Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2012, Page 28

Læknablaðið - 15.01.2012, Page 28
RANNSÓKN Tafla III. Samanburður á milli sprautufikla, sjúklinga með sýkingu i gen/iloku og annarra sjúklinga sem greindust með hjartaþelsbólgu á íslandi á timabilinu 2000-2009. Tveir sjúklingar höfðu bæði sýkingu í gerviloku og sprautufíkn. Gefinn erupp fjöldi tilfella og % isviga. Sýking í gerviloku Sprautu- fíklar Aðrir Fjöldi tilfella 19 16 55 Meðalaldur 69 ára 33 ára 62 ára Kyn Karlar: 14 (74) 10(63) 39 (71) Konur: 5 (26) 6(38) 16(29) S. aureus 4(21) 6(38) 7(13) Streptókokkar 2(11) 3(19) 25 (45) Enterókokkar 9(47) 2(13) 9(16) Kóag. neikv. stafýlókokkar 2(11) 0 5(9) Lengd sýklalyfjagjafar 48 dagar 50 dagar 40 dagar Aðgerð 3(16) 5(31) 8(15) Andlát* 9(47) 2(13) 19(35) ‘Látinn í maí 2010 "Marktækur munur milli sjúklinga með gerviloku og sprautufíkla. fylgikvillar voru nýrnabilun (10%), hjartsláttartruflanir (11%), fist- ilmyndun í hjarta (7%), beinsýking í hrygg (7%), gollurshússbólga (5%) og sýking í lið (2%). í byrjun maí 2010 voru 30 sjúklingar látnir en 58 á lífi. Ellefu sjúklingar létust í legu (13%) og þrír innan við 5 vikum frá útskrift. Einn þessara þriggja lést úr hjartaþelsbólgu og dánartíðni í legu reiknast þannig 14%. Þrír greindust fyrst við krufningu. Eins árs lifun var 77% (95% öryggisbil 68,6 - 86,4%) og 5 ára 56,6% (95% ör- yggisbil 45,3-70,7%). Lífshorfur sjúklinganna voru bornar saman við horfur samanburðarhóps sem hafði sambærilega kynja- og aldursdreifingu. Lífshorfur sjúklingahópsins reyndust marktækt verri en horfur samanburðarhópsins samkvæmt log-rank prófi (p<0,01) (mynd III). Dánartíðni eftir lokuaðgerð var 25% (4/16) en 36% meðal þeirra sem ekki gengust undir aðgerð (munur ekki marktækur). Af þeim 30 sem voru iátnir í lok rannsóknartímabils- ins höfðu 46% sýkst af stafýlókokkum, 36% af enterókokkum og 31% af streptókokkum (p >0,05). í töflu III má sjá samanburð á sjúklingum með gerviloku, sprautufíkn og svo öðrum sjúklingum. Nokkur munur var á al- gengi sýkingarvalda eftir hópum, S. aureus var marktækt algeng- astur hjá sprautufíklum, enterókokkar hjá sjúklingum með gervi- loku og streptókokkar hjá öðrum. Umræða Nýgengi hjartaþelsbólgu á íslandi reyndist sem fyrr með því lægsta sem þekkist, eða 2,97/100.000 íbúa/ári, nákvæmlega það sama og á árunum 1976-1985.2 Erlendar rannsóknir hafa hins vegar sýnt töluvert hærra nýgengi eða allt upp í 10/100.000 íbúa/ári.1 Tíðni sýkinga í gervilokum og hjá sprautufíklum hefur aukist frá árunum 1976-1985, en gigtsótt horfið (sjá töflu II).2 Samsvarandi breytingar hafa sést í öðrum þróuðum samfélögum og er tíðni sýkinga í gervilokum nú sambærileg og erlendis. Hlutfall sjúk- linga með sprautufíkn er hins vegar í hærra lagi og svipar til þess sem sést í Norður-Ameríku.1'6 8 Algengi meðfæddra hjartagalla var hátt, eða 24%, en í Evrópu og Norður Ameríku er það um 11%.6 Þetta hlutfall er einnig hærra en á árunum 1976-1985.2 í þessum rannsóknum er ekki getið um hvaða hjartagalla ræðir og er mögu- legt að ósamræmið felist í ólíkum skilgreiningum. Við greiningu hafði einungis 1/3 sjúklinganna þekktan hjartasjúkdóm, galla eða aðskotahlut í hjarta, sem undirstrikar mikilvægi þess að hafa sjúk- dóminn í huga hjá öllum, óháð fyrri sögu um sjúkdóma í hjarta. Hjartaþelssýkingar tengdar aðgerðum virðast fátíðar á íslandi þar sem í einungis 10% tilfella var greint frá tengslum milli sýk- ingar og nýlegs inngrips í sjúkraskrám. Erlendar rannsóknir hafa sýnt mun hærra hlutfall sýkinga í tengslum við læknisaðgerðir (allt að 22%).6-9 Þetta verður að teljast góð niðurstaða fyrir heil- brigðisþjónustu hér á landi. Hluti skýringarinnar gæti verið að meinvirkari bakteríur, svo sem fjölónæmir stafýlókokkar (MÓSA), séu fátíðari hér en á sjúkrahúsum víða erlendis. Upplýsingar til að staðfesta þetta fundust þó ekki. Þar sem tengsl við fyrri aðgerðir voru einungis metin út frá skráningu í sjúkraskrá getur verið að þetta hlutfall sé í raun vanmetið. Þrír einstaklingar höfðu sögu um meðferð hjá tannlækni stuttu fyrir innlögn. Tveir þeirra fengu fyrirbyggjandi sýklalyf fyrir aðgerðina og voru sýkingar þeirra ekki raktar til aðgerðarinnar. Hins vegar var tannhirða slæm hjá 14 einstaklingum sem telst áhættuþáttur þeirra sýkinga. Nýlegar rannsóknir benda til þess að slæm tannhirða sé veigameiri áhættuþáttur en tannaðgerðir.1 Vegna þessa mæla klínískar leiðbeiningar nú einungis með fyrir- byggjandi sýklalyfjagjöf fyrir tannaðgerð hjá einstaklingum í mik- illi áhættu fyrir sjúkdómnum (gerviloka, saga um hjartaþelsbólgu, og meðfæddir hjartagallar).1 Niðurstöður rannsóknarinnar renna frekari stoðum undir gildi þessara leiðbeininga. Rannsakendum er þó ekki kunnugt um í hve miklum mæli tannlæknar hérlendis gefa fyrirbyggjandi sýklalyf. Hugsanlegt er að notkun þeirra hafi einmitt komið í veg fyrir sýkingu hjá fjölda sjúklinga og tannað- gerð þannig vanmetinn áhættuþáttur. Vel er þekkt að helstu einkenni og teikn hjartaþelsbólgu eru hiti og hjartaóhljóð og reyndist svo einnig vera í okkar rannsókn. Mjög stór hluti sjúklinga þjáðist af blóðleysi við greiningu og smásæ blóðmiga var einnig algeng. Hins vegar voru þekkt um- merki hjartaþelsbólgu í augum og húð fátíð og jafnvel sjaldséðari en í öðrum þróuðum samfélögum.1'4-6-10 Slík einkenni fylgja jafnan langt gengnum sjúkdómi sem gæti bent til þess að hjartaþels- bólga greinist hér yfirleitt tiltölulega snemma. Þar sem skráningu á þessum einkennum var töluvert ábótavant er þó erfitt að draga ákveðnar ályktanir út frá þessum niðurstöðum. Langflestar sýkingar urðu í hjartalokum í vinstri hluta hjartans. í 10% tilfella var sýking í þríblöðkuloku og mátti rekja 2/3 þeirra tilfella til sprautufíknar. Þessar niðurstöður samrýmast niður- stöðum erlendra rannsókna.4-11 í 22% tilfella var sýking í gerviloku. Einungis var um snemmkomna sýkingu að ræða í einu tilfelli (5%) samanborið við um 14% í erlendum rannsóknum.5'12 Niðurstöð- urnar benda því til þess að tíðni sýkinga eftir lokuaðgerðir hér- lendis sé lág en hafa ber í huga að tilfelli eru fá. Þá er hugsanlegt að snemmkomnar sýkingar flokkist með öðrum fylgikvillum aðgerða og finnist því ekki þegar leitað er að greiningarnúmerum hjarta- þelsbólgu. Upplýsingar okkar benda þó ekki til verulegrar skekkju af þessari ástæðu. Rannsókn okkar leiðir í ljós að sýkingarvaldar eru í stórum dráttum hinir sömu nú og fyrir 20-25 árum. Streptókokkar eru 28 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.