Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
35
30
25
20
íg
|l5
10
5
0
Mynd 1. Innlagnir barna á Landspítala lengur en í sólarhring vegna
brunaslysa árin 2000-2008 (n=149).
Mynd 2. Aldur og kyn barnafrá 0-18 ára sem dvöldu á Landspítala lengur
en sólarhring vegna brunaslysa 2000-2008 (n=149).
stöður þeirra öðrum vestrænum rannsóknum
hvað varðar kynjahlutfall, aldursdreifingu, slysa-
vettvang og orsakir. Niðurstöður erlendra rann-
sókna sýna að forvarnir með fræðslu og stjóm-
sýsluaðgerðum sem lögleiða hitastýringu á neyslu-
vatni leiða til fækkunar brunaslysa barna.6-15 Hér
á landi hafa forvarnir gegn brunaslysum verið
efldar síðustu ár og reglugerð sett um hámarkshita
á neysluvatni.16,17
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir
til að fylgjast með þróun brunaslysa og áhættu-
þáttum með faraldsfræðilegum rannsóknum og
kerfisbundinni skráningu.1 Miklar breytingar hafa
orðið á íslensku þjóðfélagi frá síðustu rannsókn
á brunaslysum barna og má nefna að börnum
innflytjenda hefur fjölgað ríflega fimmfalt.18
Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upp-
lýsinga um brunaslys barna sem lögðust inn á
Landspítala vegna brunaáverka á húð á tímabilinu
2000-2008. Leitað var svara við spurningunum
hvort þörf sé á að auka forvarnir og breyta
áherslum og endurskoða þætti í meðferð bama
með brunasár á Landspítala.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var lýsandi og afturskyggn og náði
til allra barna yngri en 18 ára sem lögðust inn
á Landspítala í sólarhring eða lengur vegna
brunaáverka á húð á árunum 2000-2008.
Meðferð bama með alvarlega brunaáverka
fer einungis fram á Landspítala. í ársbyrjun 2005
fluttist bráðamóttaka og gjörgæslumeðferð barna
með brunasár frá Landspítala Hringbraut yfir á
Landspítala Fossvogi og þaðan eru börnin send á
Barnaspítala Hringsins.
Að fengnu leyfi framkvæmdastjóra lækninga,
siðanefndar Landspítala og Persónuvemdar var
leitað einstaklinga sem höfðu fengið sjúkdóms-
greininguna brunaáverki samkvæmt ICD-10 kóð-
um. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám
og tvífarið yfir tæpan helming skránna (48%).
Eftirfarandi breytur vom skráðar: aldur við
innlögn (skráður í mánuðum hjá börnum tveggja
ára og yngri), dagsetning og tími, kyn, þjóðerni,
aðdragandi, vettvangur og brunavaldur flokkaðir
á eftirfarandi hátt; vatn úr neysluvatnslögn, heitt
vatn (pottar, hitakönnur), hveravatn, kaffi, te,
aðrir vökvar (mjólk, súpur, grautar, sósur), heitur
matur, eldur (gas, bensín, sprenging), skoteldar,
snertibruni, efnabruni og rafbruni. Skráð var
kæling á vettvangi, fyrsti viðkomustaður, hvort
slys var tilkynnt bamavemdaryfirvöldum, inn-
öndunaráverki, aðrir áverkar, staðsetning sára og
dýpt, og útbreiðsla sem hlutfall af líkamsyfirborði.
Upplýsingar um útbreiðslu voru teknar úr
útskriftamótu eða læknabréfi. Ef útbreiðsla var
tilgreind á grófu bili var miðgildið skráð. Skráður
var komutími á bráðamóttöku og á legudeild
eða gjörgæslu, legutími og endurinnlögn innan
30 daga. Á Landspítala em innlagnar- og út-
skriftardagur reiknaðir sem einn dagur og leyfi
eru reiknuð inn í heildarlegudaga.
Skráðar voru upplýsingar um sárameðferð
fyrstu þrjá sólarhringa, sýklalyf, húðflutning og
þá hversu löngu eftir slys (dagur slyss og dagur
húðflutnings meðtaldir), fjöldi ferða á skurðstofu
og tími á skurðstofu.
Unnið var með gögn í tölfræðiforritinu
Statistical Package for the Social Sciences (SPSS),
11. útgáfu, og niðurstöður birtar um tíðni,
meðaltöl, miðgildi, bil með hæsta og lægsta gildi
og staðalfrávik (sf). Mann-Whitney próf var notað
þegar breytur voru skoðaðar með tilliti til tímabila.
Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi
<0,05. Meðaltals árlegt nýgengi innlagna vegna
bmnaáverka var reiknað út frá miðársmannfjölda
sl7 ára á rannsóknartímabilinu.18 Hlutföll voru
reiknuð út frá fjölda þátttakenda í rannsókninni
(N=149) nema annað sé tekið fram.
684 LÆKNAblaðið 2010/96