Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 27

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 27
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Áhrif þyngdar verðandi mæðra á meðgöngu, fæðingu og nýbura Ólöf Jóna Elíasdóttir1 deildarlæknir Hildur Harðardóttir1'2 fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Þórður Þórkelsson1’3 barnalæknir Lykilorð: meðganga, fæðing, ofþyngd, offita, nýburi. Ágrip Tilgangur: Að kanna tíðni fylgikvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýburum kvenna í kjörþyngd, of þungra og of feitra við upphaf meðgöngu. Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin er aftur- skyggn og tilfellaviðmiðuð. Upplýsingum um þyngd við upphaf meðgöngu var safnað hjá 600 konum; þar af voru 300 í kjörþyngd (þyngdarstuðull (ÞS) 19,0-24,9), 150 of þungar (ÞS 25,0-29,9) og 150 of feitar (ÞS a30). Tíðni fylgikvilla var borin saman milli hópanna. Niðurstöður: Of feitar konur eru líklegri til að hafa langvinnan háþrýsting (p<0,001) fyrir þungun, fá meðgönguháþrýsting (p=0,03), með- göngueitrun (p=0,007), meðgöngusykursýki (p<0,001), einkenni frá stoðkerfi (p=0,04), að framkalla þurfi fæðingu (p=0,006) og að fæða með keisaraskurði (p<0,001), bæði bráða- (p=0,012) og valkeisaraskurði (p=0,008), samanborið við mæður í kjörþyngd og ofþyngd. Nýburar of feitra kvenna eru þyngri (p=0,004), með stærra höfuðummál (p<0,001) og eru oftar lagðir inn á nýburagjörgæslu (p=0,004) en börn mæðra í kjörþyngd og ofþyngd. Ályktun: Offita hefur óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og bama þeirra. Áhrifin koma fram á meðgöngu, í fæðingu og hjá bömum þeirra. Mikilvægt er að konur á bameignaraldri fái upplýsingar um hvaða áhrif offita hefur á meðgöngu, fæðingu og nýbura. Inngangur Ofþyngd og offita em vaxandi vandamál hér á landi líkt og í öðmm vestrænum löndum og eru konur á bameignaraldri þar ekki undanskildar.1 Samkvæmt upplýsingum úr hand- bók Hjartaverndar er algengi þyngdarstuðuls yfir 25 kg/m2 um 28% fyrir konur á aldrinum 20-29 ára, 42% fyrir konur 30-39 ára og 55% fyrir konur 40-49 ára.2 Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofþyngd og offita verðandi mæðra getur haft neikvæð áhrif á meðgöngu, fæðingu og nýburaA8 Sýnt hefur verið fram á að of feitar konur eru líklegri til að vera með háþrýsting fyrir þungun og þær eru einnig líklegri til að fá háþrýsting á meðgöngu og fá frekar meðgöngueitrun en konur í kjör- þyngd.3,913 Meðgöngusykursýki er hins vegar algengasti fylgikvilli ofþyngdar/offitu þungaðra kvenna.11' 1416 Ómeðhöndluð sykursýki á með- göngu getur haft í för með sér óhóflega þyngdar- aukningu barns, legvatn verður of mikið (poly- hydramnion) auk vandamála við fæðingu og á nýburaskeiði.3'1 17•18 Offita móður, án meðgöngusykursýki, hefur verið tengd fæðingum þungbura3 en þungburi er yfirleitt skilgreindur sem barn með fæð- ingarþyngd &4500 g.19 Konur í ofþyngd og með offitu eru líklegri til að þurfa inngrip í fæðingu, svo sem framköllun fæðingar,10 fæðingu með keisaraskurði1'3'14'15 og fæðingu með sogklukku eða töng10'20'21 samanborið við konur í kjörþyngd. Þungburar hafa verri horfur síðar á ævinni hvað varðar líkur á offitu og sjúkdómum tengdum henni.22, 23 Framköllun fæðingar og fæðing með keisaraskurði eru algengari hjá of feitum konum en konum í kjörþyngd.3, u'16'24-26 Líkur á axla- klemmu í fæðingu aukast ef barn er þungburi27 og blóðsykurfall á nýburaskeiði er algengara, einkum ef móðirin hefur sykursýki.1-3'14'17'18'25 Böm sykursjúkra kvenna hafa auknar líkur á axla- klemmu samanborið við jafn þung böm kvenna án sykursýki.28 Offita mæðra hefur hins vegar ekki jafn skýr tengsl við skaða á fæðingarvegi, axla- klemmu barns, lágt Apgarstig, blóðsykurfall barns og þörf fyrir innlögn barns á nýburagjörgæslu.3'10' 11,16, 24,29 Vandamál of þungra kvenna tengd meðgöngu em einnig til staðar fyrir þungun, því frjósemi er skert og tíðni fósturláta er aukin.30 Tíðni fóstur- galla er aukin hjá fóstrum of þungra kvenna, eink- um eru það gallar í miðtaugakerfi, svo sem klofinn hryggur og hjartagallar, auk fjölkerfa fóstur- galla.6 Þar sem nýgengi ofþyngdar og offitu fer vax- andi hér á landi ákváðum við að skoða fylgikvilla meðal of þungra og of feitra kvenna á meðgöngu og í fæðingu og kanna áhrif þeirra á fæðingar- þyngd nýbura og tíðni fylgikvilla á nýburaskeiði. LÆKNAblaðið 2010/96 691

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.