Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Tafla I. Þyngdaraukning á meðgöngu hjá ofþungum konum og konum með offitu borin saman við viðmiðunarhóp. Kjörþyngd Ofþyngd Offita ÞS 19-24,9 ÞS 25,0-29,9 ÞS ^30 n=300 n=150 n=150 13,7 kg ± 0,28* 13,3 kg± 0,36 9,8 kg ± 0,39* ÞS: þyngdarstuðull, *p: <0,0001 Þátttakendur og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn tilfellaviðmiðunar- rannsókn. Tilskilin leyfi voru fengin hjá Persónu- vernd og siðanefnd Landspítala. Farið var yfir mæðraskrár allra kvenna sem fæddu einbura á kvennadeild Landspítala frá 1.1. 2003 til 31.12. 2003. Upplýsingum var safnað um 600 konur sem skipt var í þrjá hópa eftir þyngdarstuðli (ÞS) sem reiknaður var út frá hæð og þyngd við fyrstu mæðraskoðun (oftast við 12 vikur en ávallt fyrir 20 vikna meðgöngu). Fyrir hverja konu með offitu (ÞS a30 kg/m2) voru valdar sem viðmið annars vegar tvær konur í kjörþyngd (ÞS 19-24,9 kg/m2) og hins vegar ein kona í yfirþyngd (ÞS a25-29,9 kg/m2). Viðmiðin voru pöruð með tilliti til aldurs, fjölda fæðinga, kyns barns og meðgöngulengdar. Viðmið fyrir langvinnan háþrýsting, meðgönguháþrýsting og meðgöngueitrun voru valin samkvæmt skilgreiningu National Institute of Health.31 Við skilgreiningu á meðgöngusykursýki voru notuð Fylgikvillar á meðgöngu ■ Kjðrþyngd □ Ofþyngd Q Offita Langvinnur Meðgöngu Meðgongueitrun Meðgöngu Stoð- og háþrýstingur háþrýstingur sykursýki grindarverkir 'p<0,05; ** p<0,01; * ** p<0,001 Tafla II. Tíðni fylgikvilla á meðgöngu hjá konum íkjörþyngd, ofþyngd og með offitu. Kjörþyngd ÞS 19-24,9 n=300 Ofþyngd ÞS 25-29,9 n=150 Offita ÞS >30 n=150 Áhættuhlutfall (95% vikmörk) Langvinnur háþrýstingur 2,3%*** 4,0% 10,0%*** 4,6 (1,9-12,4) Meðgönguháþrýstingur 1,3%* 2,0% 4,7%* 3,6 (1,08-14,01) Meðgöngueitrun 3,7%** 3,3% 10,0%** 2,9 (1,31-6,68) Meðgöngusykursýki 1,3%*** 2,7% 10,0%*** 8,2 (2,92-29,3) Stoð- og grindarverkir 4,3%* 5,3% 9,3%* 2,2 (1,04-5,02) ÞS: Þyngdarstuðull; *p<0,05; *p<0,01; ***p<0,001; Samanburður á konum í kjörþyngd og of feitum konum. Mynd 1. Fylgikvillar A meðgöngu. Samanburður kvenna í kjörþyngd, ofþyngd og með offitu. skilmerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar með 75 g sykurþolprófi á meðgöngu og sykursýki greind ef fastandi blóðsykur var a6,l mmól/L og/ eða ef blóðsykur var s7,8 mmól/L eftir inntöku glúkósa.32 Upplýsingum var safnað um þyngd móður við upphaf og lok meðgöngu, háþrýsting fyrir eða á meðgöngu, meðgöngusykursýki, stoð- og grindarverki á meðgöngu, um fæðingarmáta, hvort fæðing hafi verið framkölluð, hvort fæðing var um leggöng, með eða án áhalda (sogklukku eða töng), eða með keisaraskurði, hvort axla- klemma hafi orðið, hvort gerður var spangar- skurður eða hvort spangarrifa varð og þá skráð stigun rifu.33 Konur sem reyktu voru útilokaðar frá þátttöku vegna þekktra fylgikvilla á með- göngu tengdum reykingum. Upplýsingum var safnað um lengd barna, höfuð- ummál og þyngd við fæðingu, ásamt Apgar-stigum við eina og fimm mínútur eftir fæðingu. Ef barn var lagt inn á nýburagjörgæsludeild var það skráð ásamt ástæðu innlagnar. Þungburi var skilgreindur sem bam með fæðingarþyngd a4500 g. Tölfræðiúrvinnsla var gerð með tölfræðifor- ritunum JMP 5.0.1. og SPSS. Við tölfræðiút- reikninga var notað ANOVA-próf þegar bomar voru saman samfelldar breytur milli hóp- anna, en kí-kvaðrat þegar bomar voru saman ósamfelldar breytur. Aðhvarfsgreiningar fyrir tvíflokkunarbreytu (dependent variable is dicho- tomous, logistic regression) módel vom gerð þegar könnuð voru áhrif þyngdarstuðuls á fæðingu með bráðakeisaraskurði þar sem leið- rétt var fyrir fjölda fyrri fæðinga, framköllun fæðingar, meðgöngusykursýki og meðgöngu- eitrun. Áhrif þyngdarstuðuls á tíðni innlagnar á nýburagjörgæslu voru könnuð með sömu aðferð og leiðrétt fyrir bráðakeisaraskurði, lang- vinnum háþrýstingi, meðgöngueitrun og meðgönguháþýstingi. Áhrif þyngdarstuðuls á fæðingarþyngd var könnuð með aðhvarfs- greiningu þar sem leiðrétt var fyrir með- göngulengd, fjölda fyrri fæðinga, meðgöngu- eitrun, meðgönguháþrýsting og meðgöngu- sykursýki. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi s0,05. Niðurstöður eru gefnar sem prósenta af heildarfjölda hópsins og sem hlutfallsleg áhættuaukning (Odds Ratio; OR). Öryggisbil (Confidence interval; CI) var miðað við 95%. Niðurstöður Upplýsingum var safnað um 150 of feitar konur, 150 konur í yfirþyngd og 300 konur í kjörþyngd. Hópamir voru sambærilegir með tilliti til aldurs móður, fjölda fyrri fæðinga, meðgöngulengdar 692 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.