Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 15

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 15
RANNSÓKN hjartasjúkdóm en þeir yngri, sem er mikilvægt að hafa í huga þeg- ar verið er að meta gagnsemi opinna hjartaskurðaðgerða í þessum hópi sjúklinga. Ekki sást munur á aðgerðatengdum þáttum fyrir eldri og yngri sjúklinga (tafla II). Eftir aðgerðina fengu eldri sjúklingarnir þó marktækt fleiri einingar rauðkornaþykknis, enda þótt blæðing í báðum hópum hefði verið sambærileg. Hugsanlegt er að eldri sjúklingar hafi síður verið taldir þola blóðtap í kjölfar aðgerðar og þeim því frekar gefið blóð. Legutími eldri sjúklinga eftir kransæðahjáveituaðgerð var 12 dagar (miðgildi), sem er heilum degi lengra en hjá yngri sjúkling- um. Gjörgæslulega var hins vegar sambærileg í báðum hópum, eða einn dagur að miðgildi. Til samanburðar var legutími í rann- sókn Krane og félaga 10 dagar, þar af fjórir á gjörgæslu, en um var að ræða 403 sjúklinga eldri en 80 ára sem gengist höfðu und- ir kransæðahjáveituaðgerð.7 í okkar rannsókn var legutími eftir ósæðarlokuskipti 15 dagar (miðgildi) sem er tæpum fjórum dög- um lengra en hjá þeim yngri. Einnig munaði degi á gjörgæslulegu sem var tveir dagar í eldri hópnum (miðgildi). Til samanburðar reyndist legutími sjúklinga eldri en 80 ára eftir ósæðarlokuskipti í tveimur erlendum rannsóknum á bilinu 10-14 dagar (miðgildi) en þar af voru 4-5 dagar á gjörgæslu.6'7 Gáttatif reyndist algengasti fylgikvillinn, bæði meðal eldri og yngri sjúklinga, en í eldri hópnum var tíðnin 57% í kjölfar krans- æðahjáveituaðgerðar og 90% eftir ósæðarlokuskipti. Reyndar er tíðni gáttatifs eftir hjartaskurðaðgerðir hér á landi með því hæsta sem lýst hefur verið.16 Erlendis er hlutfall sjúkhnga eldri en 80 ára sem fá gáttatif 25-30%, hvort sem um kransæðahjáveituaðgerð eða ósæðarlokuskipti er að ræða.6-7 Þó hefur verið lýst allt að 60% tíðni gáttatifs eftir kransæðahjáveituaðgerð og ósæðarlokuskipti.17 Gáttatif eykur hættu á fylgikvillum á borð við heilablóðfall,17 auk þess sem sjúkrahúsdvöl lengist og þar með kostnaður við að- gerðina.18 Tíðni heilablóðfalls var í hærra lagi og greindist hjá 4% sjúklinga 75 ára og eldri. Þetta er tvöfalt hærra en í erlendum rann- sóknum.7 Þó ber að hafa í huga að í okkar rannsókn voru teknir með sjúklingar með tímabundna blóðþurrð (TIA), sem hækkar tíðnina. Engu að síður er ljóst að hér á landi verður að leita leiða til að draga úr tíðni gáttatifs í kjölfar opinna hjartaskurðaðgerða, ekki síst í hópi eldri sjúklinga. Dánartíðni innan 30 daga hjá sjúklingum 75 ára og eldri reynd- ist 9% eftir kransæðahjáveituaðgerð eingöngu, en 11% eftir ósæð- arlokuskipti með/án kransæðahjáveituaðgerðar. Til samanburðar var dánartíðni í grein Krane og félaga á 1003 sjúklingum eldri en 80 ára eftir kransæðahjáveituaðgerð 7,4%, en 8,9% fyrir sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti með/án kransæðahjáveitu- aðgerðar.7 Svipaðar niðurstöður sáust í uppgjöri Collart og félaga á 215 sjúklingum eldri en 80 ára sem gengust undir ósæðarloku- skipti, en þar var skurðdauði 8,8%.6 Fæð sjúklinga yfir áttræðu í okkar rannsókn torveldar þó samanburð við erlendar rannsóknir. Ekki reyndist marktækur munur á skurðdauða sjúklinga 75-79 ára og sjúklinga 80 ára og eldri, en fjöldi sjúklinga í hópnum 80 ára og eldri er svo lítill að ekki er unnt að álykta um tölfræðilega marktækni þó allnokkru muni á dánarhlutfalli hópanna. Þrír af hverjum fjórum sjúklingum yfir 75 ára aldri voru á lífi 5 árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Lifun þeirra reyndist sambærileg við lifun viðmiðunarhóps íslendinga af sama kyni og aldri. Til samanburðar voru tæplega tveir þriðju ósæðarloku- skiptasjúklinga á lífi 5 árum eftir aðgerð, sem er heldur lakari lifun en hjá viðmiðunarhópi. Munurinn í lifun náði þó ekki töl- fræðilegri marktækni (p=0,06), enda sjúklingar tiltölulega fáir. Niðurstöður okkar eru í samræmi við erlendar rannsóknir og benda til þess að eldri sjúklingum geti farnast vel eftir aðgerð, jafnvel álíka vel og jafnöldrum þeirra sem ekki hafa gengist undir hjartaskurðaðgerð.5'7-19 Því virðist sem opnar hjartaskurðaðgerðir bæti umtalsvert lífshorfur eldri sjúklinga, að minnsta kosti þeirra sem útskrifast án alvarlegra fylgikvilla. í stuttu máli sagt er tíðni fylgikvilla eftir opnar hjartaskurðað- gerðir há fyrir sjúklinga eldri en 75 ára, einkum tíðni gáttatifs. Legutími á deildum og gjörgæslu er einnig langur og dánartíðni frekar há, sem þó er í samræmi við erlendar rannsóknir. Lang- tímalifun þessa sjúklingahóps er hins vegar ágæt. Þetta sést best á því að einum til þremur árum frá aðgerð er lifun sjúklinganna sambærileg við lifun viðmiðunarhóps. Niðurstöður okkar eru mikilvægt innlegg við mat á ávinningi og áhættu opinna hjarta- skurðaðgerða hjá eldri sjúklingum. Þetta á ekki síst við þegar opnar hjartaskurðaðgerðir eru bornar saman við nýrri meðferðir eins og ísetningu ósæðarloka með hjartaþræðingartækni. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri á skurðdeild Landspítala, fyrir aðstoð við leit að sjúkraskrám. Þessi rannsókn var styrkt af Vísindasjóði Landspítala og Styrktar- og verðlauna- sjóði Bent Schevings Thorsteinssonar. Heimíldir 1. Smárason, NV, Sigurjónsson H, Hreinsson K, Amórsson T, Gudbjartsson T. Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi. Læknablaðið 2009; 95: 567-73. 2. Sigurjonsson H, Helgadottir S, Oddsson S, Amorsson T, Gudbjartsson T. Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi. Læknablaðið 2010; Fylgirit 62: V-08. 3. Ingvarsdóttir I, Helgadóttir S, Danielsen R, Guðbjartsson T. Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002- 2006. Læknablaðið 2010; Fylgirit 62: E-37. 4. Hagstofa íslands. Yfirlit yfir mannfjölda 1841-2011. www. hagstofa.is - mars 2011. 5. Cane ME, Chen C, Bailey BM, Fernandez J, Laub GW, Anderson WA et al. CABG in octogenarians: early and late events and actuarial survival in comparison with a matched population. Ann Thorac Surg 1995; 60:1033-7. 6. Collart F, Feier H, Kerbaul F, Mouly-Bandini A, Riberi A, Mesana TG, et al. Valvular surgery in octogenarians: operative risks factors, evaluation of Euroscore and long term results. Eur J Cardiothorac Surg 2005; 27:276-80. 7. Krane M, Voss B, Hiebinger A, Deutsch MA, Wottke M, Hapfelmeier A, et al. Twenty years of cardiac surgery in patients aged 80 years and older: risks and benefits. Ann Thorac Surg 2011; 91: 506-13. 8. Pfisterer M. Long-term outcome in elderly patients with chronic angina managed invasively versus by optimized medical therapy: four-year follow-up of the randomized Trial of Invasive versus Medical therapy in Elderly patients (TIME). Circulation 2004; 110:1213-8. 9. Tseng EE, Lee CA, Cameron DE, Stuart RS, Greene PS, Sussman MS, et al. Aortic valve replacement in the elderly. Risk factors and long-term results. Ann Surg 1997; 225: 793-802. 10. Claude J, Schindler C, Kuster GM, Schwenkglenks M, Szucs T, Buser P, et al. Cost-effectiveness of invasive versus medical management of elderly patients with chronic symptomatic coronary artery disease. Findings of the randomized trial of invasive versus medical therapy in elderly patients with chronic angina (TIME). Eur Heart J 2004; 25:2195-203. 11. Wu Y, Jin R, Gao G, Grunkemeier GL, Starr, A. Cost- effectiveness of aortic valve replacement in the elderly: an introductory study. J Thorac Cardiovasc Surg 2007; 133: 608-13. 12. Viana-Tejedor A, Domínguez FJ, Moreno Yangiiela M, Moreno R, López de Sá E, et al. [Cardiac surgery in octogenarian patients: evaluation of predictive factors of mortality, long-term outcome and quality of life]. Med Clin (Barc) 2008; 131:412-5. LÆKNAblaðið 2012/98 15

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.