Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Meðalútbreiðsla brunasára var áþekk því
sem kom fram í rannsókn Ragnheiðar Elísdóttur
og félaga þó svo hlutfallslega fleiri börn hafi
lagst inn á gjörgæsludeild í okkar rannsókn, eða
24,2% á móti 6,9%. Meðalútbreiðsla brunasára
hjá gjörgæsluhópnum var einnig nokkuð lægri
borin saman við tölur frá Finnlandi,7 eða 16% á
móti 26%, en íslenskar rannsóknir til samanburðar
liggja ekki fyrir.
Af fyrirliggjandi gögnum er ekki hægt að sjá
beinar ástæður fyrir fjölgun innlagna á gjörgæslu
en hugsanlega getur staðsetning bráðamóttöku
og barnadeildar hvorrar í sínum bæjarhluta skipt
máli.
Börn sem fóru ekki á gjörgæsludeild dvöldu
á bráðamóttöku að meðaltali tvær klukkustundir
og 30 mínútur á árunum 2005-2008 og lengdist
dvalartíminn að meðaltali um 13 mínútur eftir
að brunameðferð flutti á Landspítala Fossvogi
um áramót 2005. Börn sem fóru á gjörgæsludeild
dvöldu að meðaltali í eina klukkustund og 45
mínútur á bráðamóttöku en á árunum 2000-
2005 fóru börn beint á gjörgæslu, án viðkomu á
bráðamóttöku. Dvalartíminn var ekki skráður
hjá um 39% bamanna. Mikilvægt er að börn séu
færð sem fyrst á meðferðardeild29 og skoða þarf
hvort það sé börnum í hag að stytta dvalartíma
á bráðamóttöku og setja viðmið um hvað gæti
talist viðunandi tími. Rannsóknir á dvalartíma
brunasjúklinga á slysadeildum fundust ekki til
samanburðar.
Á árunum 2005-2008 fækkaði ferðum barna á
skurðstofu til sárameðferða borið sama við árin
2000-2005. Bætt aðstaða til sára- og verkjameðferða
á Barnaspítala Hringsins, notkun silfurumbúða og
aukið aðgengi að sérhæfðumhjúkrunarfræðingum
skýra að einhverju leyti þá þróun að sárameðferð
á skurðstofu verður fátíðari. Auk þæginda fyrir
barn og foreldra má ætla að minni notkun á
skurðstofum lækki kostnað. Sjúklingar með
silfurumbúðir eingöngu voru of fáir til þess að
unnt væri að beita tölfræðilegum prófum til að
skoða árangur, svo sem áhrif á legutíma. Hlutfall
barna sem þurfti húðflutning (19%) var ívið hærra
en fram kemur í sambærilegri breskri rannsókn
(14,4%)8 en samanburður við erlendar rannsóknir
er erfiður því aldursviðmið og aðferðafræði eru
breytileg milli rannsókna og hópurinn í þessari
rannsókn er lítill.
Meðallegutími lengdist um sólarhring, eða
úr 12 dögum13 í 13 daga, en munurinn var
ekki marktækur. í evrópskum rannsóknum
er meðallegutími 5,5 til 22 dagar.6- 8' 2a 21 Ein
af ástæðum þess að legutími hefur ekki styst
hérlendis gæti verið breytt samfélagsgerð, eins og
tölur um innflytjendur benda til,17 og geta flóknar
félagslegar aðstæður fjölskyldunnar valdið því
að barni er haldið lengur á barnadeild en annars
væri. Hafa ber í huga að langur legutími er
ein ástæða þess að meðferð brunasjúklinga er
kostnaðarsöm.30
Styrkur þessarar rannsóknar er einkum sá að
öll börn á Islandi með alvarlega brunaáverka
á rannsóknartímanum voru þátttakendur.
Til að efla áreiðanleika gagnasöfnunar var
tvífarið yfir tæpan helming sjúkraskránna, auk
þess sem reyndir hjúkrunarfræðingar söfnuðu
gögnum. Veikleiki rannsóknarinnar er meðal
annars rannsóknarsniðið sem var afturskyggnt
og var skráning í sjúkraskrár í mörgum tilvikum
ónákvæm eða ekki til staðar. Ennfremur var
breytileiki milli einstaklinga mikill og hópurinn
lítill, sem gerði marktækni- og fylgniútreikninga
ekki mögulega.
Ályktun
Við teljum brýnt að auka öryggi barna inni á
heimilum og beina forvörnum sérstaklega að
áhættuhópum; börnum fjögurra ára og yngri,
bömum innflytjenda, bömum með skyntruflanir,
flogaveiki og hegðunarvanda og drengjum 13-16
ára. Fræðsla þarf að beinast að foreldrum, og ekki
síður að verðandi foreldrum og öðrum nákomnum.
Hitastýringarbúnaður fyrir neysluvatn ætti að
vera í öllu íbúðarhúsnæði. Skoða þarf ávinning
af því að takmarka aðgengi að skoteldum til
einkanota. Auka þarf fræðslu til almennings urn
mikilvægi kælingar á vettvangi. Efla þarf fyrsta
mat á útbreiðslu sára og greina þætti sem hafa
áhrif á dvalartíma á bráðamóttöku, innlagnir
á gjörgæsludeild og á legutíma. Skráningu í
sjúkraskrár þarf að bæta. Tímabært er að taka
upp samræmda skráningu lágmarksupplýsinga
fyrir brunaslys í sértækan gagnagrunn sem meðal
annars gæti eflt gæðaeftirlit og þjónustu við börn
með brunaáverka á íslandi.
Þakkir
Þakkir fá Örn Ólafsson tölfræðingur fyrir aðstoð
við tölfræðilega úrvinnslu, Ingibjörg Richter kerfis-
fræðingur, Fríða Ó. Ólafsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur og Anna María Þórðardóttir sérfræð-
ingur í bráðahjúkrun fyrir ráðgjöf. Samtök um
sárameðferð og B-hluti vísindasjóðs Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga fá þakkir fyrir veittan styrk.
Heimildir
1. Mock C, Peck M, Peden M, Krug E, eds. A WHO plan for
burn prevention and care. World Health Organization,
Geneva 2008.
688 LÆKNAblaðiö 2010/96