Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 3
Nýjasti orlofsbústaður Læknafélagsins að Brekkuheiði 29 íBrekkuskógi austan við Laugarvatn. M\/ndina tók Helga María Jónsdóttir bóndi i'Brekku. Þess ber að geta að bíllinn d myndinni fylgir ekki með húsinu. Bústaðir allt árið Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Þótt sumarið sé á enda samkvæmt dagatalinu er ekki þar með sagt að dagar manns í sumarbústað séu taldir. Orlofssjóður Læknafélags íslands á átta sumarbústaði og sá nýjasti er í Brekkuskógi, við Brekkuheiði 29, og var tekinn í notkun í vor. Hann er þriggja herbergja og búinn öllum þægindum, með góðum palli og heitum potti. Orlofssjóðurinn á auk þess tvær íbúðir, í Reykjavík og á Akureyri, og leigir eina orlofsíbúð í Stykkis- hólmi. Eins og sést á myndinni ríkir friðsældin ein og fegurðin við bústaðinn á Brekkuheiði. Þarna er gróður jarðar ríkulegur og umbunar öllum þeim sem drífa sig út á hvaða árstíma sem er. Inni á lis.is eru orlofskostir á bókunarvef. Umbrot Þröstur Haraldsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Ljósmyndaverk Ingibjargar Sigurjónsdóttir (f. 1985), Gult og bleikt á beige frá 2011-12, er byggt á eldri innsetningu sem hún nefndi Pathetic in Pink. Listakonan sneri þar út úr heiti unglingamyndar frá níunda áratugnum, Pretty in Pink, sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Þar var sögð sígild saga ungrar stúlku sem neyðist til þess að velja á milli æskuástarinnar sem er slyppur og snauður og ríks sjarmatrölls. (innsetningunni var raðað upp gylltum álpappír og ógrynni af alls kyns bleiku smádóti sem grillir í á Ijósmyndinni, auk annars sem ekki sést. Efniviðurinn átti það sameiginlegt að vera hálf tætingslegur í sjálfu sér, en þegar allt er gyllt og bleikt - og nóg af því - virðast önnur lögmál gilda. Ingibjörg endurnýtir hér eldra verk, tekur af því Ijósmynd og meðhöndlar í myndvinnsluforriti svo úr verður nýtt. Slík endurvinnsla er dæmigerð fyrir aðferðir hennar, því hún notast við fundna hluti héðan og þaðan í verkum sínum. Sem dæmi gegndi gyllti álpappírinn hlutverki sem eldur I gjörningi áður en hann dúkkaði upp í innsetningunni og nú aftur margfaldaður i Ijósmyndinni. Við gerð verka og sýninga leggur listakonan að jöfnu eigin verk og hvert annað hráefni sem kann að verða á vegi hennar. Myndlist og dægurmenning gerjast í sama hugmyndabanka. Verðmætamat og gildi tekur breytingum, allt eftir uppruna efnis, úrvinnslu, samhengi og ásýnd; ekki er allt gull sem glóir. Afrakstur Ingibjargar er á ólíku formi, ýmist sem gjörningar, myndbönd, klippimyndir eða Ijósmyndaverk. Hún var í hópi listamanna sem vöktu athygli við útskrift frá Listaháskóla Islands árið 2010 þegar þau stilltu saman strengi á útskriftarsýningunni og sameinuðust um eitt viðamikið framlag í stað þess að sýna eigin verk hvert í sínu lagi, eins og venja er. Samstarfið varð til þess að hluti hópsins er nú starfandi í hinu gamalgróna listamannarekna gallerýi Kling & Bang á Hverfisgötu. Markús Þór Andrésson I ■ U A7'* ■ '4 ■ ' sL ! •'á/Í.T.Tv ! V.* V v- tif- V . Jv — //> W Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.