Læknablaðið - 15.01.2012, Side 33
Y F I R L I T
Fótaóeirð - yfirlitsgrein
Ólafur Árni Sveinsson' læknir, Albert Páll Sigurðsson2 læknir
ÁGRIP
Fótaóeirð er algengur kvilli sem hrjáir um 10-20% þjóðarinnar. Til eru
tvennskonar form fótaóeirðar, frumlægt (primary) og afleitt (secondary).
Þegar einkenni koma fram fyrir 45 ára aldur er oftast um frumlægt form
að ræða án þekktra undirliggjandi orsaka og ættlægni til staðar. Þegar
einkenni koma fram eftir 45 ára aldur er það yfirleitt afleitt form fótaóeirðar
með undirliggjandi orsökum en ekki ættlægni. Dæmi um orsakir afleiddrar
fótaóeirðar eru járnskortur, nýrnabilun og fjöltaugabólga. Einkenni
fótaóeirðar lýsa sér sem djúplæg óþægindatilfinning í fótum sem kemur
fram við setu eða legu, sérstaklega rétt fyrir svefn. Þessi tilfinning leiðir til
óviðráðanlegrar löngunar til að hreyfa fæturna en við það geta einkennin
lagast eða horfið tímabundið. Fótaóeirð fylgir oft svefntruflun sem síðan
getur leitt til dagsyfju, skertra lífsgæða, einbeitingarörðugleika, minn-
istruflana, lækkaðs geðslags og þverrandi orku. Fyrsta val í meðferð
fótaóeirðar eru dópamínörvarar.
Inngangur
’Taugadeild Karolinska
sjúkrahússins í Stokkhólmi,
2taugalækningadeild
Landspítala.
Fyrirspurnir: Ólafur
Sveinsson
olafur.sveinsson®
karolinska.se
Fyrstur til að lýsa einkennum fótaóeirðar var enski
læknirinn Sir Thomas Willis árið 1672 (mynd 1). Lýsing
hans birtist í bókinni De atiima brutorum og var á latínu.
Textinn í enskri þýðingu Samuel Pordage frá 1693 er
eftirfarandi:
Wherefore to some, when being a bed they betake themsel-
ves to sleep, presently in the arms and legs, leapings and
contractions on the tendons, and so great a restlessness and
tossing of their members ensue, that the diseased are no
more able to sleep, than if they were in a place of the greatest
torture.1
Á 19. öld var talað um taugaveiklun í sköflungum.
Þjóðverjar kölluðu sjúkdóminn Anxietas tibiarum en
Frakkar Impatience musculaire. Þýski taugalæknirinn
Hermann Oppenheim var fyrstur til að skilgreina fóta-
óeirð sem sjúkdóm og til þess að átta sig á arfgengi hans
með skrifum sínum í Lehrbuch der Nervenkrankheiten sem
kom út árið 1853.2 Hann taldi sjúkdóminn vera sérstakt
form af huglægri sársaukaskynvillu sem gat valdið
kveljandi pínu og varað í ár/áratugi og erfst til annarra
ættingja.
Bandaríski taugalæknirinn George Miller Beard lýsti
fyrstur manna vestanhafs einkennum fótaóeirðar árið
1869. Sjúkdómurinn var kallaður Beard neurasthenia eða
nervous exhaustion. Orsök sjúkdómsins taldi hann vera
ýmsa kvilla sem yllu ertingu á mænu.3
Árið 1940 var sænski taugalæknirinn Karl-Axel Ek-
bom (mynd 2) fyrstur til að gefa sjúkdómnum nafnið
Restless Legs Syndrome, en hann hefur einnig verið nefnd-
ur Ekbom's disease. Ekbom lagði til að sjúkdómurinn yrði
kallaður restless legs vegna óþægindatilfinningar í kálf-
um sem kemur við setu eða legu, sérstaklega rétt fyrir
svefn. Þessi tilfinning leiðir til óviðráðanlegrar löngunar
til að hreyfa fæturna.4'6
Mikilvægt er fyrir lækna að þekkja til fótaóeirðar því
hún er algeng, vangreind og vanmeðhöndluð.7'8 Gera má
ráð fyrir því að flestir læknar hafi sjúklinga með fóta-
óeirð á sínum snærum. Faraldsfræðilegar rannsóknir
hafa sýnt fram á algengi á bilinu 5-20% (flestar þó milli
10-12%).9 Nýleg íslensk rannsókn sýndi að tíðni fóta-
óeirðar er 18,3% meðal fólks 40 ára og eldri á Reykjavík-
ursvæðinu.10 Tíðni fótaóeirðar meðal kvenna var 24,4%
og meðal karla 11,3%. Reyndist tíðni meðal kvenna vera
tvöfalt hærri á Reykjavíkursvæðinu en í Uppsölum í
Svíþjóð. Engin einhlít skýring er þekkt á þessum mun.
I rannsókninni kom í ljós að fólk með fótaóeirð var lík-
legra til að vera með dagsyfju, búa við skert lífsgæði og
vera með lægri styrk ferritíns í blóði.
Barst: 5. september 2011
- samþykkt til birtingar:
30. október 2011.
Engin hagsmunatengsl
tilgreind.
Mynd 1. Sir.
Thomas Willis
(1621-1675).
Mynd 2. Karl-Axel
Ekbom (1907-1977).
LÆKNAblaðið 2012/98 33