Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 23

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 23
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR á skurðstofu 76 eða 0,88 ferðir á hvem sjúkling (n=86) og á síðari hluta tímabilsins var 31 ferð á skurðstofu eða 0,5 ferðir á hvern sjúkling (n=63). Miðgildið fyrir dvalartíma á skurðstofu í hverri ferð var 204 mínútur (sf 337; bil 42-1200). Umræða Rannsókn þessi náði til allra barna sem dvöldu á Landspítala vegna brunaáverka á húð á níu ára tímabili. Niðurstöður benda til að nýgengi innlagna barna vegna brunaáverka á tímabilinu hafi lækkað frá fyrri rannsókn14 eða úr 30,4/100 000 í 21/100 000. Fyrir börn yngri en fimm ára er breytingin meiri eða úr 78,6/100 000 böm19 í 32,3/100 000 en það er lágt samanborið við önnur lönd.3-20-21 Þennan árangur má mögulega rekja til aukinna forvarna16-17 og þar á meðal til meiri notkunar á hitastýringarbúnaði heldur en var fyrmm. Hins vegar benda niðurstöður til þess að frekari aðgerða sé þörf hjá ákveðnum hópum barna og má þar nefna börn með áhættuþætti, unglingsdrengi og börn innflytjenda. Rannsóknin leiddi í ljós að tíðni brunaslysa meðal bama af erlendum uppruna var mun hærri en hjá rannsóknarhópnum í heild og hefur álíka þróun verið lýst erlendis.5' 22 Skoða þarf hvernig best megi koma fræðslu og öðrum forvarnaraðgerðum til þessa hóps og meta hvort félagslegar aðstæður og þar með talið ástand íbúðarhúsnæðis hafi áhrif á slysatíðni. Hjá meirihluta bama fjögurra ára og yngri var heitt vatn og heitir vökvar ástæða brunans (71,6%), sem rímar við aðrar rannsóknir.3'8'13-19'22-24 Vatn úr neysluvatnslögn hérlendis getur verið á bilinu 70-75 gráðu heitt17 og er vitað að 55 gráðu heitt vatn getur valdið djúpum bruna á 20-30 sekúndum hjá ungum börnum. Tíðni bmnaslysa af völdum neysluvatns er á bilinu 14-43% í erlendum rannsóknum6'8'20'22 en í okkar rannsókn reyndist neysluvatn vera orsök brunaslysa í 12,9% tilvika, borið saman við 15,2% í rannsókn Ragnheiðar Elísdóttur og félaga, þó svo munurinn teljist ekki marktækur. Þessar niðurstöður benda til þess að hér á landi sé tíðni brunaslysa hjá börnum vegna neysluvatns sambærileg því sem lægst gerist erlendis. Brunaslysum af völdum skotelda fjölgaði marktækt, eða úr 5,5%13í 17,6% (p<0,0001). Einnig fjölgaði hlutfallslega þeim slysum sem tengdust fikti með gas og bensín úr 5,2%13 í 14,9% og voru öll þessi slys algengust hjá drengjum á aldrinum 13-16 ára. Skýringar á fjölgun slysa vegna skotelda eru ekki augljósar en hugsanlega er aðgengi að slíkum varningi betra nú en áður var. Þessar niðurstöður benda til að auka þurfi fræðslu til barna, unglinga og forráðamanna um skaðsemi skotelda og fikts með eldfim efni og íhuga hvort banna eigi aðgang að skoteldum til einkanota á sama hátt og samtök bandarískra barnalækna hafa lagt til.25 Augnslys voru ekki tekin með í þessa rannsókn þegar ekki fylgdi áverki á húð og eru innlagnir af völdum skotelda því fleiri en hér kemur fram. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til að flogaveiki,26 athyglisbrestur og ofvirkni27 séu áhættuþættir varðandi brunaslys. í rannsókninni voru 11,4% barna með skyntruflanir, flogaveiki eða ofvirkni. Ætla má að forvarnir sem beinast að þessum hópi barna gætu skilað árangri. Grunur um vanrækslu eða ofbeldi var til staðar í 3,4% tilvika, sem er lág tala borið saman við erlendar rannsóknir.28 Vönduð lýsing á aðdraganda og umgjörð brunaslysa barna og nákvæm fyrsta skoðun eykur líkur á að orsakir eins og vanræksla og ofbeldi séu greindar, og ættu brunasár af völdum neysluvatns á rassi, spangarsvæði eða útlimum, einkum á báðum fótum, að vekja grunsemdir. Ofangreindir þættir tengdir brunaáverkum hafa ekki verið skoðaðir fyrr hérlendis. Dreifing slysa eftir aldri hefur lítið breyst frá fyrri rannsóknum.12'13 Brunaslys voru algengust hjá bömum fjögurra ára og yngri en börn í þessum aldursflokki voru 41,6% af öllum hópnum. Hjá börnum tveggja ára og yngri voru slysin tíðust við 16 mánaða aldur. Börn voru oftast í gæslu foreldra og stödd í eldhúsi þegar slysið varð, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir.4"6'22 Þessar niðurstöður árétta mikilvægi þess að öryggi ungra barna inni á heimilum sé í stöðugri endurskoðun og að foreldrum og forráðamönnum sé leiðbeint um áhættumat og úrbætur. Upplýsingar um fyrstu meðferð á vettvangi voru einungis skráðar hjá 100 börnum (67%) og vom sár kæld í 78% skráðra tilvika, sem er svipað hlutfall og kom fram í ástralskri rannsókn,23 en þar sem upplýsingar um meðferð á vettvangi voru ekki til staðar hjá 33% barna er óvarlegt að fullyrða um þekkingu almennings á mikilvægi kælingar við bruna. Útbreiðsla áverka var ekki skráð hjá 12 börnum (8,1%) og einnig var í mörgum tilvikum verulegt ósamræmi milli mats á útbreiðslu við innlögn og upplýsinga í útskriftarnótum og læknabréfum. Þegar brunaáverki er ofáætlaður er meðal annars hætta á yfirvökvun og eru ung börn í sérstakri áhættu og fram hefur komið verulegt van- eða ofmat á útbreiðslu sára hjá börnum.7 Nákvæm greining á útbreiðslu sára er mikilvæg, meðal annars fyrir mat á vökvaþörf og hvort innlögn á gjörgæslu sé nauðsynleg. LÆKNAblaðið 2010/96 687

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.