Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 25
RANNSÓKN Hjartaþelsbólga á íslandi 2000-2009 - nýgengi, orsakir og afdrif Elín Björk Tryggvadóttir' læknanemi, Uggi Þórður Agnarsson' 2 læknir, Jón Þór Sverrisson3 læknir, Sigurður B. Þorsteinsson2 læknir, Jón Vilberg Högnason2 læknir, Guðmundur Þorgeirsson12 læknir ÁGRIP Tilgangur: Þjóðfélagsbreytingar síðustu áratuga, aukið langlífi, laegri tíðni gigtsóttar og aukinn fjöldi sjúklinga með gerviiokur hefur breytt sjúkdóms- mynd hjartaþelsbólgu umtalsvert. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, orsakir og afdrif sjúklinga með sjúkdóminn á íslandi og meta breytingar sem orðið hafa frá 1975-1985. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúk- linga sem greindust með hjartaþelsbólgu á íslandi árin 2000-2009. Upp- lýsingar fengust úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 88 tilfelli hjartaþelsbólgu (71% karlar, meðalaldur59 ár) og er nýgengi sjúkdómsins 2,97/100 þúsund íbúa/ár. í 40% tilfella var sýking í míturloku, í 31% í ósæðarloku og í 10% í þrí- blöðkuloku. 122% tilfella var sýking í gerviloku. Algengustu bakteríurnar voru streptókokkar (33%), stafýlókokkar (25%) og enterókokkar (16%) en ræktun var neikvæð í 9 tilfellum (10%). Gripið vartil lokuaðgerðar í 16 tilfellum (18%). Tólf sjúklingar létust í legu (14%) og þrír greindust við krufningu. Eins árs lifun reyndist vera 77% og 5 ára lifun 56,6%. Ályktun: Nýgengi hjartaþelsþólgu er lágt hér á landi samanborið við erlendar rannsóknir. Frá árunum 1976-1985 hefur hlutfall sprautufíkla með sjúkdóminn aukist og sýkingum í gervilokum fjölgað. Bakteríuflóran hefur lítið breyst, sýkingar af völdum streptókokka voru algengastar, gagn- stætt þvi sem sést í öðrum þróuðum löndum þar sem S. aureus er orðinn algengari. Lokuaðgerðum er sjaldnar beitt hér en víða erlendis. Dánartíðni reyndist lægri en á árunum 1976-1985 og eins árs lífshorfur góðar saman- borið við erlendar rannsóknir. Inngangur Efniviður og aðferðir ’Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítali, 3Sjúkrahúsið á Akureyri. Fyrirspurnir: Elín Björk Tryggvadóttir, læknadeild Háskóla íslands ebt1@hi.is Barst: 31. apríl 2011 - samþykkt til birtingar: 10. nóvember 2011 Engin hagsmunatengsl gefin upp. Hjartaþelsbólga eða „infective endocarditis" er sýking í hjartaþeli. Algengust er sýking í þeli hjartaloku en hún getur einnig orðið á innra borði hjartahólfa eða við galla, svo sem í hjartaskiptum (septum) og í sinastrengjum (chorda tendinea). Þetta er fremur sjaldgæfur sjúkdómur en kemur þó oft fyrir sem mismunagreining. Hann er mjög alvarlegur og getur leitt til langvarandi veikinda og jafnvel dauða. Nýgengi sjúkdómsins er nokkuð breytilegt milli landa en hefur verið metið á bilinu 3-10 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári.1 Á tímabilinu 1976-1985 var nýgengið hér á landi 2,96/100.000 íbúa/ári.2 Faraldsfræði hjartaþelsbólgu í þróuðum löndum hef- ur breyst mikið frá því að William Osler lýsti sjúkdómn- um fyrst árið 1885.3 Ljóst er að þjóðfélagsbreytingar, aukið langlífi, lægri tíðni gigtsóttar (rheumatic fever) og fleiri sjúklingar með gervilokur hafa breytt sjúkdóms- myndinni umtalsvert. Erlendar rannsóknir sýna að sjúk- dómurinn leggst í auknum mæli á eldri sjúklinga með gervilokur, auk þess sem sýkingum hjá sprautufíklum fer fjölgandi. Sjúkdómstilfellum af völdum stafýlókokka hefur fjölgað en sýkingum af völdum víridans streptó- kokka fækkaðd 6 Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta nýgengi, aldurs- og kynjadreifingu, orsakir, sjúkdómsmynd og afdrif sjúklinga með hjartaþelsbólgu á íslandi á árunum 2000-2009. Langt er síðan upplýsingar um faraldsfræði sjúkdómsins hafa verið birtar á íslandi og því kominn tími á nýja samantekt. Þar sem rannsóknin nær til allra landsmanna gefst fágætt tækifæri til að rannsaka far- aldsfræði hjartaþelsbólgu hjá heilli þjóð. Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem greindust með hjartaþelsbólgu á íslandi frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2009. Sjúklingar voru fundnir með leit að ICD 10 greiningarnúmerum hjartaþelsbólgu í að- gerða- og greiningarskrám Landspítala og Sjúkrahúss- ins á Akureyri. Auk þess var leitað í krufningarskýrslum meinafræðideildar Landspítalans. í heildina fengu 119 sjúklingar greiningarnúmer sjúkdómsins á þessu tíma- bili en 31 sjúklingur var útilokaður. Rangt greiningar- númer og bakteríudreyri (bacteremia) sem rekja mátti til annars en hjartaþelsbólgu voru algengustu ástæður útilokana. Stuðst var við Dukes-greiningarskilmerkin við val á sjúklingum inn í rannsóknina.7 Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru skráðar í tölvuforritið Excel. Meðal þeirra voru einkenni, áhættuþættir, fylgikvillar, niðurstöður blóð- rannsókna, blóðræktana og myndgreiningar, meðferð og afdrif sjúklinga. Aðgerðalýsingar, meinafræðisvör og krufningarskýrslur voru skoðaðar þar sem slíkt lá fyrir. Ur þjóðskrá fengust upplýsingar um hvort sjúk- lingar væru á lífi eða látnir í maí 2010. Tölfræðilegir útreikningar voru framkvæmdir í Excel. Gerð var lýsandi tölfræði á gögnunum og chi- square-próf notað við samanburð á hópum. Aðferð Kaplan-Meier var notuð við útreikninga á lífshorfum sem gerðir voru í tölvuforritinu R. Myndaður var sam- anburðarhópur með sambærilega aldurs- og kynjadreif- ingu og sjúklingahópurinn. Upplýsingar um meðalævi- lengd þeirra fékkst frá Hagstofu íslands og gerður var LÆKNAblaðið 2012/98 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.