Læknablaðið - 15.11.2010, Side 11
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Trausti
Óskarsson1
læknir
Ólafur Gísli
Jónsson12
barnalæknir
Jón R.
Kristinsson12
barnalæknir
Guðmundur K.
Jónmundsson1’2
barnalæknir
Jón Gunnlaugur
Jónasson2’34
meinafræðingur
Ásgeir
Haraldsson12
barnalæknir
Lykilorð: börn, krabbamein,
faraldsfræði, lifun.
1Barnaspítali Hringsins,
2læknadeild Háskóla
íslands, 3rannsóknarstofu
í meinafræði,
4Krabbameinsskrá íslands.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ásgeir Haraldsson,
Barnaspítala Hringsins,
Landspítala Hringbraut,
101 Reykjavík.
asgeirQlandspitali. is
Lifun og dánarorsakir barna sem
greindust með krabbamein á
íslandi 1981-2006
Ágrip
Inngangur: Um fjórðungur barna sem greinist
með krabbamein deyr vegna sjúkdóms síns eða
meðferðartengdra fylgikvilla. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna lifun og dánarorsakir
barna sem greinst hafa með krabbamein á Islandi.
Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýð-
grunduð og náði til allra einstaklinga yngri
en 18 ára sem greindust með krabbamein á
íslandi frá upphafi árs 1981 til loka ársins 2006.
Upplýsingum var safnað frá Krabbameinsskrá
Islands, sjúkraskrám og Hagstofu íslands.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust
279 böm með krabbamein á Islandi. Af þeim
voru 215 á lífi í lok árs 2008. Á tímabilinu var
fimm ára lifun 81,2% og 10 ára lifun 76,7%.
Ekki var marktækur munur á lifun milli kynja,
greiningartímabila, aldurs eða búsetu. Gæti það
skýrst af smæð þýðisins. Lifun var mismunandi
eftir krabbameinstegundum. Ellefu einstaklingar
greindust síðar með meðferðartengd krabbamein,
átta þeirra létust. Sextán þeirra 64 sem létust voru í
læknandi meðferð fram að andláti. Var dánarorsök
meðferðartengdir fylgikvillar hjá 12 úr þeim hópi.
Ályktun: Horfur barna og unglinga á Islandi
með krabbamein eru sambærilegar við önnur
vestræn ríki. Horfur eru mun verri í meðferðar-
tengdum krabbameinum samanborið við frum-
krabbamein. Meðferðartengdir fylgikvillar eru
algengasta dánarorsök ef krabbameinsmeðferð er
gefin með læknanlegum tilgangi.
Inngangur
Hjá vestrænum þjóðum er krabbamein algengasta
sjúkdómstengda dánarorsökin hjá börnum eftir
fyrsta aldursárið.1-2 Á íslandi er árlegt aldurs-
staðlað nýgengi 14,5 af 100.000 börnum yngri en
18 ára og hefur það ekki breyst á síðustu þremur
áratugum.3
Árangur krabbameinsmeðferðar hjá bömum
er ein af velgengnisögum nútímalæknisfræði.
Framfarir í krabbameinsmeðferð voru miklar á
sjötta og sjöunda áratugnum en á þeim tíma jókst
lifun hjá þessum bömum úr um 35% upp í allt
að 70%.4 Munaði þar mest um bætta meðferð við
hvítblæði. Þennan góða árangur má fyrst og fremst
þakka framfömm í krabbameinslyfjameðferð,
beinmergsskiptum og bættri stuðningsmeðferð.5
Talið er að um 75% barna sem greinast með
krabbamein á Vesturlöndum læknist nú af þeim.6
Árangur á Norðurlöndunum, þar með talið á
Islandi, hefur á undanförnum árum verið með því
besta sem þekkist í heiminum.7
Horfur eru mjög mismunandi eftir tegund
krabbameins. Rákvöðvasarkmein (rhabdomyo-
sarcoma), taugakímfrumnaæxli (neuroblastoma)
og heilastofnsæxli (brain stem glioma) hafa
til dæmis mun verri horfur en bráðaeitil-
frumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukemia),
lággráðu stjarnfrumnaæxli (low grade astrocy-
toma) í heilahveli og sjónkímfrumnaæxli (retino-
blastoma).6,8 Að auki fer það eftir vefjafræðilegri
stigun, dreifingu og áhættustigi krabbameinsins
hverjar horfurnar eru.’1
Ástæður þess að börn látast úr krabbameini
eru mismunandi, allt frá beinum áhrifum
krabbameinsins, eins og æxlisvaxtar í heila eða
brjóstholi, eða meðferðartengdar ástæður eins og
sýkingar og blæðingar. Andlát á fyrstu 30 dögum
eftir greiningu eru sjaldgæf nú orðið en dæmi eru
um að börn greinist með krabbamein skömmu
fyrir eða jafnvel eftir andlát.10 Helstu orsakir fyrir
snemmkomnu andláti eru sýkingar, blæðingar og
aukaverkanir meðferðar.11'12
Langvinnir fylgikvillar krabbameinsmeðferð-
ar í æsku eru algengir.13'15 Meðferðartengd krabba-
mein eru meðal þeirra alvarlegustu og geta komið
upp mörgum árum eftir að krabbameinsmeðferð
lýkur.16'19 Algengustu tegundir meðferðartengdra
krabbameina sem greinast á bamsaldri eru bráða-
mergfrumuhvítblæði (acute myeloid leukemia),
sarkmein í beinum og mjúkvefjum og mið-
taugakerfisæxli, en ef meðferðartengd krabbamein
greinast á fullorðinsaldri eru brjóstakrabbamein
og skjaldkirtilskrabbamein algengust.16'20 Horfur
meðferðartengdra krabbameina hjá börnum eru
mun verri en frumkrabbameina og eru þau
algengasta sjúkdómstengda dánarorsökin hjá
þessum hópi.18'21
Áður hafa greinarhöfundar birt rannsókn á
nýgengi krabbameina hjá bömum á íslandi.3
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna
LÆKNAblaðið 2010/96 675