Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T astliðinna ára eru hlutverk ghrelins í stjórnun mat- arlystar ekki skýr og enn ekki vitað hvaða styrkur ghrelins fyrir eða eftir máltíð er æskilegastur. Eins hafa tengsl milli ghrelinstyrks og seddutilfinning- ar eða saðningar ekki sést í öllum rannsóknum.9 Fleiri efni taka þátt í langtímastjórnun á matarlyst og má þar nefna leptín sem framleitt er í fituvef.10 Mælikvarðar á seddu, saðningu og svengdartilfinningu Ekki er til ein ákveðin aðferð til að meta svengd- artilfinningu, seddu og saðningu. Mismunandi aðferðir hafa verið notaðar til að meta skynjun sem tengist aukinni fæðuinntöku eða hindra hana.11 Sedda og saðning hafa auk annarra þátta áhrif á það hvað, hversu mikið og hvenær matar er neytt.12 Þegar matar er neytt fara af stað lífeðl- isfræðileg ferli sem leiða til þess að við endum máltíð. Þessi mettunartilfinning sem leiðir til þess að við hættum að borða hefur verið kölluð saðning (satiation), það er mettunartilfinning innan mál- tíðar.12 Sedda (satiety) vísar til mettunartilfinningar eftir að máltíð er lokið, milli máltíða, og getur hún einnig haft áhrif á fæðuinntöku í næstu máltíð á eftir.11 Þeir þættir sem stýra seddu og saðningu og þar af leiðandi því hversu mikils matar er neytt, verða augljóslega fyrir miklum áhrifum af umhverfisþáttum. Þar má nefna aðgengi að mat, skynjun eða skilvitlega þætti á borð við heilsuhug- sjón og vanabundna matmálstíma.12'13 í töflu II má sjá skilgreiningar helstu hugtaka sem notuð eru í rannsóknum á matarlyst. Aðferðafræði og spurningar sem notaðar hafa verið við mat á seddu eru margbreytilegar og gera það að verkum að oft á tíðum er erfitt að bera rannsóknamiðurstöður saman. Flestar þessara aðferða eru huglægar þar sem spurt er um til- finningu fyrir seddu, magafylli (fullness), svengd (hunger) og löngun til að matast (desire to eat).1417 Sjónrænn mælikvarði (Visual analoge scale; VAS) er það tæki sem oftast verður fyrir valinu þegar meta á huglægt mat á saðningu. Tímarammi rannsókna er breytilegur en oftast eru gerðar mælingar á saðningu fyrir og eftir tilraunamáltíð og á ákveðnum tímapunktum tveimur til fjórum klukkustundum eftir að tilraunamáltíðar er neytt. Ef tilfinning tengd seddu er metin til dæmis í 120 mínútur eftir inntöku fæðunnar með ákveðnu millibili er hægt að teikna graf sem fall af tíma. Svæðið undir kúrfunni er hægt að nota til að meta fyllingu vegna tilraunamáltíðar í samanburði við viðmiðunarmáltíð. Til viðbótar við spumingar um tilfinningar er oft spurt um þætti á borð við það hvort einstaklingum þyki maturinn lystugur,15 bragðgóður, saltur eða sætur.18 í sumum rann- Tafla II. Skilgreiningar á hugtökum sem notuö eru í rannsóknum á matartyst. Matarlyst (appetite) Löngunin til að innbyrða mat og lýsir sér í svengd. Meltingarvegurinn, fjöldi hormóna og bæði miötaugakerfiö og sjálfvirka taugakerfið koma að stjórnun matarlystarinnar. Fylling (fullness) Líkamleg tilfinning sem tengist útþenslu magans. Svengd (hunger) Tilfinning sem við upplifum þegar magn glýkógens í lifrinni fellur niður fyrir ákveðinn þröskuld. Þessari tilfinningu fylgir venjulega löngunin til að borða. Tilfinningin er oftast óþeegileg, en hún á sér upptök í undirstúku heilans og er losuö gegnum viðtaka í lifur. Hungurtilfinningin vaknar venjulega þegar nokkrar klukkustundir hafa liðið frá síöustu máltíð. Saöning (satiation) Tilfinning sem byrjar að myndast meðan á máltíð stendur og veldur því að áti lýkur. Sedda (satiety) Tilfinningin milli máltíða sem kemur í veg fyrir að önnur máltíö hefjist strax, þar sem ekki er lengur fundið til hungurs. Þetta er ferli sem er stýrt af (ventromedial nucleus) frammiðlægum hluta undirstúku. Ýmis hormón, þá sér í lagi kólesystókínín (CCK), eru talin tengjast miðlun þessarar tilfinningar til heilans. Styrkur leptíns eykst í þessu ástandi, á meðan grelínstyrkur eykst þegar maginn er tómur. Því á sedda við sálrænu tiifinninguna fyllu eða fullnægju, frekar en líkamlegu tilfinninguna að vera útbelgdur líkamlega eftir að hafa innbyrt stóra máltíð. sóknum er til viðbótar við spurningalista bætt við máltíð þar sem þátttakendur borða að vild (ad libitum), til dæmis tveimur klukkustundum eftir tilraunamáltíð. Orkuinntaka þeirrar máltíðar er metin og notuð sem mælikvarði á seddu, það er að ef orkuinntaka er mikil hefur tilraunamáltíðin framkallað litla seddu og öfugt.15/16,18 Sífellt er verið að leita að lífeðlisfræðilegum og lífefnafræðilegum mælikvörðum sem tengjast svengdartilfinningu, seddu og saðningu, sem nota mætti í stað huglægs mats í rannsóknum. Hingað til hefur ekki fundist nægjanlega góður mælikvarði og því er enn stuðst við huglægt mat að mestu. Áhrif næringarefna á orkuinntöku og saðningu Orkuþéttni matvæla (kj eða kcal/g) er talin vera mikilvæg í stjórnun á orkuinntöku.19'20 Vatnsmagn, innihald orkugefandi næringarefna (fitu, próteina og kolvetna), trefjainnihald og sætuefni sem notuð eru í stað sykurs eru allt þættir sem hafa áhrif á orkuþéttni matvæla. Orkuþéttni fitu er meira en tvöfalt meiri heldur en kolvetna og próteina (9 he/g samanborið við 4 he/g) og hefur fituhlut- fall matvælis því augljóslega áhrif á orkuþéttni þess. Með öðrum orðum gefur sama rúmmál fæðu með hátt fituhlutfall meiri orku en sama rúmmál fæðu með lágt fituhlutfall. Aðrar ástæður þess að fituríkt fæði getur ýtt undir of mikla orkuinn- töku er bragð sem eykur líkur til að fæðisins sé neytt í miklu magni.21 Seðjandi áhrif koma seinna fram ef bragðgóðs matar er neytt heldur en ef matar er neytt sem þykir verri á bragðið.22 Mat með hátt fituinnihald þarf síður að tyggja mikið samanborið við fæðu sem inniheldur mikið magn fæðutrefja. Þetta leiðir til þess að borðað er hraðar LÆKNAblaðið 2009/95 1 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.