukning aukning °Niðurstöður ekki til - rannsóknir hafa ekki veriö geröar. skert orkuinnihald fæðunnar. Falla þessar fullyrð- ingar undir 13. grein reglugerðarinnar.1 Á síðustu áratugum hefur tíðni ofþyngdar og offitu aukist til muna bæði erlendis2 og hér heima.3 Ofþyngd og offita eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir hjarta- sjúkdóma2'4auk þess sem tíðni sykursýki af gerð 2, háþrýstings og heilablóðfalls, blóðfituhækkunar, kæfisvefns og ýmissa stoðkerfissjúkdóma er hærri meðal þeirra sem eru yfir kjörþyngdarmörkum. Þyngdartap getur minnkað til muna áhættuna á að fá ofangreinda sjúkdóma.5 Staðfesting á eig- inleikum matvæla sem geta haft áhrif á ákveðna lífeðlisfræðilega virkni er tengist söfnun líkams- fitu gæti verið gagnleg bæði sem forvörn en einnig við þyngdarstjómun. Ofþyngd er tilkomin vegna ójafnvægis í orkuinntöku og orkunotkun. Stjóm á orkuinntöku er þar af leiðandi mikilvæg í þessu samhengi en hún stýrist meðal annars af skynjun á hungri og seddu, sem og stjórnun á orkunotkun.6 í tilefni af útgáfu regulgerðarinnar ákvað Norræna nýsköpunarmiðstöðin (Nordisk Inno- vations Center, NlCe) að styrkja sex verkefni undir yfirskriftinni Markfæði (Functional food) með það að aðalmarkmiði að stuðla að nýsköpun í nor- rænum matvælaiðnaði og auka samkeppnishæfi hans. Eitt af þessum verkefnum hafði það mark- mið að mynda net norrænna vísindamanna, sérfræðinga á sviði þyngdarstjórnunar og þáttum sem stýra seddutilfinningu. Sérfræðinetið átti að freista þess að setja fram samhljóma álit um að- ferðafræði og gæði rannsókna sem notaðar eru til að meta sannanir fyrir heilsufullyrðingum er varða þyngdarstjórnun og seddutilfinningu (heiti verkefnisins á ensku: „Substantiation of weight regulation and satiety related health claims on foods"). Sérfræðingar hópsins hafa skrifað vísindalega samantekt þar sem farið var yfir helstu mælikvarða á seddutilfinningu og þyngdarstjórnun auk þess sem gerð var grein fyrir stöðu þekkingar á því hvemig mismunandi matvæli og innihaldsefni í matvælum tengdust þessum mælikvörðum. Sérfræðingar hópsins hafa auk þess verið í virku samstarfi við ILSI Europe (Intemational Life Science Institute - European Branch) og meðal annars haldið tvo sameiginlega fundi með verkefnahópi á vegum ISLI Europe á sviði stjórnunar á matarlyst (Appetite regulation task force). Báðir þessir hópar hafa unnið mikil- væga grunnvinnu sem Matvælaeftirlitsstofnun Evrópu (EFSA) mun nýta sér þegar farið verður yfir þær fjölda umsókna sem lagðar voru inn til umsagnar víðsvegar um Evrópu. Stofnunin mun að lokinni yfirferð senda Evrópusambandinu lista yfir fullyrðingar sem mælt er með að verði leyfðar. Áætlað er að listinn verði samþykktur í byrjun árs 2010. Stýring fæðuinntöku Skammtíma stýring á fæðuinntöku stjórnar því hvað, hvenær og hversu mikið við borðum á einum degi eða í einni máltíð. Stýringunni er stjómað af samverkandi tauga- og hormónaboðum frá melt- ingarvegi.6 Margir hlutar meltingarvegar koma við sögu, þar á meðal magi, smáþarmar, ristill og bris sem losa mismunandi peptíð sem hafa áhrif á saðningu. Mismxmandi efni, kolvetni, prótein, trefjar og fita hafa áhrif á losun peptíða. Sem dæmi má nefna að losun glucacon-líkra peptíða 1 (GLP-1), CCK og peptíð YY (PYY) frá þörmunum eftir máltíð eykur seddu. í töflu I eru sýnd áhrif orkugefandi næringarefna á lostm mismunandi peptíða í mönnum. Öll þessi peptíð, að ghrel- ini undanskildu, eiga það sameiginlegt að auka seddu.6Ghrelin er eina þekkta efnið sem framleitt er í líkama mannsins sem eykur matarlyst og fæðuinntöku.7 Styrkur ghrelins í líkamanum eykst fyrir máltíð og fellur á ný eftir máltíð og hefur þar af leiðandi áhrif á fjölda matmálstíma.6 Ghrelin hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna í lang- tímastjórnun orkujafnvægis og líkamsþyngdar. Ghrelin-styrkur eykst samfara þyngdartapi og minnkar ef orkuinntaka er meiri en orkuþörf.8 Skýrir þetta að hluta erfiðleika einstaklinga við að viðhalda þyngdartapi. Þrátt fyrir rannsóknir síð- 196 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.