Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 44

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 44
LÆKNADAGAR Læknadagar 2012 veita alþjóðlega símenntunarpunkta - umfangsmesta dagskrá til þessa ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Nú á dögunum var sótt um viðurkenn- ingu fyrir Læknadaga 2012 hjá European Accreditation Council for Continuing Medical Education (EACCME) á vegum UEMS í Brussel (www.eaccme.eu) Sú umsókn hefur nú fengist samþykkt og því munu Læknadagar veita CME-punkta til jafns við alþjóðleg læknaþing sem teljast hluti af símenntun lækna. Alls getur þingið veitt 30 punkta, eða 3 punkta fyrir hvert málþing sem sótt er. Arna Guð- mundsdóttir formaður Fræðslustofnunar Læknafélags Islands sem skipuleggur Læknadaga segir þetta mikilvægan áfanga fyrir íslenska lækna sem starfi margir hverjir í alþjóðlegu umhverfi þar sem gerðar eru kröfur um símenntun. „í Bandaríkjunum þurfa læknar að endur- nýja lækningaleyfi reglulega og sýna fram á símenntun, annars missa þeir leyfið. Víða í Evrópu gilda svipaðar reglur." Viðhalda réttindum erlendis „íslenskir læknar hafa ekki þurft á þessu að halda ef þeir hafa starfað eingöngu hér- lendis. íslenska lækningaleyfið þarf ekki að endurnýja og engar formlegar kröfur eru gerðar um símenntun íslenskra lækna. Þeir hafa hins vegar verið duglegir margir hverjir að sækja sér þekkingu og þjálfun og þá af persónulegum og faglegum áhuga. Nú er starfsumhverfi þeirra orðið alþjóðlegra og þá skiptir máli að þing og námskeið sem læknar sækja veiti CME (Continuous medical education) punkta. Eg fékk margar fyrirspurnir í haust frá íslenskum læknum um hvort Læknadag- arnir 2012 myndu veita CME-punkta og óskir um staðfestingu á þátttöku í Lækna- dögum síðustu ára. Það segir okkur að íslenskir læknar þurfa að geta sýnt fram á símenntun ef þeir ætla að starfa erlendis og sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikil- væginu. Margir eru með þessu að viðhalda réttindum sem þeir fengu í sérnámi sínu í öðrum löndum, enda eru íslenskir læknar orðnir mun hreyfanlegri í störfum sínum nú en áður." Arna segir heilbrigðisyfirvöld víða í Evrópu og Bandaríkjunum líta á kröfur um símenntun sem aðferð til að tryggja að þeir læknar sem fái lækningaleyfi í sama landi séu með sambærilega þekk- ingu. „Sjálf grunnmenntunin getur verið misgóð eftir löndum en með kröfum um símenntun eftir alþjóðlegum staðli er hægt að jafna þann mun að einhverju leyti." Að sögn Örnu leggur CME viðurkenn- ingin nokkrar skyldur á herðar þátt- takendum. „Þeir þurfa að fylla út eyðublað eftir hvert málþing og gefa fyrirlesurum umsögn og fá síðan CME-viðurkenningu í þinglok. Þá þurfa þeir sem haida fyrir- lestra að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir séu ekki styrktir af lyfjafyrirtækjum og þeir þurfa að taka fram ef þeir eru hlut- hafar í slíkum fyrirtækjum. Skipuleggj- endur málþinga á læknadögunum þurftu einnig að skila inn dagskrá á bæði íslensku og ensku vegna CME-skráningarinnar. Við sjáum auk þess fram á að geta í fram- tíðinni auglýst þingið erlendis og selt inná þann hluta þess sem við veljum að hafa alfarið á ensku." Fjölbreytt og yfirgripsmikil dagskrá Það er nánast orðin árleg klisja að segja að dagskrá Læknadaga hafi aldrei verið jafn fjölbreytt og yfirgripsmikil og í ár. „Það er satt en Læknadagar hafa hrein- lega verið að vaxa og stækka ár frá ári og dagskráin fyrir 2012 hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og yfirgripsmikil!" segir Arna. „Áhugi lyfjafyrirtækja og annarra fyrirtækja í heilbrigðis- og lyfjageiranum hefur sjaldan verið jafn mikill og nú fyrir því að fá aðstöðu til kynningar á vörum sínum og starfsemi og það stafar af því að rýmið til þess er svo miklu betra í Hörpu. Þá verða hádegisfundirnir stærri í sniðum þar sem salirnir taka mun fleiri þátttakendur og áhugi fyrir að halda slíka fundi er meiri nú en áður." Undanfarin ár hefur ekki verið mikill áhugi hjá lyfjafyrir- tækjum að styrkja einstaka hádegisfundi, en nú þegar möguleikinn opnast fyrir fleiri áheyrendur eykst áhuginn á að fá til landsins erlenda fyrirlesara til að halda hádegiserindi eingöngu. Hún nefnir sem dæmi að á mánudeginum muni þekktur danskur sérfræðingur fjalla um nýjungar í sykursýkislækningum. Eflaust mun mál- þing um transfólk og kynskiptaaðgerðir einnig vekja nokkra athygli. „í hádeginu á föstudeginum verður fjallað um gerendur og þolendur kynferðisofbeldis. I þessu samhengi má nefna að við ákváðum að halda efni eins hádegisfundarins opnu eins lengi og mögulegt var með það í huga að þar yrði fjallað um heilbrigðismál sem væri efst á baugi í þjóðfélagsumræðunni þegar Læknadagar færu fram. Málþingið um kynferðisofbeldi varð fyrir valinu að þessu sinni, enda mál sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði. Að öðru leyti er dagskrá Læknadaga ákveðin með 8 mánaða fyrirvara, það er í maí ár hvert." Af nýjungum á Læknadögum 2012 nefnir Arna að mánudagurinn 16. janúar verður þemadagur, helgaður umfjöllun um offitu. Þar verður meðal annars fjallað um hreyfingu sem meðferðarform og er mjög spennandi. „Setning Læknadaganna færist til kl. 20 um kvöldið og verður með öðru sniði, þar sem í stað ræðumanns verður Óttar Guðmundsson með atriði þar sem hann mun fjalla um geðsjúkdóma og persónu- leikaraskanir í dægurlögum með við- eigandi tóndæmum." Dagskráin er síðan þétt skipuð alla daga vikunnar og rétt að benda á að hana má kynna sér ítarlega á vef Læknafélags- ins, www.lis.is, en Arna nefnir málþing um lyfjagagnagrunn, D-vítamínskort, ein- hverfurófið og siðblindu. „Þetta málþing var á dagskrá síðustu Læknadaga en féll niður vegna veikinda aðalfyrirlesarans, 44 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.