Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 40
FUNDUR L R „Þekking okkar á málaflokknum er ekki nýtt” Segir Þórarinn Guðnason um þátttöku sérfræðilækna við stefnumótun heilbrigðisþjónustu ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Læknafélag Reykjavíkur efndi til félags- fundar á jólaföstunni um efni skýrslu Boston Consulting Group sem unnin var að beiðni velferðarráðuneytisins um fslenska heilbrigðiskerfið. Framsögu á fundinum höfðu Þórarinn Guðnason hjartalæknir, Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir og Gunn- laugur Sigurjónsson heimilislæknir. Steinn Jónsson formaður LR setti fundinn og skýrði frá því að velferðarráðuneytið hefði ekki þegið tilboð félagsins um sam- starf við aðgerðir í heilbrigðisþjónustunni þrátt fyrir óskir velferðarráðherra í þá veru á aðalfundi Læknafélags íslands í október. „Það er ekki nýtt að ráðuneytið fari sínar eigin leiðir en við viljum vera vel undirbúin og því var settur á fót rýni- hópur á vegum félagsins sem kynnti sér skýrsluna í þaula." Boðað var til fundarins til að gera grein fyrir vinnu hópsins og kynna efni skýrslunnar fyrir félags- mönnum. Rangar tölur um fjölda sjúklinga Þórarinn Guðnason lagði út af þeirri full- yrðingu sem kemur fram í skýrslunni að á árunum 2006-2008, þegar hjartalæknar voru án samnings, hafi dregið úr heim- sóknum til hjartalækna og kostnaður ríkisins þar með lækkað. I skýrslunni er dregin sú ályktun að með tilvísanakerfi og þjónustustýringu megi draga úr kostnaði við þjónustu sérfræðilækna. Þórarinn rakti aðdraganda þess að hjartalæknar sögðu sig frá samningi við Sjúkratryggingar ís- lands í apríl 2006 og rifjaði upp könnun sem hjartalæknar gerðu í febrúar 2006 þar sem 500 fyrstu heimsóknir sjúklinga til hjartalækna voru skráðar og hvers eðlis þær voru. Könnunin leiddi í ljós að lang- flestir sjúklinganna komu vegna alvarlegra einkenna frá hjarta sem hrakti þá fullyrð- ingu að fólk væri unnvörpum að panta sér tíma hjá hjartasérfræðingi vegna einkenna sem telja mætti smávægileg. „Það var ekki stór hluti af sjúklingahópnum sem var að labba inn af götunni og panta sér tíma að gamni sínu, nánar tiltekið 0,2%. Þá litum við sérstaklega á þá sem komu einungis vegna háþrýstings en höfðu ekki önnur hjartavandamál. Langstærsti hluti þeirra kom með tilvísun frá heimilislækni eða öðrum lækni, að líkindum vegna þess að háþrýstingurinn var erfiður. Með þetta fórum við af samningi og fundum í raun litla breytingu á störfum okkar. I skýrslu BCG er því lýst að eftir að við fórum útaf samningi hafi komum til okkar snarfækkað. Þær tölur eru kolrangar því tilvísanakerfið breytti engu og fjöldi sjúklinga var nánast sá sami, fyrir, á meðan og eftir þetta tímabil tilvísana frá 2006-2008. Skýringin á þessu misræmi í fjölda sjúklinga samkvæmt tölum BCG og velferðarráðuneytisins annars vegar og rauntölum yfir komur til okkar hjarta- lækna hins vegar, felst sennilega í því að sá hópur sjúklinga okkar sem ekki eru aldraðir eða öryrkjar borga heimsóknina að mestu sjálfir. Endurgreiðslan sem þeir gátu sótt til Tryggingastofnunar ríkisins á þeim tíma var um 1100 krónur. Það sér hver maður að kostnaður við að sækja þessa peninga er meiri en honum nemur og 20-25% sóttu ekki endurgreiðsluna og voru því ekki inn í þeim tölum TR sem ráðuneytið afhenti Boston Consulting Group til að vinna með. Ég leiðrétti þessar tölur við ráðuneytið og skrifaði BGC bréf með leiðréttingu og fékk nýlega svar frá þeim þar sem þeir biðjast afsökunar á þessu en segjast hafa unnið skýrsluna útfrá þeim upplýsingum sem ráðuneytið lét þeim í té. Ábyrgðin liggur því hjá ráðuneytinu að hafa ekki gengið betur úr skugga um réttmæti upplýsinganna. Þetta staðfestir orð Steins Jónssonar formanns hér áðan að það er óskaplega lítið talað við okkur sérfræðilæknana þegar verið er að vinna í þessum málum. Okkur er ýtt út í horn, þekking okkar á málaflokknum er ekki nýtt og það leiðir til svona vitleysu," sagði Þórarinn Guðnason. Athyglisvert og fróðlegt Kristján Guðmundsson hafði það hlutverk í framsögu sinni að stikla á stóru í gegnum efni skýrslunnar og hóf hann mál sitt á því að erfitt væri að draga saman í stutt erindi efni skýrslu upp á 135 blaðsíður. Kristján benti á að enginn frá Sjúkratryggingum íslands eða sérfræðilæknum hefði verið í vinnuhópum sem skipaðir voru til að styðja við gerð BCG-skýrslunnar og sagði að það benti til þess að ýmsar ákvarðanir hefðu verið teknar áður en skýrslan var gerð og henni ætlað að styðja þær, fremur en að sjálfstæðar ákvarðanir yrðu teknar í kjölfar hennar. Kristján vitnaði í erindi Michaels Porter um heilbrigðisþjónustu sem hann hélt í boði Arion-banka á síðasta ári. „Hann hélt þar mjög fram ágæti sérhæfðra lækninga- miðstöðva á kostnað almennra og tiltók þar sérstaklega höfuðverkjamiðstöð í Hannover í Þýskalandi er tæki við sjúk- lingum hvaðanæva úr Þýskalandi. Þessi hugmyndafræði, að færa alla flókna hluti, eins og skurðaðgerðir, á eins fáa staði og mögulegt er, kemur skýrt fram í BCG- skýrslunni. Birtingarmynd hennar yrði væntanlega sú að dregið yrði úr eða lokað á sjúkrahússtarfsemi á „litlum" stöðum á landsbyggðinni eins og Sauðárkróki, Húsavík, Vestmannaeyjum og víðar." Kristján benti á að einn vandi höfunda skýrslunnar væri hversu óljósar allar upp- lýsingar um kostnað í íslenska heilbrigðis- 40 LÆKNAblaðið 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.