Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR 35 30 25 20 íg |l5 10 5 0 Mynd 1. Innlagnir barna á Landspítala lengur en í sólarhring vegna brunaslysa árin 2000-2008 (n=149). Mynd 2. Aldur og kyn barnafrá 0-18 ára sem dvöldu á Landspítala lengur en sólarhring vegna brunaslysa 2000-2008 (n=149). stöður þeirra öðrum vestrænum rannsóknum hvað varðar kynjahlutfall, aldursdreifingu, slysa- vettvang og orsakir. Niðurstöður erlendra rann- sókna sýna að forvarnir með fræðslu og stjóm- sýsluaðgerðum sem lögleiða hitastýringu á neyslu- vatni leiða til fækkunar brunaslysa barna.6-15 Hér á landi hafa forvarnir gegn brunaslysum verið efldar síðustu ár og reglugerð sett um hámarkshita á neysluvatni.16,17 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að fylgjast með þróun brunaslysa og áhættu- þáttum með faraldsfræðilegum rannsóknum og kerfisbundinni skráningu.1 Miklar breytingar hafa orðið á íslensku þjóðfélagi frá síðustu rannsókn á brunaslysum barna og má nefna að börnum innflytjenda hefur fjölgað ríflega fimmfalt.18 Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upp- lýsinga um brunaslys barna sem lögðust inn á Landspítala vegna brunaáverka á húð á tímabilinu 2000-2008. Leitað var svara við spurningunum hvort þörf sé á að auka forvarnir og breyta áherslum og endurskoða þætti í meðferð bama með brunasár á Landspítala. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var lýsandi og afturskyggn og náði til allra barna yngri en 18 ára sem lögðust inn á Landspítala í sólarhring eða lengur vegna brunaáverka á húð á árunum 2000-2008. Meðferð bama með alvarlega brunaáverka fer einungis fram á Landspítala. í ársbyrjun 2005 fluttist bráðamóttaka og gjörgæslumeðferð barna með brunasár frá Landspítala Hringbraut yfir á Landspítala Fossvogi og þaðan eru börnin send á Barnaspítala Hringsins. Að fengnu leyfi framkvæmdastjóra lækninga, siðanefndar Landspítala og Persónuvemdar var leitað einstaklinga sem höfðu fengið sjúkdóms- greininguna brunaáverki samkvæmt ICD-10 kóð- um. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám og tvífarið yfir tæpan helming skránna (48%). Eftirfarandi breytur vom skráðar: aldur við innlögn (skráður í mánuðum hjá börnum tveggja ára og yngri), dagsetning og tími, kyn, þjóðerni, aðdragandi, vettvangur og brunavaldur flokkaðir á eftirfarandi hátt; vatn úr neysluvatnslögn, heitt vatn (pottar, hitakönnur), hveravatn, kaffi, te, aðrir vökvar (mjólk, súpur, grautar, sósur), heitur matur, eldur (gas, bensín, sprenging), skoteldar, snertibruni, efnabruni og rafbruni. Skráð var kæling á vettvangi, fyrsti viðkomustaður, hvort slys var tilkynnt bamavemdaryfirvöldum, inn- öndunaráverki, aðrir áverkar, staðsetning sára og dýpt, og útbreiðsla sem hlutfall af líkamsyfirborði. Upplýsingar um útbreiðslu voru teknar úr útskriftamótu eða læknabréfi. Ef útbreiðsla var tilgreind á grófu bili var miðgildið skráð. Skráður var komutími á bráðamóttöku og á legudeild eða gjörgæslu, legutími og endurinnlögn innan 30 daga. Á Landspítala em innlagnar- og út- skriftardagur reiknaðir sem einn dagur og leyfi eru reiknuð inn í heildarlegudaga. Skráðar voru upplýsingar um sárameðferð fyrstu þrjá sólarhringa, sýklalyf, húðflutning og þá hversu löngu eftir slys (dagur slyss og dagur húðflutnings meðtaldir), fjöldi ferða á skurðstofu og tími á skurðstofu. Unnið var með gögn í tölfræðiforritinu Statistical Package for the Social Sciences (SPSS), 11. útgáfu, og niðurstöður birtar um tíðni, meðaltöl, miðgildi, bil með hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik (sf). Mann-Whitney próf var notað þegar breytur voru skoðaðar með tilliti til tímabila. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi <0,05. Meðaltals árlegt nýgengi innlagna vegna bmnaáverka var reiknað út frá miðársmannfjölda sl7 ára á rannsóknartímabilinu.18 Hlutföll voru reiknuð út frá fjölda þátttakenda í rannsókninni (N=149) nema annað sé tekið fram. 684 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.