Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2012, Page 11

Læknablaðið - 15.01.2012, Page 11
RANNSÓKN Árangur kransæðahjáveituaðgerða og ósæðarlokuskipta hjá öldruðum Martin Ingi Sigurðsson1'23 læknir, Sólveig Helgadóttir’ læknir, Inga Lára Ingvarsdóttir1 læknir, Sindri Aron Viktorsson3 læknanemi, Kári Hreinsson2 læknir, Þórarinn Arnórsson1 læknir, Tómas Guðbjartssonl :!læknir ÁGRIP Tilgangur: Að kanna árangur opinna hjartaskurðaðgerða hjá sífellt stækk- andi hópi sjúklinga eldri en 75 ára á íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu- og/eða ósæðarlokuskipti vegna ósæðarloku- þrengsla á Landspítala frá 2002 til 2006. Kannaðir voru fylgikvillar, skurð- dauði (<30 daga) og lifun sjúklinga 75 ára og eldri (n=221, 25%) og þeir bornir saman við yngri sjúklinga (n=655, 75%). Einnig var lifun eldri sjúk- linga borin saman við lifun viðmiðunarhóps af sama kyni og á sama aldri. Niðurstöður: Eldri sjúklingar höfðu hærri tíðni gáttatifs (57% sbr. 37%, p<0,001), heilablóðfalls (5% sbr. 1%, p=0,009), og skurðdauða (9% sbr. 2%, p<0,001) eftir kransæðahjáveituaðgerð, miðað við yngri sjúklinga. Legutími á gjörgæslu var sambærilegur en heildarlegutími degi lengri hjá eldri hópnum. Eftir ósaeðarlokuskipti höfðu eldri sjúklingar hærri tiðni gáttatifs (90% sbr. 71%, p=0,006), bráðs andnauðarheilkennis (19% sbr. 7%, p=0,04), hjartadreps (21% sbr. 8%, p=0,05) og skurðdauða (11% sbr. 2%, p=0,04), miðað við yngri hópinn. Legutími á gjörgæslu var degi lengri og heildarlegutími tæpum fjórum dögum lengri. Alls voru 75% eldri sjúklinga á lífi 5 árum eftir kransæðahjáveituaðgerð samanborið við 74% viðmiðunarhóps (p=0,87). Sambærilegar tölur eftir ósæðarlokuskipti voru 65% fyrir eldri sjúklinga, samanborið við 74% viðmiðunarhóps (p=0,06). Umræða: Tíðni snemmkominna fylgikvilla, legutimi og skurðdauði reynd- ist hærri hjá sjúklingum eldri en 75 ára samanborið við yngri sjúklinga. Lifun eldri hópsins bendirtil ágæts langtímaárangurs opinna hjartaskurð- aðgerða hjá þessum hópi sjúkinga. Inngangur ’Hjarta- og lungnaskurödeild, 2svæfinga- og gjörgæslu- deild, Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali. is Barst: 21. maí 2011, samþykkt til birtingar: 21. september 2011. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Hátt í 6000 opnar hjartaskurðaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar á íslandi frá árinu 1986. Einkum er um að ræða kransæðahjáveituaðgerðir en einnig ósæðarloku- skipti vegna ósæðarlokuþrengsla! Líkt og í nágranna- löndum okkar er stór hluti þessara sjúklinga um og yfir sjötugt!-3 Ljóst er að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Þannig hefur meðalaldur íslendinga hækk- að um tæplega 5 ár frá árinu 1980 til ársins 2010. Á sama tíma hefur hlutfall íslendinga eldri en 75 ára aukist úr 4,1% í 5,8%! Því má gera ráð fyrir að eldri sjúklingum sem kunna að hafa hag af opnum hjartaskurðaðgerðum fjölgi á komandi árum. Fjöldi erlendra rannsókna hefur staðfest ávinn- ing opinna hjartaskurðaðgerða hjá völdum hópi eldra fólks.5'9 Þannig virðist ávinningur kransæðahjáveitu- aðgerðar umfram lyfjameðferð og kransæðavíkkun einnig vera til staðar hjá sjúklingum sem komnir eru yfir 75 ára aldur.8 Erlendar rannsóknir hafa að auki sýnt að lifun sjúklingahóps eftir ósæðarlokuskipti var sam- bærileg5'6 eða jafnvel betri7 en lifun viðmiðunarhóps af sama aldri og kyni. Aðgerðin virðist því hafa lengt líf sjúklinganna. Ekki er síður mikilvægt að leggja mat á lífsgæði eldri sjúklinga eftir þessar aðgerðir. Þannig mátu sjúklingar í tveimur rannsóknum, bæði eftir sjötugt9 og eftir áttrætt,7 líkamlega heilsu sína betri en viðmiðunarhópur af sama aldri og kyni. Þá hefur verið sýnt fram á að kostnaður vegna kransæðahjáveituað- gerðar hjá sjúklingum eldri en 75 ára skilar sér til baka innan árs vegna færri kransæðaþræðinga.10 Sambærileg greining á ávinningi ósæðarlokuskipta bendir til þess að fjárhagslegur ávinningur sé af lokuskiptum hjá sjúk- lingum eldri en 75 ára!1 Opnar hjartaskurðaðgerðir á eldri sjúklingum eru flóknari en hjá þeim sem yngri eru og hætta á fylgi- kvillum og andláti umtalsvert hærri. Til dæmis reynd- ist skurðdauði á bilinu 7-30% í hópi 80 ára og eldri712 og 18% hjá sjúklingum eldri en 90 ára!3 Fylgikvillar eru jafnframt tíðir, sérstaklega gáttatif sem greindist hjá næstum þriðjungi sjúklinga yfir sjötugt.6'7 Af ofangreindu er Ijóst að mikilvægt er að þekkja afdrif eldri sjúklinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir, bæði til lengri og skemmri tíma. Slíkar upplýsingar hafa ekki legið fyrir hér á landi og var markmið rann- sóknarinnar að bæta úr því. Litið var sérstaklega á fylgikvilla, dánartíðni og langtímalifun eldri sjúklinga og hún borin saman við yngri sjúklinga sem gengust undir opnar hjartaskurðaðgerðir hér á landi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til 876 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð og/eða ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Land- spítala frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2006. Sjúkling- ar voru fundnir með hjálp tveggja mismunandi skráa; annars vegar aðgerðaskrá hjarta- og lungnaskurð- deildar Landspítala og hins vegar úr sjúklingabókhaldi Landspítala. Áður en gagnaöflun hófst fékkst leyfi frá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og frá framkvæmda- stjóra lækninga á Landspítala. Klínískum upplýsingum um sjúklinga var safnað úr sjúkraskrám og voru meðal annars skráðar upplýs- ingar um aldur við aðgerð, kyn, áhættuþætti krans- æðasjúkdóms og fyrri hjartasögu. Einnig var skráð LÆKNAblaðið 2012/98 11

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.