Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 29

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 29
RANNSÓKN enn algengustu sýkingarvaldarnir á íslandi, ólíkt því sem sést í öðrum þróuðum löndum þar sem S. aureus er orðinn algengari.1'6' 13 Samsetning bakteríuflórunnar líkist helst því sem sést í Suður- Ameríku,6 sem er nokkuð sérstakt þar sem svipaðar þjóðfélags- breytingar hafa átt sér stað hér og í öðrum þróuðum samfélögum. Hugsanleg skýring á þessum mun er lægri tíðni aðgerðartengdra sýkinga á sjúkrahúsum hérlendis samanborið við erlendar stofn- anir, en helstu orsakavaldar slíkra sýkinga eru stafýlókokkar. Óvenju há tíðni enterókokkasýkinga vekur athygli (16%). í er- lendum rannsóknum er tíðnin á bilinu 8-10%.J'6'13 Enn fremur voru enterókokkar fátíðir sýkingavaldar (3%) meðal sjúklinga sem greindust hérlendis á árunum 1976-1985.2 Enterókokkasýkingar voru einkum áberandi meðal sjúklinga með gervilokur og reynd- ust marktækt algengari hjá þeim samanborið við aðra. Erlendis eru enterókokkar ekki algengir í þeim sjúklingahópi.11'14 Meirihluta enterókokkasýkinga mátti rekja til þvag- og/eða meltingarfæra- sjúkdóma. Engin haldbær skýring er á þessari háu tíðni sýkinga af völdum enterókokka. Þar sem nýgengi var fremur lágt og sýk- ingar tengdar aðgerðum fátíðar, getur verið um skekkju að ræða og helsti munurinn liggi í raun í lágri tíðni stafýlókokkasýkinga. Allir sjúklingarnir fengu sýklalyfjameðferð og samræmdist hún yfirleitt því sem klínískar leiðbeiningar kveða á um. Sam- kvæmt þeim á sýklalyfjagjöf að vara í tvær til 6 vikur ef sýking er í upprunalegri loku og minnst 6 vikur ef sýking er í gerviloku.1 Enginn þeirra sem hlaut fulla meðferð var meðhöndlaður í minna en þrjár vikur og einungis einn sjúklingur með gerviloku fékk sýklalyf í minna en 6 vikur. Lokuaðgerð er sjaldgæfari úrlausn hér en víða erlendis en virð- ist þó heldur algengari en áður. Á tímabilinu gengust 18% sjúk- linganna undir aðgerð, samanborið við 37-56% sjúklinga í erlend- um rannsóknum.6'15 Þessi munur er meiri en vænta mætti en á sér þó hugsanlega nokkrar skýringar. Verið getur að sjúkdómurinn greinist fyrr hér, samanber lága tíðni húð- og augneinkenna. Sýkla- lyfjagjöf gæti verið árangursríkari vegna betra næmis baktería og/ eða ágengari meðferðar. Þannig gæti sýklalyfjameðferð dugað til að uppræta sýkinguna og ekki þurfi því að grípa til lokuaðgerða. Einnig getur verið að hér séu oftar greind væg tilfelli hjartaþels- bólgu sem annars staðar væru meðhöndluð með sýklalyfjum í stuttan tíma án þess að uppruni blóðsýkingar sé staðfestur. Þar sem nýgengi sjúkdómsins er fremur lágt hér á landi er það ólíkleg skýring. Loks er hugsanlegt að aðgerðum sé of sjaldan beitt þó ekkert í niðurstöðum bendi sérstaklega til þess. Enda er þýðið of lítið til að gera slíkt mat. Fylgikvillar hjartaþelsbólgu reyndust algengir. Alls fékk rúm- lega helmingur sjúklinga einhvern þekktra fylgikvilla. Segarek greindist hjá 32% sjúklinga og er það sambærileg tíðni og í erlend- um rannsóknum.6 Hjartabilun var fátíðari og greindist hjá 23% samanborið við 32-60% í öðrum rannsóknum.16 Dánartíðni sjúklinga í legu reyndist sambærileg eða örlítið lægri en erlendis, 14% hér en um 18% erlendis.6-13 Eins árs lifun var þó nokkuð betri eða 77% samanborið við 63% í rannsókn frá Dukes-háskóla.13 Betri eins árs lífshorfur skýrast að hluta af öðrum sýkingavöldum þar sem tíðni S. aurcus sýkinga er töluvert lægri hér á landi (19% hér en 40% við Dukes-háskóla). Rannsókn Du- kes-háskóla sýndi einmitt fram á að eins árs lífshorfur þeirra sem sýktust af S. aureus voru marktækt verri en annarra (67% saman- borið við 56%).13 Lífshorfur sjúklinganna hafa skánað töluvert frá árunum 1976-1985 en þá létust 34% sjúklinganna í legu.2 Þessar bættu horfur má væntanlega rekja til betri greiningartækni, öfl- ugri sýklalyfja og þróunar lokuaðgerða. Rannsóknin er afturskyggn og eru takmarkanir hennar annars vegar að gögnin eru ófullkomin þar sem skráning í sjúkraskrár er ekki stöðluð, og hins vegar lítil stærð þýðisins, sem dregur úr marktæki niðurstaðna. Því var í mörgum tilvikum látið nægja að nota lýsandi tölfræði. Sjúkratilfelli voru fundin með leit að ICD10 greiningarnúmerum hjartaþelsbólgu. Mögulegt er að einhver til- felli hafi verið skráð undir öðrum greiningarnúmerum og komi því ekki í ljós við þetta uppgjör. Styrkleiki rannsóknarinnar er að hún nær til heillar þjóðar. Farið var yfir gögn frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem saman sinna langflestum alvarlega veikum sjúklingum. Auk þess var farið yfir krufningarskýrslur og teljum við að þannig hafi náðst til allra greindra tilfella á tímabilinu. Niðurlag Töluverðar breytingar hafa orðið á sjúkdómsmynd hjartaþels- bólgu á íslandi á síðustu 20-25 árum þar sem sjúkdómurinn leggst nú í auknum mæli á fólk með gervilokur og sprautufíkn. Þrátt fyrir breytingar á áhættuþáttum hafa sýkingarvaldar ekki breyst og eru viridans streptókokkar enn algengustu sýkingavaldarnir ólíkt því sem sést víða erlendis þar sem S.aureus er orðinn algeng- astur. Horfur sjúklinga hafa skánað verulega frá fyrra tímabili og eru nú betri en í erlendum rannsóknum, auk þess sem nýgengi hér er lágt. Hjartaþelsbólga er þó enn alvarlegur sjúkdómur sem leiðir til langvarandi veikinda, alvarlegra fylgikvilla og jafnvel dauða. Sjúkdómurinn læðist gjarnan að með vægum og óljósum ein- kennum og getur það torveldað greiningu hans og tafið meðferð. Ávallt skal hafa hjartaþelsbólgu í huga þegar hjartasjúklingur veikist með óljósum kvörtunum, hjartabilast, fær hjartsláttartrufl- anir eða greinist með nýtt óhljóð. Niðurstöður þessarar rann- sóknar undirstrika enn fremur að hafa ber sjúkdóminn í huga hjá sjúklingum með óþekktan sýkingarstað, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki þekktan hjartasjúkdóm. Þakkir Ingibjörg Richter fær þakkir fyrir aðstoð við leit að sjúklingum í tölvuskrám Landspítala. Ingveldur Bragadóttir fyrir yfirlestur og Húnbogi Þorsteinsson fyrir aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu og yfirlestur. Rannís fær þakkir fyrir að styrkja hluta rannsóknar- vinnunnar. LÆKNAblaðið 2012/98 29

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.