Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Áhrif þyngdar verðandi mæðra á meðgöngu, fæðingu og nýbura Ólöf Jóna Elíasdóttir1 deildarlæknir Hildur Harðardóttir1'2 fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Þórður Þórkelsson1’3 barnalæknir Lykilorð: meðganga, fæðing, ofþyngd, offita, nýburi. Ágrip Tilgangur: Að kanna tíðni fylgikvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýburum kvenna í kjörþyngd, of þungra og of feitra við upphaf meðgöngu. Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin er aftur- skyggn og tilfellaviðmiðuð. Upplýsingum um þyngd við upphaf meðgöngu var safnað hjá 600 konum; þar af voru 300 í kjörþyngd (þyngdarstuðull (ÞS) 19,0-24,9), 150 of þungar (ÞS 25,0-29,9) og 150 of feitar (ÞS a30). Tíðni fylgikvilla var borin saman milli hópanna. Niðurstöður: Of feitar konur eru líklegri til að hafa langvinnan háþrýsting (p<0,001) fyrir þungun, fá meðgönguháþrýsting (p=0,03), með- göngueitrun (p=0,007), meðgöngusykursýki (p<0,001), einkenni frá stoðkerfi (p=0,04), að framkalla þurfi fæðingu (p=0,006) og að fæða með keisaraskurði (p<0,001), bæði bráða- (p=0,012) og valkeisaraskurði (p=0,008), samanborið við mæður í kjörþyngd og ofþyngd. Nýburar of feitra kvenna eru þyngri (p=0,004), með stærra höfuðummál (p<0,001) og eru oftar lagðir inn á nýburagjörgæslu (p=0,004) en börn mæðra í kjörþyngd og ofþyngd. Ályktun: Offita hefur óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og bama þeirra. Áhrifin koma fram á meðgöngu, í fæðingu og hjá bömum þeirra. Mikilvægt er að konur á bameignaraldri fái upplýsingar um hvaða áhrif offita hefur á meðgöngu, fæðingu og nýbura. Inngangur Ofþyngd og offita em vaxandi vandamál hér á landi líkt og í öðmm vestrænum löndum og eru konur á bameignaraldri þar ekki undanskildar.1 Samkvæmt upplýsingum úr hand- bók Hjartaverndar er algengi þyngdarstuðuls yfir 25 kg/m2 um 28% fyrir konur á aldrinum 20-29 ára, 42% fyrir konur 30-39 ára og 55% fyrir konur 40-49 ára.2 Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofþyngd og offita verðandi mæðra getur haft neikvæð áhrif á meðgöngu, fæðingu og nýburaA8 Sýnt hefur verið fram á að of feitar konur eru líklegri til að vera með háþrýsting fyrir þungun og þær eru einnig líklegri til að fá háþrýsting á meðgöngu og fá frekar meðgöngueitrun en konur í kjör- þyngd.3,913 Meðgöngusykursýki er hins vegar algengasti fylgikvilli ofþyngdar/offitu þungaðra kvenna.11' 1416 Ómeðhöndluð sykursýki á með- göngu getur haft í för með sér óhóflega þyngdar- aukningu barns, legvatn verður of mikið (poly- hydramnion) auk vandamála við fæðingu og á nýburaskeiði.3'1 17•18 Offita móður, án meðgöngusykursýki, hefur verið tengd fæðingum þungbura3 en þungburi er yfirleitt skilgreindur sem barn með fæð- ingarþyngd &4500 g.19 Konur í ofþyngd og með offitu eru líklegri til að þurfa inngrip í fæðingu, svo sem framköllun fæðingar,10 fæðingu með keisaraskurði1'3'14'15 og fæðingu með sogklukku eða töng10'20'21 samanborið við konur í kjörþyngd. Þungburar hafa verri horfur síðar á ævinni hvað varðar líkur á offitu og sjúkdómum tengdum henni.22, 23 Framköllun fæðingar og fæðing með keisaraskurði eru algengari hjá of feitum konum en konum í kjörþyngd.3, u'16'24-26 Líkur á axla- klemmu í fæðingu aukast ef barn er þungburi27 og blóðsykurfall á nýburaskeiði er algengara, einkum ef móðirin hefur sykursýki.1-3'14'17'18'25 Böm sykursjúkra kvenna hafa auknar líkur á axla- klemmu samanborið við jafn þung böm kvenna án sykursýki.28 Offita mæðra hefur hins vegar ekki jafn skýr tengsl við skaða á fæðingarvegi, axla- klemmu barns, lágt Apgarstig, blóðsykurfall barns og þörf fyrir innlögn barns á nýburagjörgæslu.3'10' 11,16, 24,29 Vandamál of þungra kvenna tengd meðgöngu em einnig til staðar fyrir þungun, því frjósemi er skert og tíðni fósturláta er aukin.30 Tíðni fóstur- galla er aukin hjá fóstrum of þungra kvenna, eink- um eru það gallar í miðtaugakerfi, svo sem klofinn hryggur og hjartagallar, auk fjölkerfa fóstur- galla.6 Þar sem nýgengi ofþyngdar og offitu fer vax- andi hér á landi ákváðum við að skoða fylgikvilla meðal of þungra og of feitra kvenna á meðgöngu og í fæðingu og kanna áhrif þeirra á fæðingar- þyngd nýbura og tíðni fylgikvilla á nýburaskeiði. LÆKNAblaðið 2010/96 691
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.