Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2009, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.03.2009, Qupperneq 19
I Helga Hansdóttir öldrunar- og lyflæknir Jón Eyjólfur Jónsson öldrunar- og lyflæknir Lykilorö: hjúkrunarheimili, aldraöir, læknisþjónusta, RAI-mat. FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Verksvið læknis á hj úkrunarheimili Ágrip Læknisþjónusta á hjúkrunarheimilum á íslandi hefur verið til umræðu meðal heimilislækna, öldr- unarlækna og almennings á síðustu árum. Ábyrgð læknis við umönnun sjúklinga á hjúkrunarheim- ilum er illa skilgreind, fáir gæðavísar eru í notkun og ekkert fast opinbert eftirlit með heimilunum. Hér er því lýst hvað felst í góðri læknisþjón- ustu á hjúkrunarheimilum að mati höfunda sem byggja skoðun sína á rannsóknum, eigin reynslu og lagalegum forsendum. Mælt er með notkun RAI (raunverulegs aðbúnaðar íbúa) mælitækisins sem grundvöll eftirlits með heilsu, færni og for- vömum. Greinin lýsir hvaða kröfur ber að mati höfunda að gera til þeirra er stunda lækningar á hjúkrunarheimilum. Inngangur Ibúar hjúkrunarheimila eru fjölveikir aldraðir einstaklingar og hafa margbreytilegar þarfir sem kalla á góða hjúkmn og læknisþjónustu. íbúar hjúkrunarheimila á Islandi em að meðaltali eldri, hmmari og veikari en áður fyrr.1 Meðaldvalartími á íslenskum hjúkrunarheimilum er um þrjú ár nú. íslensk lög kveða á um að á hjúkrunarheimilum skuli vera læknisþjónusta2 en verkefni læknis á hjúkrunarheimilum eru ekki skilgreind, fáir gæðastaðlar og opinbert eftirlit lítið. Það em til dæmi um vanrækslu aldraðra á hjúkrunarheimilum víða í heiminum. Slík dæmi hafa leitt til mikils laga- og reglugerðarbákns um starfsemi hjúkrunarheimila í Bandaríkjunum.3'4 Hér em settar fram leiðbeiningar fyrir lækna sem sinna sjúklingum á hjúkrunarheimilum. Hafðar eru til hliðsjónar yfirlitsgrein úr blaði Félags lækna og stjórnenda amerískra hjúkrunarheimila um hlutverk og ábyrgð lækna á hjúkrunarheimilum,5 RAI-gagnagrunnurinn (raunverulegur aðbún- aður íbúa)6 auk álits og reynslu lækna sem vinna á hjúkrunarheimilum.7 Einnig er stuðst við vinnu sem norska læknafélagið hefur látið fara fram.8 Læknar sem sinna hjúkrunarheimilum þurfa að geta greint bráðavanda. Þeir þurfa að meðhöndla °g fylgjast með langvinnum sjúkdómum, fötlun og færniskerðingu. Þeir þurfa að geta sinnt for- vörnum, gert áhættumat og sinnt sálfélagslegum og fjölskylduvandamálum. Þeir þurfa að kunna til verka hvað varðar líknarmeðferð og lífsloka- meðferð. Þeir þurfa því að hafa þekkingu á öldr- unarlækningum.4'5 Læknar þurfa einnig að skilgreina markmið meðferðar, hafa þekkingu á sannreyndri með- ferð sjúkdóma aldraðra og lyfjameðferð aldr- aðra. Einnig þurfa þeir að hafa þekkingu á RAI- mælitækinu og geta nýtt sér upplýsingar sem það gefur.6 Teymisvinna með hjúkrunarfræðingum, sjúkra- þjálfum og öðrum starfsstéttum er forsenda góðr- ar læknisþjónustu á hjúkrunarheimili. Læknir þarf að vera tiltækur til að meta sjúklinginn brátt þegar þörf er á eða geta vísað á annan ef við á. Einnig þarf læknirinn að gera ráð fyrir að fylgja eftir vitj- un vaktlækna vegna bráðra veikinda.5 Lög og reglugerðir Samkvæmt íslenskum lögum eru hjúkrunarheim- ili heilbrigðisstofnanir og skal þar starfa yfirlækn- ir.9 Yfirlæknir situr stjórnarfundi með tillögurétt. Framkvæmdastjóri hjúkrunar situr einnig fundi stjórnar. Yfirlæknir ber faglega ábyrgð gagnvart forstjóra. Með RAI-mati er lagt mat á andlega og líkam- lega færni einstaklingsins, virkni hans og þörf fyrir aðstoð. Líðan bæði andleg og líkamleg er einnig metin auk virkra sjúkdómsgreininga. Samkvæmt reglugerð er RAI-mat framkvæmt þrisvar á ári, einu sinni er gert fullt mat en í hin tvö skiptin styttra mat.6 Fjölmargar fagstéttir koma að mat- inu, en hjúkrunarfræðingar heimilisins halda utan um framkvæmd þess. RAI-matið er fjölþátta mat með margvíslegt notagildi er grundvöllur hluta fjármögnunar hjúkrunarheimilanna. RAI-matið gefur af sér gæðavísa sem senn verða innleiddir á íslandi skapar margvísleg rannsóknartækifæri og hefur leitt af sér umbótaverkefni. Mikið af klínískum upplýsingum er safnað við gerð mats- ins og því kjörið að nota RAI-matið við eftirlit og skipulag læknisfræðilegrar meðferðar.3-5 LÆKNAblaðið 2009/95 187
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.