Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINARj siðfræðidalkurI Tilfelli: Siðferðilegt álitamál - starf kostað af lyfjafyrirtæki Vilhjálmur Árnason Heimspekingur sagnfræöi- og heimspekideild Háskóla Islands vilhjam@hi.is Sigríður Jónsdóttir fékk sérfræðingsstöðu í melt- ingarsjúkdómum við Landspítala fyrir tveimur árum, en starfaði áður á stórum spítala í Svíþjóð þar sem hún vann ötullega að rannsóknum. Nýlega sá hún auglýst starf dósents við læknadeild HI og ákvað að ræða við prófessorinn til að láta vita að hún mundi sækja um starfið. Prófessorinn lýsir ánægju sinni með ákvörðun Sigríðar og segir undir lok samtalsins: „Meðan ég man, þú veist að staðan er kostuð af lyfjafyrirtæki" og bætir við „enda var það eina leiðin til að koma í veg fyrir að staðan yrði látin standa ómönnuð eftir að Gunnar fór á eftirlaun um áramótin - þú veist hvernig fjárhagur deildarinnar er! Síðan hafa þeir verið að kynna okkur nýja rannsókn sem þeir hafa áhuga á að hrinda í framkvæmd sem er virkilega spennandi - þótt það tengist alls ekki dósentsstöðunni beinlínis." Hugleiðingar Einkafyrirtæki leita í æ ríkari mæli til vísinda- manna við nýsköpun og stjórnvöld sækja þekk- ingu til fræðimanna við stefnumótun.1 Jafnframt því hefur bæði einkafyrirtækjum og stjórnvöldum þótt eftirsóknarvert að fá akademískan gæða- stimpil á rannsóknir sínar og stefnumál. Þetta samspil fjármuna, valds og þekkingar er óhjá- kvæmilegt í nútímasamfélagi og samofið viðleitni háskólamanna til að fjármagna og hagnýta rannsóknir sínar. Á hinn bóginn er ljóst að í þessu samspili lýstur saman ólíkum heimum sem lúta mismunandi lögmálum og siðareglum. Vísindamenn, viðskiptamenn og stjórnmálamenn keppa að ólíkum markmiðum, leggja rækt við ólík verðmæti og halda að einhverju leyti ólíkar dygðir í heiðri. Fræðimönnum ber öðru fremur að hafa það sem sannara reynist og halla aldrei réttu máli, þótt annað geti komið sér betur fyrir þá sem styrkja störf þeirra. Frumskylda vísindamanna er að gæta hlutlægni og láta hana aldrei víkja fyrir gildum eða hagsmunum sem stríða gegn henni. Þess vegna er óhjákvæmilegt að stöðug togstreita verði milli þessarar siðferðilegu kröfu vísindanna annars vegar og hagsmuna stjórnmála og einkafyrirtækja hins vegar. í ljósi þessa kemur ekki á óvart að í Bologna- yfirlýsingu evrópskra háskólarektora, Magna Charta Universitatum, er kveðið á um mikilvægi þess að háskólar séu sjálfráða; rannsóknir og kennsla verði að vera óháð pólitísku og efnahagslegu valdi.2 Samfélög fræðimanna hafa rætt leiðir til þess að vernda þessar hugsjónir vísindastarfsins og sjálfstæði háskóla gagnvart öflum sem grafa undan þeim leynt eða ljóst. Ein leið sem farin hefur verið er að leitast við að spoma við svonefndum hagsmunoárekstrum. Með hagsmunaárekstrum í fræðastarfi er átt við að vísindamaður hafi persónulegra, fjárhagslegra eða pólitískra hagsmuna að gæta sem fela í sér umtalsverða hættu á að fræðileg dómgreind hans slævist.1 Skipta má viðleitni til þess að draga úr hagsmunaárekstrum í tvo meginflokka. í fyrsta lagi em leiðir sem tengjast menntun vísindamanna, bæði með því að gera þá meðvitaðri um hags- munaárekstra í fræðastarfi og efla færni þeirra til þess að komast hjá þeim. Námskeið um siðfræði rannsókna og gagnrýna hugsun gætu til dæmis stuðlað að þessu og í mörgum háskólum eru þau hluti alls doktorsnáms. í öðru lagi eru almennar aðgerðir sem stofnanir geta gripið til í því skyni að draga úr líkum á hagsmunaárekstrum, svo sem með reglum, samningum, eldvarnarveggjum og öðrum stofnanabundnum úrræðum. Þótt siðfræðileg menntun og heilindi einstakra vísindamanna séu mikilvæg er afar takmarkað að reisa skorður við hagsmunaárekstrum alfarið á slíkum einstaklingsbundnum þáttum. Öðru nær: Þess eru fjölmörg dæmi að vel metnir vísindamenn hafi freistast til að halla réttu máli vegna persónulegs ávinnings og fræðilegs metnaðar.3 Að mati þeirra sem gerst hafa kynnt sér þessi mál er nauðsynlegt að setja almennar reglur um hagsmunaárekstra í því skyni að greiða fyrir samskiptum milli háskóla og atvinnulifs og hafa á þeim skynsamlega stjórn.1 í slíkum reglum er það lágmarkskrafa að gera ávallt grein fyrir hagsmunum og kostunartengslum. Þetta er krafa um gegnsæi sem er forsenda þess að þeir sem kynna sér rannsóknina séu upplýstir um þætti sem kunna að hafa áhrif á niðurstöður hennar. í háskólum sem taka þessa kröfu alvarlega eru starfræktar nefndir sem halda skrá yfir yfirlýsta hagsmunaárekstra og meta hvort þeir séu þess eðlis að grípa þurfi til ráðstafana umfram þær sem tryggja gegnsæið. í sumum tilvikum þykir ástæða til að banna hagsmunaárekstra, svo sem við klínískar LÆKNAblaðið 2010/96 703
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.