Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 54
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
LÆKNALÖG
Og í umsögn dagsettri 13. ágúst 2009 segir:
„Læknafélag íslands lýsir sig andvígt því að
læknalög verði úr gildi felld. LÍ vill ekki fetta
fingur út í það, ef lagabætur vegna annarra
heilbrigðisstétta teljast nauðsynlegar. Engin brýn
nauðsyn sýnist hins vegar til þess að endurskoða
eða fella niður læknalög í því skyni."
Síðar segir: „Sýnist ráðuneytinu stefna í óefni
með fjölda löggiltra heilbrigðisstétta, má benda á,
að einn lagabálkur fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn
er ólíklegur til að draga úr vanda ráðuneytisins í
þeim efnum."
Hjúkrunarfræðingar mótfallnir
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er sama sinnis,
en í umsögn þess frá 27. nóvember 2009 segir:
„Stjórn Fíh tekur undir það sjónarmið sem fram
kemur í umsögn Læknafélags Islands dagsettri 13.
ágúst 2009 að ef fjöldi heilbrigðisstétta er kveikjan
að hugmynd um setningu einna sameiginlegra
laga um heilbrigðistarfsmenn, þá sé nær að hafa
fækkun löggildra heilbrigðisstétta að leiðarljósi
við setningu laga um heilbrigðisstarfsmenn
fremur en að fella brott sérlög sem setja heil-
brigðisstéttum skýran ramma."
í umsögn Fíh segir ennfremur: „Á það skal bent
að í umræddu frumvarpi er enginn greinarmunur
gerður á fagstéttum með langt háskólanám að
baki og starfsstéttum sem lokið hafa námi á
framhaldsskólastigi. Slík aðgreining er nauðsynleg
með tilliti til eðlis starfa og ábyrgðar."
í umsögn sinni leggst stjórn Fíh ennfremur
alfarið gegn því að hjúkrunarlög nr 8/1974 verið
felld brott.
Hvergi minnst á skottulækningar
Læknaráð Landspítala tekur í sama streng í
umsögn sinni frá 26. nóvember 2009. Þar segir:
„Læknaráð Landspítala telur það bæði óheppi-
legt og ónauðsynlegt að afnema læknalög en í
„Hagsmunum sjúklinga er betur borgið með sértækum
lögum um lækna heldur en með rammalöggjöf sem
tekur til 33 ólíkra starfsstétta, sem sumar hverjar
hafa litla aðkomu að hefðbundinni læknisfræðilegri
greiningu og meðferð.“
Læknaráð Landspítala 26. nóv. 2009
þeim er ágæt grein gerð fyrir ábyrgð, skyldum
og réttindum. Læknar gegna lykilhlutverki í
heilbrigðiskerfinu þar sem þeir bera ábyrgð
á greiningu, meðferð og eftirliti sjúklinga og
langstærstur hluti heilbrigðisútgjalda fellur til
vegna ákvarðana sem læknar taka. Læknalög frá
árinu 1988 eru mun afdráttarlausari hvað varðar
skyldur lækna við sjúklinga sína, en hið nýja
frumvarp. Þannig telur læknaráðið að hagsmunum
sjúklinga sé betur borgið með sértækum lögum
um lækna heldur en með rammalöggjöf sem tekur
til 33 ólíkra starfsstétta, sem sumar hverjar hafa
litla aðkomu að hefðbundinni læknisfræðilegri
greiningu og meðferð."
Þá bendir læknaráð á að í læknalögunum
er kafli um skottulækningar þar sem þær eru
afdráttarlaust bannaðar. „Þetta verður að teljast
afar mikilvægt vegna sívaxandi framboðs af
efnum og „meðferðum" sem ýmsir ófaglærðir
aðilar bjóða fram."
Undir þetta tekur stjóm LÍ í síðustu umsögn
sinni af mörgum í gegnum árin, dagsettri 27. ágúst
2010 og gerir þar efnislegar athugasemdir við
einstakar greinar frumvarpsins en ítrekar þó fyrra
sjónarmið um læknalögin með þeim orðum að
„fyrsta ósk Læknafélagsins er því sú að núverandi
læknalögum verði bætt inn í lagafrumvarpið sem
sérstökum kafla. Sé ekki meirihluti nefndarmanna
fylgjandi því þá leggur Læknafélagið fram
tillögur um breytingar á sjö greinum núverandi
frumvarps."
Tónninn í þessari síðustu athugasemd ber með
sér að stjórn Læknafélagsins er orðin nær úrkula
vonar um að læknalögin öðlist framhaldslíf og
því sé illskást að bjarga því sem bjargað verður og
vonast eftir lagfæringum á frumvarpinu sem fyrir
liggur.
Samræming og einföldun
Höfundar frumvarpsins telja það framför og
einföldun frá því lagaumhverfi sem nú ríkir. í
skýringum með frumvarpinu segir: „Megin-
tilgangurinn með rammalöggjöf um réttindi
og skyldur heilbrigðisstarfsmanna er að sam-
ræma og einfalda gildandi ákvæði um heil-
brigðisstarfsmenn, tryggja gæði heilbrigðis-
þjónustu og öryggi sjúklinga með því að skilgreina
kröfur til heilbrigðisstarfsmanna. Ákvæði um
heilbrigðisstarfsmenn eru gerð markvissari og
hnitmiðaðri en áður, felldar brott ónauðsynlegar
takmarkanir á starfssviði heilbrigðisstétta og þau
færð til nútímahorfs þannig að heilbrigðisþjónust-
718 LÆKNAblaðið 2010/96