Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 45

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 45
LÆKNADAGAR Þær skipuleggja Læknadagana. Arna Gudmundsdóttirforstöðumaður Fræðslustofnunar lækna og Margrét Aðalsteinsdóttir skrifstofustjóri Læknafélags íslands. prófessors Roberts Hare. Hann kemur núna og þá verður málþingið haldið. í fyrra var mjög vel sótt málþing um ADHD og rítalínnotkun fullorðinna. Núna verður málþing um ADHD hjá börnum og ung- mennum sem eflaust vekur áhuga margra. Heilbrigðiskerfið verður til umfjöllunar á málþingi um heilsugæsluna og þýðingu hennar. Þá verður einnig málþing undir yfirskriftinni Nýliðun og mönnun lækna og er mjög þörf umræða við þær aðstæður sem nú eru/' Skírskotun þvert á sérgreinar Arna bendir á að í heildina sé efni mál- þinganna þess eðlis að líklegt sé að þau hafi breiða skírskotun þvert á sérgreinar. „Þó eru líka á dagskránni sérhæfð málþing um tiltekna þætti afmarkaðrar sérgreinar þannig að hvorttveggja er í boði." Læknadagar 2012 eru styrktir af Vistor lyfjafyrirtækinu og segir Arna að fyrra fyrirkomulag með gull, silfur og brons styrktaraðild hafi dottið uppfyrir í kjölfar hrunsins. „Nú tókum við einfaldlega hæsta tilboði og sömdum við einn aðal- styrktaraðila." Arna segist vilja hvetja aðra heilbrigðis- starfsmenn til að kaupa sér dagpassa ef þeir telji eitthvað eiga erindi við þá og nefnir sérstaklega þema mánudagsins um offitu. „Þar eru margar stéttir sem koma að meðferðinni og gætu haft gagn af." Það er vel við hæfi að í lok mánudags- ins verður efnt til 5 km hlaups/göngu meðfram Sæbrautinni en það er í þriðja sinn sem Læknahlaup er haldið á Lækna- dögum. Rétt er að hvetja fólk til að taka með sér viðeigandi fatnað og skóbúnað ef það hyggst taka þátt í hlaupinu. í hádeginu verður boðið uppá djúpslökun (Yoga Nidra) og þá er gott að hafa með sér dýnu og teppi. Þennan búnað má geyma í bíln- um sínum í bílastæðakjallara Hörpu. Um kvöldið verður svo setning Læknadaganna sem fyrr segir. „Þetta verður gert með lifandi flutningi tónlistarmanna og á eftir boðið upp á drykk. Á föstudeginum verður svo hin hefðbundna spekingaglíma á sínum stað, enda nýtur hún alltaf mikilla vinsælda." Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is conqress "#REYKJAVÍK LÆKNAblaðið 2012/98 45

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.