Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 48
UMFJOLLUN O G GREINAR Hvar fæða konur á íslandi í framtíðinni - kann einhver svarið? Pétur Heimisson heilsugæslulæknir á Egilsstöðum dynskog@simnet. is Á Læknadögum í janúar 2011 var málþing með yfirskriftinni Hvcrnig verður þjónustan við fæðandi konur á íslandi t framtíðinni? Þingið þróaðist á þann veg að ég átti von á að í kjölfar þess yrði mikil fagleg og pólitísk umræða, í leit að svörum við spurningu þingsins. Ekki hef ég lagt orð í belg og á því ekki kröfu til að neinn annar hafi gert það. Engu að síður ákvað ég að skrifa þetta greinarkorn þar sem ég hef ekki orðið var við umræðu um málið. Kannski hef ég bara ekki fylgst með sem skyldi og misst af umræðunni - sé svo bætir vonandi einhver úr því með því að upplýsa mig og hugsanlega fleiri. Áðurnefnt málþing fannst mér tímabært, áhugavert og hvetjandi fyrir bæði fagmenn, stjórnmálamenn (sem kannski voru ekki þarna) og alla sem áhugasamir eru um að fá svarað aðalspurningu þingsins: Hvar fæða konur á íslandi í framtíðinni? Strax eftir þingið punktaði ég hjá mér það sem mér fannst mikilvægast og læt fylgja: 1. Bryndís Þorvaldsdóttir sérfræðingur úr ráðuneyti velferðarmála kynnti „sjónarhorn ráðuneytis". Af því sem hún hafði að segja virtist mér sem að á þeim bæ væri engin stefna eða sýn í þessu máli, í besta falli rammi sem átti eftir að velja myndina í. 2. Innlegg Geirs Gunnlaugssonar landlæknis fannst mér ekki bera þess merki að embættið hefði mótaða skoðun eða tillögugerð um málefnið. 3. Nálgun Alexanders Smárasonar kvensjúkdómalæknis á FSA var sérlega áhugaverð. Hann kynnti upplýsingar varðandi fæðingarþjónustu á þeim litlu fæðingarstöðum vítt og breitt um landið sem eru hættir þessari þjónustu eða eiga í vök að verjast. Þessi gögn væri þarft að skoða og greina nánar í þeim tilgangi að nýta sem innlegg til frekari skoðunar og stefnumörkunar í þessum málum. Ekki fannst mér augljóst að í þessi gögn yrðu sótt fagleg rök fyrir lokun margra hinna smáu fæðingarstaða. I máli sínu gerði Alexander líka nokkra grein fyrir mikilvægum þætti sjúkraflugs í fæðingarþjónustu. 4. Guðlaug Einarsdóttir formaður ljósmæðrafélagsins og Helga Sigurðardóttir ljósmóðir kynntu framtíðarsýn sxns fagfélags varðandi þessa þjónustu. Þar var skýrt kallað eftir samvinnu við lækna til stefnumótunar á þessu sviði. 5. Reynir Tómas Geirsson prófessor var í hópi áheyrenda og tók undir mikilvægi þess að læknar og ljósmæður hæfu samvinnu til stefnumörkunar um þennan þjónustuþátt. Umræða í þessum dúr er löngu tímabær. Sjálfur hef ég nokkra reynslu af fæðingum, fyrst í tvö ár á Blönduósi og síðan í 14 ár á Egilsstöðum. í báðum tilfellum Iitlir staðir, án sérhæfðrar þjónustu, það er skurðstofu og fæðingar- lækna. Þjónustan grundvallaðist á vel skipulagðri mæðravernd, framkvæmdri í náinni samvinnu ljósmæðra og lækna. Þar var sérlega mikilvægt að taka afstöðu til áætlaðs fæðingarstaðar, það er að leitast var við að leiðbeina verðandi móður (foreldrunum) við val á fæðingarstað. Oftar en ekki fjallaði það um að konan vildi fæða í heimabyggð og fagfólksins var að meta hvort það gæti stutt hana í því eða bæri af faglegum ástæðum að ráða henni frá því og færa rök fyrir máli sínu í báðum tilfellum. Síðast en ekki síst naut mæðraeftirlitið og fæðingarþjónusta þessi góðrar samvinnu og ráðgjafar sérfróðra fæðingarlækna og ljósmæðra á Landspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). í lok síðustu aldar var á Eskifirði haldið málþing að frumkvæði Heilbrigðis- stofnunar Austurlands (HSA) um fæðingarþjónustu á vegum stofnunar- innar, sem þá var bæði á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) og á Egilsstöðum. Mætt voru meðal annarra þau Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir fæðingadeildar, Guðrún Eggertsdóttir þáverandi yfirljósmóðir, bæði á Landspítala, og Vilhjálmur Andrésson þáverandi yfirlæknir fæðingadeildar FSA. Við heimamenn fengum hvatningu þessa sérfróða fagfólks til að halda þjónustunni úti á báðum stöðum meðan við gætum og treystum okkur til þess faglega. Það var þó bara örfáum árum síðar, árið 2002, að fæðingarþjónusta lagðist af á Egilsstöðum. Öðru fremur réði þar að ekki tókst að fá ljósmóður til starfa og eftir eins og hálfs árs lokun vegna þess töldu stjórnendur rétt að loka fæðingarþjónustunni varanlega árið 2003. Miklu skipti að FSN gat tekið við hlutverki Egilsstaða og líka hitt að það bar orðið á því að ungir læknar sem veltu fyrir sér starfi á Egilsstöðum treystu sér ekki til að bera ábyrgð á fæðingum. Það var einfaldlega vegna þess að nám þeirra hafði að þeirra mati á engan hátt miðað að því að undirbúa þá undir þátttöku í fæðingarþjónustu við okkar aðstæður. Ekki er þörf á meira en einum fæðingarstað á Austurlandi og þjónustan á FSN er farsæl, mæður og fjölskyldur láta almennt mjög vel af henni. Hins vegar er hugsanlega ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð þeirrar þjónustu í ljósi þess að síðastliðin nokkur ár hefur FSN ekki haft fastráðinn skurðlækni og síðan er í gangi farandþjónusta skurðlækna sem koma og eru mislengi (eða stutt) í einu. Það hefur gengið mjög vel og skurðlæknislaus tímabil eru ótrúlega fá og stutt það sem af er. Einungis þarf snefil af raunsæi til að sjá hve slíkt fyrirkomulag getur verið fallvalt. Ekki síst þegar Iæknum hefur fækkað á íslandi bæði vegna brottflutnings af landinu og að erfitt er að fá unga lækna heim að loknu sérnámi. Hvað gerist á Austurlandi komi upp sú 488 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.