Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 20
RANNSOKN
Tafla I. Niðurstöður spurningalista eftir ættleiðingaraldri.
Aldur við ættleiðingu M (Sf) n
Spurningalisti um atferli 0-6 mánaða 19,4 (17,0) 26
7-12 mánaða 20,8 (18,3) 19
13-18 mánaða 39,5 (46,4) 3
19-44 mánaða 45,8 (25,1) 8
Spurningalisti um styrk og vanda 0-6 mánaða 5,9 (4,2) 27
7-12 mánaða 5,8 (4,4) 49
13-18 mánaða 6,6 (4,7) 35
19-44 mánaða 10,1 (5,9) 13
Ofvirknikvarðinn 0-6 mánaða 6,5 (7,3) 27
7-12 mánaða 8,8 (9.4) 37
13-18 mánaða 8,7 (9,1) 16
19-44 mánaða 22,5 (14,6) 9
Skimunarlisti einhverfurófs 0-6 mánaða 3,5 (4,3) 25
7-12 mánaða 4,2 (7,9) 17
13-18 mánaða 12,0 (14,1) 3
19-44 mánaða 9,0 (5,7) 8
M (Sf) = meðaltal (staðalfrávik), N=fjöldi
forsögu ættleiðingar, sögu barns frá ættleiðingu, heilsufar eftir
ættleiðingu, vöxt og þroska, skólagöngu, atburði í lífi barns, tóm-
stundir og afþreyingu, og í lokin eru spurningar tengdar aðstand-
endum. Listinn innheldur alls 166 spurningar. I þessum hluta
rannsóknarinnar var unnið úr þeim upplýsingum sem varða for-
sögu ættleiðingar og hegðunar- og tilfinningavanda.
Spurningalisti um styrk og vanda (Strengths and Difficulties
Questionnaire, SDQ) var þróaður árið 1997 til að meta styrk og
vanda barna á aldrinum fjögurra til 16 ára.9 Listinn inniheldur
25 spurningar. Tuttugu spurningar fjalla um mögulega erfiðleika
barnsins sem skiptast í fjögur svið: hegðunarvanda, athyglisbrest
og ofvirkni/hvatvísi, tilfinningavanda og samskiptavanda. Þessi
fjögur svið mynda heildarerfiðleikatölu. Fimm atriði kvarðans
meta síðan jákvæða félagshegðun sem er styrkleikasvið barns.
Svörin eru á þriggja punkta stiku, frá 0 (á ekki við) til 2 (á mjög vel
við). Rannsóknir á íslenskri útgáfu kvarðans sýna sambærilega
próffræðilega eiginleika og frumútgáfan.1011
Ofvirknikvarðinn (Attention Deficit/Hyperactivity Disorder Rat-
ing Scale-IV, ADHD-RS-IV) metur einkenni athyglisbrests með of-
virkni og hefur íslensk þýðing á honum verið í notkun hérlendis.1211
Á listanum eru 18 atriði og tilheyra 9 þeirra flokki einkenna fyrir
athyglisbrest og önnur 9 flokki einkenna fyrir ofvirkni/hvatvísi.
Spurningum er svarað á fjögurra punkta stiku. Fyrir hvert atriði
eru gefnir fjórir möguleikar, frá 0 (aldrei eða sjaldan) til 3 (mjög
oft), og er heildarfjöldi stiga því á bilinu 0-54. Niðurstöður rann-
sókna á íslenskri útgáfu benda til sambærilegra próffræðilegra
eiginleika og frumútgáfa kvarðans.15
Skimunarlisti einhverfurófs (Autism Spectrum Screening Ques-
tionnaire, /fSSQ) skimar eftir einkennum á einhverfurófi hjá börn-
um á skólaaldri.16 Listinn inniheldur 27 atriði á þriggja punkta
stiku, frá 0 (á ekki við) til 2 (á mjög vel við), og er því hægt að fá stig
á bilinu 0-54. Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu kvarðans
hafa sömuleiðis reynst sambærilegir frumútgáfu.17 Ellefu atriði á
listanum snúa að félagslegum samskiptum, 6 mæla tjáskipti og 5
atriði beinast að hamlandi og endurtekinni hegðun. Önnur 5 atriði
mæla sérkennilegar hreyfingar og fleiri tengd einkenni.
Spurningalisti um atferli barna og unglinga (Child Behavior
Checklist, CBCL) er ætlaður foreldrum til þess að meta hegðunar-
og tilfinningavandkvæði hjá börnum og unglingum á aldrinum
fjögurra til 18 ára.1819 Listinn metur tvo þætti, tilfinningaerfiðleika
og hegðunarerfiðleika. Mögulegt er að reikna út heildarvanda.
Listinn inniheldur 120 atriði, kom fyrst út 1983 og er einn af mest
notuðu listunum til að meta hegðun og líðan barna. Sýnt hefur
verið fram á áreiðanleika þar sem tengsl eru á milli niðurstaðna
á listanum og algengra geðraskana meðal barna og unglinga.5'20
SPSS-reikniforrit var notað við úrvinnslu gagna. Hrátölur úr
matskvörðunum voru reiknaðar yfir í T-gildi. íslensk viðmið eru
til fyrir ofvirknikvarðann og kvarðann um styrk og vanda og voru
þau notuð.1114 Fyrir kvarðann um atferli barna voru notuð banda-
rísk viðmið.1819 Viðmið úr almennu norsku þýði voru notuð fyrir
skimunarlista einhverfurófs.16
Tengsl áhættuþáttanna (óháðar breytur) aldur við ættleiðingu,
lengd stofnanadvalar fyrir ættleiðingu og tilfinningaleg van-
ræksla og heildarskor á matslistunum (háðar breytur) voru skoðuð
með dreifigreiningu (analysis ofvariance). Aldri við ættleiðingu og
lengd stofnanadvalar var skipt í fjóra flokka, 0-6 mánaða aldur,
6-12 mánaða, 12-18 mánaða og svo 18 mánaða og eldri. Mat á til-
finningalegri vanrækslu fyrir ættleiðingu var flokkað í a) engin/
lítil, b) einhver þekkt og c) alvarleg vanræksla. Þar að auki voru
heildarskor á matskvörðunum fyrir hvern flokk innan hverrar
óháðrar breytu borin saman með eftirá prófun til að rannsaka
marktækni milli flokka. Niðurstöður eru settar fram sem + stað-
alfrávik þegar við á.
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd veittu leyfi til þessarar
rannsóknar.
Niðurstöður
Flest börnin, eða 61 (49,6%), komu frá Indlandi og 50 (40,7%) frá
Kína. Mikill minnihluti barnanna kom frá Evrópu, eða 7 börn
(5,7%). Þrjú komu frá öðrum Asíulöndum (2,4%) og tvö (1,6%) frá
S-Ameríku. Töluverð aldursdreifing var á börnunum við komu,
þar sem yngsta barnið var aðeins mánaðargamalt en elsta barnið
var 10 ára. Aldursdreifing barnanna var þannig að 27 börn (21%)
voru undir 6 mánaða, 49 börn (38%) voru 6-12 mánaða, 40 (31%)
voru 12-18 mánaða, 7 (5%) voru 18-24 mánaða og 6 (5%) voru eldri
en 24 mánaða. Hjá einu barni var aldur óþekktur við ættleiðingu.
Meðalaldur við ættleiðingu var 12,4 (±2,6) mánuðir. Meðalaldur
barnanna þegar rannsóknin var gerð var 81,9 (±56,8) mánuðir eða
6,8 ár. Langflest barnanna höfðu dvalið á stofnun fyrir ættleiðingu
eða 94,2% (114) en 5,8% (7) barnanna ekki.
Þegar foreldrar barnanna svöruðu spurningunni hvort þau
teldu börnin hafa orðið fyrir andlegri vanrækslu fyrir ættleiðingu,
töldu 63 (52,9%) þeirra að börnin hefðu orðið fyrir lítilli/engri and-
legri vanrækslu. Foreldrar 38 (31,9%) barna töldu þau hafa orðið
fyrir vægri andlegri vanrækslu en hjá 18 (15,1%) töldu foreldrar að
þau hefðu orðið fyrir álvarlegri andlegri vanrækslu.
20 LÆKNAblaðið 2012/98