Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 34

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 34
Y F 1 R L I T Tafla I. Nokkur dæmi um lýsingu íslenskra sjúklinga á fótaóeirð. „Pirringur." „Eins og fæturnir séu heitir eða kaldir, en þeir eru eðlilegir viðkomu." „Fiðrildi að fljúga i löppunum." „Eins og hiti að koma í kalda fætur." „Eins og skríðandi ormar í fótunum." „Seiðingur í sköflungum, eins og eitthvað sé milli húðar og beins.“ „Kláði, órói djúpt í kálfum í hvíld og þörf fyrir að hreyfa fæturna." „Einhver hreyfing inni i kálfanum." „Rosalegur kláði. Eitthvað í gangi inni í fótunum." „Fiðringur í fótum og þörf fyrir að hreyfa sig.“ „Eitthvað inni í löppinni er að ergja, eins og gos sé að fara í gegnum fæturna." Ekki er óalgengt að einkennin hafi verið lengi til staðar áður en einstaklingar leita sér læknishjálpar.8 Að meðaltali líða 15 ár frá upphafi einkenna þar til greining fæst. Öfugt við marga aðra sjúk- dóma er það „bið sjúklings" eftir að leita sér læknisþjónustu sem er ástæða þessa. Rannsóknir benda til þess að það sé svefntrufl- unin sem sjúklingarnir líða fyrir og afleiðingar hennar sem reka þá helst til læknis. Afleiðingar svefntruflana geta verið einbeit- ingar- og minnistruflanir, depurð og orkuleysi.8Vísbendingar eru um að svefntruflunin sem af fótaóeirðinni hlýst hafi áhrif á styrk ónæmissvars líkamans,11’14 geti leitt til aukinnar áhættu á krans- æðasjúkdómi15'18 og efnaskiptatruflun (metabolic syndrome).'9'22 Ekki hafa þó allar rannsóknir sýnt fram á þetta. Sjúklingar með fóta- óeirð upplifa sig illa hvílda, hafa gjarnan höfuðverk, eiga erfitt með að standa sig í vinnu og geta jafnvel einangrast félagslega.8 Klínísk einkenni Fólk á oft erfitt með að lýsa einkennum fótaóeirðar (sjá töflu I með lýsingum íslenskra sjúklinga). Einkennin lýsa sér sem djúplæg óþægindatilfinning í kálfum sem kemur fram við setu eða legu, sérstaklega rétt fyrir svefn. Þegar einkennin koma fram er erfitt að halda fótunum kyrrum, þörf skapast til að hreyfa fæturna, sparka eða nudda þá eða jafnvel rísa úr rekkju og ganga um til að draga úr einkennum. Einkennin geta einnig komið fyrir í lærum og hluti sjúklinga hefur einkenni frá handleggjum.23 Óeirðinni er lýst þannig að hún sitji djúpt inni í vöðvunum eða beinpípunni. Óþægindin eru nánast alltaf í báðum fótum/leggjum en geta þó verið meiri öðru megin. Það sem einkennir óeirðina er að hún kemur fyrst og fremst fram þegar sjúklingurinn er í hvíld, aðal- lega á kvöldin þegar hann gengur til náða. Óeirðin kemur einnig fram við lengri setur, til dæmis í kvikmyndahúsum, leikhúsum, fyrirlestrum og á ferðalögum. í töflu II eru greiningarskilmerki fótaóeirðar sett fram.9 Öll fjögur grunnskilyrðin verða að vera til staðar til að fá greininguna, en greining er líklega fótaóeirð ef þremur af fjórum spurningum er svarað játandi. I töflunni má einnig sjá viðbótarskilyrði sem geta styrkt greininguna. Eins og gefur að skilja getur verið mikill munur á alvarleika einkenna. Hjá einum eru einkennin væg og ganga tiltölulega fljótt yfir og trufla hann ekki frekar. Hjá öðrum viðhaldast einkennin langt fram eftir nóttu og hamla svefni. Þessi breytileiki í alvarleika Tafla II. Greiningarskilyrði fyrir fótaóeirð. Grunnskilyrði 1) Pörf til að hreyfa fætur ásamt óþægindatilfinningu (pirringi) í fótunum. (Stundum er þörfin fyrir að hreyfa sig til staðar án óþægindatilfinningar og stundum geta aðrir líkamshlutar eins og handleggir átt hlut að máli.) 2) Hreyfiþörfin eða óþægindatilfinningin byrjar eða versnar i hvíld eða við hreyfingarleysi, til dæmis við það að liggja eða sitja. 3) Hreyfiþörfin eða óþægindatilfinningin lagast að hluta til eða alveg við hreyfingu eins og að ganga eða teygja sig, að minnsta kosti svo lengi sem þessar hreyfingar vara. 4) Hreyfiþörfin eða óþægindatilfinningin er verri á kvöldin eða á nóttu en á daginn, eða kemur eingöngu fram á kvöldin eða að nóttu til. (Þegar einkenni eru afar slæm sést ekki lengur þessi versnun á kvöldin en verður að hafa verið til staðar áður.) Greining fæst ef öllum spurningum er svarað játandi en líkleg greining ef þremur af fjórum spurningum er svarað játandi. Stuðningsskilyrði 1) Einkennin minnka við dópaminerga-meðferð. 2) Lotuhreyfiröskun útlima í svefni tperiodic limb movements). 3) Jákvæð fjölskyldusaga fyrir fótaóeirð sem bendir til ríkjandi (autosomat dominant) erfanlegs mynsturs. ræður auðvitað miklu um það hvort leitað er til læknis og hvort lyfjameðferð er hafin. Um 80% einstaklinga með fótaóeirð hafa lotuhreyfiröskun útlima í svefni (periodic litnb movements of sleep - PLMS). Oft vita sjúklingar ekki um hreyfingarnar, en rekkjunautar geta fundið fyrir þeim. Lotuhreyfiröskun útlima í svefni eru óviljabundnar reglulegar hreyfingar sem koma með 20-40 sekúndna millibili. Rétting (extension) verður á stóru tám, ristum (dorsiflexion), beyg- ing um hné og jafnvel um mjöðm. Við lotuhreyfiröskunina verður mest virkjun á sköflungslægum vöðvum (m. tibialis anterior). Fóta- hreyfingin varir í 0,5 til 5 sekúndur. Hreyfingarnar geta verið það miklar að þær trufli svefn rekkjunautar, eða það litlar að þær sjást einungis með mælingum. Hreyfingarnar geta komið fram mörg hundruð sinnum á hverri nóttu og valdið því að menn vakna oft upp og hvílast illa. Þeir sem eru verst settir ná aðeins að sofa í nokkra tíma. Lotuhreyfiröskun er ekki sértæk fyrir fótaóeirð, en hún sést einnig í sjúkdómum eins og Parkinsonsjúkdómi, kæfi- svefni og drómasýki. Hægt er að sýna fram á lotuhreyfiröskun með svefnrannsókn og með nema (actigraphy) sem settur er um ökkla sjúklings. Lotuhreyfiröskunin lagast oftast þegar sjúklingar fá meðferð við fótaóeirðinni. Meingerð Frumlægt (primary) sjúkdómsform Þegar einkenni koma fram fyrir 45 ára aldur er oftast um frumlægt form að ræða og ættlægni til staðar.24-25 Að eiga fyrstu kynslóðar ættingja með fótaóeirð eykur áhættuna þrefalt til fimmfalt.9 Oft veit fólk ekki um ættlægnina. Rannsóknir á stórum fjölskyldum hafa sýnt fram á ættlægt mynstur, gjarnan með ríkjandi erfðum sem gerir áhættuna um 50%. Rannsóknir á tvíburum hafa einnig bent til hins sama.26 í einni rannsókn á eineggja tvíburum voru 10 af 12 tvíburum, hvorir 34 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.