Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 9
Birna Jónsdóttir röntgenlæknir og formaður Læknafélags íslands birna@lis.is Necessity of special legislation for doctors. Birna Jónsdóttir is a radiologist and the chairman of the icelandic medical association. RITSTJÓRNARGREIN Þörf á sérlögum um lækna Læknalög voru fyrst sett hérlendis árið 1911. Frá upphafi hefur megintilgangur með læknalögum verið að skýra lækningastarfsemina og binda lækningaleyfi ströngum skilyrðum. Endurtekið hefur læknalögum verið breytt á þessum hundrað árum sem liðin eru og að jafnaði í góðri samvinnu við lækna. Skottulækningar hafa verið bannaðar og skilyrði hafa komið inn um sérfræðileyfi ásamt með fleiri breytingum til að færa lögin í takt við tímann hverju sinni. Eftir því sem heilbrigðisstéttum hefur fjölgað hafa ýmist verið sett lög um þær, oftar en ekki byggð á læknalögum í grunninn, eða reglugerðir settar af fagráðuneytinu. Frumvarp til sameiginlegra laga um heilbrigðisstarfsmenn kom fram undir lok tuttugustu aldar og hefur frumvarpið verið lagt fram oftar en einu sinni frá aldamótum. í rökstuðningi með frumvarpinu hefur meðal annars komið fram að ósamræmi sé milli hinna ýmsu laga og reglugerða um heilbrigðisstarfsmenn og meiningin sé að ná fram meira samræmi. Ávallt hefur því verið mótmælt af Læknafélagi íslands (LÍ) að setja okkur í safnlög um alla heilbrigðisstarfsmenn og nema læknalög úr gildi. L1 telur afturför frá því sem verið hefur felast í nýju lögunum og því beri að halda í læknalög. Meginástæðan er sú að þessi frumvörp draga úr skýrri sérstöðu lækna og deyfa ábyrgð okkar gagnvart sjúklingum. Eins og við sjáum gerninginn kemur hann úr fagráðuneytinu og tilgangur sagður vera að einfalda lagarammann. í frumvarpinu hefur listinn yfir löggildar heilbrigðisstéttir endurtekið breyst og er erfitt að skilja hvers vegna allar þessar starfsstéttir með eins misjafna menntun og aðkomu og raun ber vitni skuli spyrtar saman. Ráðuneytið ætlar svo að setja reglugerðir um hinar ýmsu heilbrigðisstéttir. Það er stórlega varasamt að færa svo mikið vald beint inn í ráðuneyti, þarna er Alþingi íslendinga að færa framkvæmdavaldinu það sem á að felast í sjálfri löggjöfinni. Ein meginstoð virks lýðræðis er skýr þrískipting valds. Löggjafarvald hjá þingi, framkvæmdavald og dómsvald á sama hátt skýrt aðgreint. Það á að vera ákveðin mótstaða gegn því að jafn mikilvægum ramma og umhverfi læknisstarfsins og ábyrgð hans og sérstöðu gagnvart sjúklingi sé breytt. Það er reginmunur á ferlinu að breyta lögum, því þar fjallar heilbrigðisnefnd þingsins sérstaklega um málið, auk þingsins í heild. Þó traust landsmanna á þinginu sé lítið um þessar mundir, en undir 10% landsmanna báru mikið traust til þess í nýlegri skoðanakönnun, þá teljum við enn verra að vera beint undir ráðuneytinu. Geðþóttaákvarðanir einstakra ráðherra og vald til setningar reglugerða sem gjörbreytt geta stöðu sjúklings, bjóða hættunni heim. LÍ hefur á undanförnum árum margítrekað varað við nánast alræðisvaldi fagráðherra í heilbrigðismálum í umsögnum sínum um lög um heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri lög. Að jafnaði hefur LÍ ekki gert athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins um heil- brigðisstarfsmenn, heldur einungis lýst sig andvígt því að læknalög verði felld úr gildi en ekki fett fingur út í það að lagabætur vegna annarra heilbrigðisstétta teljist nauðsynlegar. Síðastliðið sumar var okkur tjáð á fundi heilbrigðisnefndar að pólitískur meirihluti væri fyrir samþykkt laganna. Laganefnd LÍ settist þá niður og setti fram sem höfuðkröfu að læknalögum í heild sinni yrði bætt inn í frumvarpið sem sérstökum kafla og skrifaði inn þær breytingar sem við töldum mikilvægar ef þingið yrði ekki við þessari ósk okkar. Stjórn LÍ er sammála þeirri dómaframkvæmd sem viðgengist hefur á íslandi og byggir á læknalögum, sem gerir meiri kröfur til lækna en annarra heilbrigðisstarfsmanna varðandi sakarmat á grunni menntunar. Stjórn LÍ hefur undanfarið ár styrkst í þeirri trú að varhugavert sé út frá hagsmunum sjúklinga að fella sérstök lög um lækna úr gildi. LÆKNAblaðið 2010/96 673
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.