Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2012, Side 55

Læknablaðið - 15.01.2012, Side 55
NÝR DOKTOR Rannsakaði stökkbreytingar í BRCA-genum Ólafur Andri Stefánsson varði doktors- ritgerð sína BRCA - lík svipgerð i stökum brjóstakrabbameinum (BRCA - like Phenotype in Sporadic Breast Cancers) við læknadeild Háskóla íslands þann 2. september síðastliðinn. Umsjónarkennari var dr. Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Ólafur Andri lauk BSc-gráðu í sameinda- líffræði vorið 2004 og kveðst hafa stefnt að því að rannsaka krabbamein í framhaldi af því. „Eg sótti um hjá Jórunni sem átti frumkvæðið að því að ég myndi rannsaka brjóstakrabbamein með tilliti til afbrigði- leika í BRCAl- og BRCA2-genum. Við settum upp þetta rannsóknarverkefni fyrir mig og í fyrstu var þetta hugsað sem meistaraprófsverkefni en smám saman stækkaði það og tveimur árum seinna ákvað ég í samráði við Jórunni að gera þetta að doktorsverkefni." DNA-örflögutækni Ólafur Andri er fæddur og uppalinn í Borgarnesi, sonur Stefáns Haraldssonar verslunarmanns og Fanneyjar Ólafsdóttur bankastarfsmanns. Sambýliskona Ólafs Andra er Þorbjörg Jóhannsdóttir og eiga þau tvö börn, Jóhann Frey og Fanneyju Freyju. Ólafur stundar nú áframhaldandi rannsóknir á sviperfðabreytingum í brjóstakrabbameinum sem sérfræðingur við rannsóknarstofnun, PEBC (Cancer Epigenetics and Biology Program), í Barce- lona á Spáni þar sem hann er búsettur ásamt fjölskyldu sinni. „Eg tók að mér að skoða hvaða erfða- breytingar koma fram í brjóstakrabba- meinum sem þróast hjá einstaklingum með arfgengar stökkbreytingar í BRCA2- eða BRCAl-genum og í þeim sem koma fram í stökum tilfellum þar sem ættlæg áhætta er ekki fyrir hendi. Þetta verkefni er byggt á fyrri rannsóknum Jórunnar og fleiri og ég tók í rauninni að mér að rann- saka hvernig brjóstakrabbamein þróast með því að gera heildargreiningu á því hvaða erfðabreytingar hafa átt sér stað með því að notast við svokallaða DNA-örflögu- tækni í samstarfi við NimbleGen Systems á Islandi. Mikilvægur þáttur í þessu var það tengja þessa DNA-greiningu við svipgerð í sömu tilfellum, sem ég gerði með notkun mótefnalitana á vefjaörflögum í nánu sam- starfi við Jón Gunnlaug Jónasson meina- fræðing og Kristrúnu Ólafsdóttur lífeinda- fræðing á rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði." Ólafur segir að undir eðlilegum kring- umstæðum hafi BRCAl- og BRCA2-gen mikilvægum hlutverkum að gegna í því að viðhalda stöðugleika erfðaefnisins, meðal annars með því að stuðla að DNA-við- gerðum. „Þessar arfgengu stökkbreytingar geta þess vegna leitt til galla í hæfileika til þess að lagfæra skemmdir sem verða í erfðaefninu og það eykur líkurnar á því að fleiri stökkbreytingar komi fram, sem getur síðan ýtt undir myndun og fram- vindu krabbameins. Enda kom það í ljós að BRCAl- og BRCA2-arfberar þróa oft krabbamein sem hafa mikið af áunnum breytingum í erfðaefninu. Eg skoðaði síðan hvort það væri ákveðinn farvegur eða þróunarlegar leiðir sem þessi krabbamein „Niðurstöðurnar gætu haft mikla klíníska þýðingu," segir Ólafur Andri Stefánsson um rannsókn sína á svipgerðum stakra brjóstakrabbameina. fara eftir og hvort einhver hluti af stökum krabbameinum fari svipaðar leiðir í sinni framvindu." Áunnin stökkbreyting Ólafur segir að rannsókn hans hafi stað- fest að brjóstakrabbamein þróast eftir ólíkum leiðum, en þó megi greina í sundur að minnsta kosti fjórar meginleiðir sem rekja megi þróunina eftir. „Það er reyndar mjög gróf skipting, því hvert tilfelli er í rauninni einstakt. Það sem er athyglisvert er að þeir einstaklingar sem eru arfberar fyrir annaðhvort BRCAl- eða BRCA2- stökkbreytingum, þróa með sér krabba- mein sem fara eftir ákveðnum leiðum. Þetta skiptir miklu máli því ég sá að aðrir sjúklingar sem ekki hafa stökkbreytingar í þessum genum eru stundum að þróa sams konar krabbamein og þau sem koma fram hjá arfberum. Það gæti þýtt að sams konar galli sé á ferðinni, en hann sé í þeim tilfellum áunninn en ekki arfgengur. Það sem styrkir þessa tilgátu mjög mikið er að áunnar sviperfðabreytingar á BRCAl- geni, það er áunnar breytingar sem leiða til

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.