Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 40
FRÆÐIGREINAR SIÐFRÆÐIDÁLKUR rannsóknir þar sem ríkir hagsmunir einstaklinga og samfélags eru í húfi að fyllstu hlutlægni sé gætt. Meginsiðaregla í öllum störfum sem tengjast læknislist, læknisfræðilegum rannsóknum og eftirliti með þeim er að valda ekki skaða, primum non nocere,4 Hagsmunatengsl við læknisfræðileg vísindastörf geta verið sérstaklega varhugaverð vegna þess að illa unnar rannsóknir stefna sjúklingum og rannsóknarþátttakendum í hættu. Sýnt hefur verið fram á að rannsóknir sem kostaðar eru af lyfjaframleiðendum eru umtalsvert líklegri en aðrar rannsóknir til að leiða til „jákvæðrar" niðurstöðu. Til dæmis sýndi könnun að rannsóknir á krabbameinslyfjum sem fjármagnaðar voru af lyfjafyrirtækjum voru næstum því átta sinnum ólíklegri til að sýna fram á óhagstæðar niðurstöður en rannsóknir sem fjármagnaðar voru af óháðum aðilum.5 Ein ástæðan er sú að fyrirtækin áskilja sér rétt til þess að leyna eða fresta birtingum sem sýna fram á neikvæðar niðurstöður og hafa þar með áhrif á það hvaða niðurstöður koma fram í dagsljósið. Vönduð tímarit á sviði læknisfræði leitast við sporna gegn þessu með ýmsum ráðum, svo sem með því að fara fram á að höfundar geri ítarlega grein fyrir hagsmunaárekstrum og kostun rannsókna. Auk þess er krafist sjálfstæðrar tölfræðilegrar greiningar á gögnum úr rannsóknum sem kostaðar eru af lyfjaiðnaðinum.6 Tilfellið sem lýst var hér í upphafi verður að meta í ljósi þessa. Gerum ráð fyrir að Sigríður hafi fengið góða menntun; hún sé ekki einungis sérfræðingur í meltingarsjúkdómum heldur hafi hún í námi sínu kynnst siðfræði vísinda sem vakti hana til umhugsunar um margvíslegar forsendur fræðilegrar óhlutdrægni. Hún er því líkleg til þess að gæta varúðar og vísindalegrar hlutlægni. Hún ætti að gera sér grein fyrir því að starfið felur í sér hættu á hagsmunaárekstrum, enda virðist lyfjafyrirtækið ætla að fylgja eftir kostun sinni á dósentsstarfinu með því að hafa áhrif á rannsóknir á sviðinu. Sigríður ætti því jafnframt að átta sig á því að mikilvægt sé að reisa frekari skorður við hagmunaárekstrum en þær sem felast í fagmennsku hennar sjálfrar. Hverjar gætu þær verið? Þegar háskólastofnanir taka við fjárstyrkjum er mikilvægt að búa svo um hnútana að þeim fylgi engar kvaðir um inntak kennslu eða rannsókna. Þetta er í raun ein forsenda þess að akademískt frelsi sé haldið í heiðri. „Með akademísku frelsi er átt við frelsi til þess að leita þekkingar, varðveita hana og miðla henni, án þess að slakað sé á kröfum vegna óakademískra ástæðna, það er án þess að skeyta um aðra hagsmuni en þá sem tengjast beinlínis skilningi og sannleika."7 Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að setja ákvæði í samning milli kostunaraðila og háskóladeildar þess efnis að sá sem gegni stöðunni skuli hafa fullt frelsi til ákvarðana um kennslu og rannsóknir. Efast má um að þetta sé nægilegt. Enda þótt prófessorinn segi við Sigríði að engin bein tengsl séu á milli rannsóknarinnar sem lyfjafyrirtækið hefur hug á að hrinda í framkvæmd og dósentsstarfsins, myndi kostun starfsins án efa gera Sigíði erfitt um vik að hafna því að taka þátt í rannsókninni eða beina henni á aðrar brautir en þær sem lyfjafyrirtækið ætlast til. Raunar hefur sú staðreynd ein að fyrirtæki kosti tiltekið háskólastarf óhjákvæmilega áhrif á það hvernig viðkomandi háskólamaður hagar orðum sínum um málefni sem það fyrirtæki varðar. Þetta er kallað sjálfsritskoðun og er vel þekkt fyrirbæri.8 Er nokkur leið til að stemma stigu við þessu? Ein leið til að hafa stjórn á hagsmunaárekstrum er að byggja eins konar eldvarnarveggi milli fjárveitinga til rannsókna og ákvarðana um rannsóknarefni. Þá mætti hugsa sér að öllum styrkjum frá einkafyrirtækjum yrði beint í sjálfstæðan háskólasjóð sem myndi síðan úthluta fjármunum til rannsakenda og námsbrauta á grundvelli umsókna og faglegs mats á þeim. Með einhverju slíku fyrirkomulagi yrði skorið á bein tengsl á milli einkafyrirtækja og háskólakennara, á borð við þau sem myndast í tilfellinu um lyfjafyrirtækið og starf dósents í meltingarsjúkdómum. Einn annmarki á slíku fyrirkomulagi er að ætla má að þetta dragi úr hvata fyrirtækja til þess að styrkja kennslu og rannsóknir og fjármunirnir frá lyfjafyrirtækinu myndu aldrei berast Háskóla íslands. Færa má góð rök fyrir því að kosta eigi háskólarannsóknir og kennslu af almannafé, enda eigi samfélagið mikið undir því að hugsjónir háskólastarfs séu haldnar í heiðri. Hins vegar eru háskólarannsóknir á sumum sviðum orðnar svo dýrar að ríkið getur ekki lengur fjármagnað þær með þeim hætti að háskólar verði samkeppnisfærir og dæmi sig þar með úr leik. Þetta er því afar vandasamt verkefni. Val Sigríðar er ekki heldur auðvelt. Hún stendur frammi fyrir þeim kosti að sækja ekki um starfið vegna þess að hún treystir því ekki að hún muni geta unnið sjálfstætt eða að sækja um starfið og beita sér þá jafnframt fyrir því að búið verði um hnútana eins vandlega og kostur er til að fyrirbyggja hagsmunaárekstra. Hún verður að gera prófessornum grein fyrir þessu og þá ræðst það væntanlega af viðbrögðum hans og kostimaraðilanna við hugmyndum hennar hvort hún ákveður að taka slaginn eða ekki. Það er hlutverk prófessorsins og samstarfsmanna hans í læknadeild að leitast við að tryggja að 704 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.