Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Kransæðahjáveituaðgerðir í nútíð og fortíð Það ríkti eftirvænting á skurðstofu í Albert Einstein College of Medicine - Bronx Municipal Hospital Center að morgni mánudagsins 2. maí 1960. Sjúklingurinn var 38 ára leigubílstjóri í New York sem hafði þjáðst af illvígum kransæðasjúkdómi, svo slæmum reyndar að hann hafði þurft að taka 70-90 nítróglyceríntöflur á dag til að slá á hjartverkinn. Aðgerðin sem var um það bil að hefjast hafði aldrei áður verið gerð í heiminum. Að baki lágu um 10 ára rannsóknir á hundum þar sem tæknin var þróuð. í aðgerðinni var hægri innri brjóstholsslagæð (a. mammaria interna dxt) tengd við hægri kransæð. Þetta var fyrsta hjáveituaðgerðin á manni og hún átti eftir að breyta sögu Iæknisfræðinnar varanlega.1'3 Skurðlæknirinn var hinn þýskættaði Dr. Robert H. Goetz sem stóð á fimmtugu. Aðgerð hans þótti tilraunakennd og naut ekki stuðnings hjartalækna eða skurðlækna á þeim tíma. Andstaðan var slík að honum var meinað að flytja erindi um aðgerðina á þingi bandarískra brjóstholsskurðlækna um 8 árum síðar með þeim rökum að aðgerðin væri ekki mikilvægt framlag og myndi fljótt gleymast. Reyndar fór það svo að Goetz lýsti ekki aðgerð sinni í læknatfmaritum, sjúkraskýrslurnar týnd- ust og öðrum skurðlækni, hinum rússneska Vasilii Kolesov í St. Pétursborg, var eignað- ur heiðurinn af fyrstu hjáveituaðgerðinni fjórum árum síðar, eða 1964.1'3 Það urðu því örlög Goetz eins og marga annarra að njóta ekki eldanna sem hann varð fyrstur til að kveikja. Aðgerðartækni Goetz var að vísu nokkuð frábrugðin því sem síðar varð en engu að síður hafa fáar ef nokkrar aðgerðir nútímalæknisfræði staðist betur tímans tönn en hjáveituaðgerð á kransæðum. Um 800.000 slíkar aðgerðir eru nú gerðar í heiminum á hverju ári. Kransæðahjáveituaðgerðir hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum frá árinu 1986. í þessu tölublaði Læknablaðsins er lýst árangri þessara aðgerða á 5 ára tímabili, 2002-2006. Þetta er mikilvæg samantekt. í fyrsta lagi gefur hún mikilsverðar upplýsingar frá sjónarhóli gæðamála. Fram kemur að fylgikvillar við þessar aðgerðir eru að flestu leyti sambærilegir við það sem best þekkist í nágrannalöndunum. Árangur aðgerða, mældur sem lifun, er einnig svipaður. Þessar niðurstöður stað- festa það að gæði þjónustunnar á íslandi eru mikil og árangur og fylgikvillar við þessar aðgerðir eru mjög í takt við það sem gerist á Vesturlöndum. Niðurstöðurnar eru ekki síður mikil- vægar í klínísku samhengi. Algengi gáttatifs eftir hjáveituaðgerðir virðist heldur hátt hér á landi miðað við önnur Iönd. Þetta gefur tilefni til að leita skýringa, til dæmis í notkun taktstillandi lyfjameðferðar fyrir og eftir þessar aðgerðir. í ljós kemur að áhættustigun með EuroSCORE gefur sterk- astar vísbendingar um dánartíðni við kransæðahjáveituaðgerðir. Þessi niður- staða þarf ekki að koma á óvart þar sem EuroSCORE er vel sannreynd alþjóðleg áhættustigun sem tekur til margra undir- Iiggjandi áhættuþátta. Lærdómurinn er þó sá að mikilvægt er að taka mið af þessari áhættustigun í undirbúningi fyrir skurð- aðgerð hjá öllum sjúklingum sem gangast undir hjáveituaðgerð. Þar sem meðalaldur þjóðarinnar hækkar og horfur hjartasjúk- linga fara stöðugt batnandi, má búast við að sífellt eldri sjúklingar með lengra genginn sjúkdóm komi til greina í hjáveituaðgerð. Þetta getur leitt til þess að meðallifun eftir aðgerð styttist með tímanum, þrátt fyrir framfarir í skurðtækni og annarri meðferð. Fróðlegt væri að sjá hvernig EuroSCORE breytist yfir tfma (til dæmis 5 ára tímabil) á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að hjáveituaðgerðir hófust á íslandi og hvort sú þróun endurspeglist í árangri aðgerða. Ymis álitamál varðandi aðgerðartækni, notkun taktstillandi lyfja, blóðþynningar- lyfja og gjörgæslumeðferð geta haft áhrif á niðurstöður hjáveituaðgerða. Rannsókn- ir eins og þær sem hér birtast eru nauð- synlegur grundvöllur til þess að meta slíka þætti með það fyrir augum að tryggja öryggi sjúklinga. Þess vegna ber að fagna rannsókn sem þessari og ástæða er til að hvetja til áframhaldandi vinnu af sama toga. Aðeins með því móti er unnt að meta hvort fylgt sé alþjóðlegum klínískum leið- beiningum í starfseminni og greina hugs- anleg frávik. Leigubílstjórinn sem fyrr er getið varð einkennalaus eftir aðgerð Goetz og félaga vorið 1960. Hann sneri aftur til vinnu sinnar en lést af völdum kransæðastíflu rúmu ári síðar. Krufning sýndi að hjáveitutengingin var ennþá opin og starfaði eðlilega. Heimildir 1. Konstantinov IE. Robert H. Goetz: The Surgeon Who Performed the First Successful Clinical Coronary Artery Bypass Operation. Ann Thorac Surg 2000; 69: 1966-72. 2. Mehta NJ, Khan IA. Cardiologys 10 greatest discoveries of the 20th century. Tex Heart Inst J 2002; 29: 164-71. 3. Haller JD, Olearchyk AS. Correspondence. To the editor. Tex Heart Inst J 2002; 29: 342-3. Coronary bypass in lceland Karl Andersen MD, PhD, professor of Medicine Landspítali University Hospital, Reykjavík LÆKNAblaöið 2012/98 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.