Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 19
I
Helga
Hansdóttir
öldrunar- og lyflæknir
Jón Eyjólfur
Jónsson
öldrunar- og lyflæknir
Lykilorö: hjúkrunarheimili,
aldraöir, læknisþjónusta, RAI-mat.
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Verksvið læknis á
hj úkrunarheimili
Ágrip
Læknisþjónusta á hjúkrunarheimilum á íslandi
hefur verið til umræðu meðal heimilislækna, öldr-
unarlækna og almennings á síðustu árum. Ábyrgð
læknis við umönnun sjúklinga á hjúkrunarheim-
ilum er illa skilgreind, fáir gæðavísar eru í notkun
og ekkert fast opinbert eftirlit með heimilunum.
Hér er því lýst hvað felst í góðri læknisþjón-
ustu á hjúkrunarheimilum að mati höfunda sem
byggja skoðun sína á rannsóknum, eigin reynslu
og lagalegum forsendum. Mælt er með notkun
RAI (raunverulegs aðbúnaðar íbúa) mælitækisins
sem grundvöll eftirlits með heilsu, færni og for-
vömum. Greinin lýsir hvaða kröfur ber að mati
höfunda að gera til þeirra er stunda lækningar á
hjúkrunarheimilum.
Inngangur
Ibúar hjúkrunarheimila eru fjölveikir aldraðir
einstaklingar og hafa margbreytilegar þarfir sem
kalla á góða hjúkmn og læknisþjónustu. íbúar
hjúkrunarheimila á Islandi em að meðaltali eldri,
hmmari og veikari en áður fyrr.1 Meðaldvalartími
á íslenskum hjúkrunarheimilum er um þrjú ár nú.
íslensk lög kveða á um að á hjúkrunarheimilum
skuli vera læknisþjónusta2 en verkefni læknis
á hjúkrunarheimilum eru ekki skilgreind, fáir
gæðastaðlar og opinbert eftirlit lítið.
Það em til dæmi um vanrækslu aldraðra á
hjúkrunarheimilum víða í heiminum. Slík dæmi
hafa leitt til mikils laga- og reglugerðarbákns um
starfsemi hjúkrunarheimila í Bandaríkjunum.3'4
Hér em settar fram leiðbeiningar fyrir lækna sem
sinna sjúklingum á hjúkrunarheimilum. Hafðar
eru til hliðsjónar yfirlitsgrein úr blaði Félags lækna
og stjórnenda amerískra hjúkrunarheimila um
hlutverk og ábyrgð lækna á hjúkrunarheimilum,5
RAI-gagnagrunnurinn (raunverulegur aðbún-
aður íbúa)6 auk álits og reynslu lækna sem vinna
á hjúkrunarheimilum.7 Einnig er stuðst við vinnu
sem norska læknafélagið hefur látið fara fram.8
Læknar sem sinna hjúkrunarheimilum þurfa að
geta greint bráðavanda. Þeir þurfa að meðhöndla
°g fylgjast með langvinnum sjúkdómum, fötlun
og færniskerðingu. Þeir þurfa að geta sinnt for-
vörnum, gert áhættumat og sinnt sálfélagslegum
og fjölskylduvandamálum. Þeir þurfa að kunna
til verka hvað varðar líknarmeðferð og lífsloka-
meðferð. Þeir þurfa því að hafa þekkingu á öldr-
unarlækningum.4'5
Læknar þurfa einnig að skilgreina markmið
meðferðar, hafa þekkingu á sannreyndri með-
ferð sjúkdóma aldraðra og lyfjameðferð aldr-
aðra. Einnig þurfa þeir að hafa þekkingu á RAI-
mælitækinu og geta nýtt sér upplýsingar sem það
gefur.6
Teymisvinna með hjúkrunarfræðingum, sjúkra-
þjálfum og öðrum starfsstéttum er forsenda góðr-
ar læknisþjónustu á hjúkrunarheimili. Læknir þarf
að vera tiltækur til að meta sjúklinginn brátt þegar
þörf er á eða geta vísað á annan ef við á. Einnig
þarf læknirinn að gera ráð fyrir að fylgja eftir vitj-
un vaktlækna vegna bráðra veikinda.5
Lög og reglugerðir
Samkvæmt íslenskum lögum eru hjúkrunarheim-
ili heilbrigðisstofnanir og skal þar starfa yfirlækn-
ir.9 Yfirlæknir situr stjórnarfundi með tillögurétt.
Framkvæmdastjóri hjúkrunar situr einnig fundi
stjórnar. Yfirlæknir ber faglega ábyrgð gagnvart
forstjóra.
Með RAI-mati er lagt mat á andlega og líkam-
lega færni einstaklingsins, virkni hans og þörf fyrir
aðstoð. Líðan bæði andleg og líkamleg er einnig
metin auk virkra sjúkdómsgreininga. Samkvæmt
reglugerð er RAI-mat framkvæmt þrisvar á ári,
einu sinni er gert fullt mat en í hin tvö skiptin
styttra mat.6 Fjölmargar fagstéttir koma að mat-
inu, en hjúkrunarfræðingar heimilisins halda utan
um framkvæmd þess. RAI-matið er fjölþátta mat
með margvíslegt notagildi er grundvöllur hluta
fjármögnunar hjúkrunarheimilanna. RAI-matið
gefur af sér gæðavísa sem senn verða innleiddir
á íslandi skapar margvísleg rannsóknartækifæri
og hefur leitt af sér umbótaverkefni. Mikið af
klínískum upplýsingum er safnað við gerð mats-
ins og því kjörið að nota RAI-matið við eftirlit og
skipulag læknisfræðilegrar meðferðar.3-5
LÆKNAblaðið 2009/95 187