Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 32
SJÚKRATILFELLI Mynd 1-D. BreiSsniösmynd (coronal) afbrjústholi. Loftreiuiur umhverfis barka (stuttar örvar) sem teygja sig niöurfyrir lijartarönd hægra megin (löng ör). Hún fékk snemma meðferð við meintu bráðaofnæmi með sterum í æð og andhistamínum. Við nánari skoðun þreifaðist vefjamarr (crepitation) yfir andliti, hálsi og vinstra viðbeini. Ekki var að sjá bólgu í koki, útbrot eða roða á húð. Ekki bar á mæði eða hæsi sjúklings. Lungnahlustun var hrein. Hjartalínurit var eðlilegt. Blóðprufur sýndu hækkuð hvít blóðkorn (13.000 x 109/I) en CRP-gildi eðlilegt. Á tölvusneiðmynd (TS) (myndir 1-A til 1-D) greindist mikil húðbeðsþemba vinstra megin á andliti og hálsi. Einnig var loft umhverfis barka og loftmiðmæti. Sjúklingur var lagður inn á brjóstholsskurðdeild til eftirlits. Hún fékk sýklalyf í æð (amoxísillín/klavúlansýru) og súrefni í nef. í legu fann hún fyrir vægum kyngingaróþægindum og var framkvæmd TS-rannsókn til að útiloka rof á vélinda. Hún útskrifaðist þremur dögum síðar af spítalanum. Þá höfðu ein- kenni byrjað að hjaðna. í endurkomu viku frá útskrift var hún ein- kennalaus að eigin sögn. Klínísk skoðun var eðlileg og röntgen- mynd af lungum sýndi hvorki loft í mjúkvefjum né í miðmæti. Seinna tilfelli Sextíu og eins árs gömul kona með heila- og mænusigg (multiple sclerosis) gekkst undir viðgerð hjá tannlækni. Um var að ræða skemmd sem var staðsett við tannhold í 2. jaxli í hægri helmingi neðri góms. Staðdeyfing var gefin. Eftir borun þegar verið var að þurrka tannskurðarsvæðið með blæstri varð tannlæknir var við að hægri kinn sjúklings þrútnaði. Sjúklingi var vísað á bráðamóttöku. Við komu kvartaði sjúklingur undan þrota og ónotum á umræddu svæði, en ekki verkjum. Lífsmörk voru innan eðlilegra marka. Við skoðun var þroti á hægri kinn upp á hægra neðra augnlok, ásamt marri við þreifingu. Ekki sáust útbrot á húð. Fengin var TS af höfði sem sýndi ríkulega húðbeðsþembu hægra megin í andliti, aðallega framan við kinnkjálkaskúta (sinus maxillaris). Loft sást einnig vinstra megin á hálsi framan við tungubein og upp neðri kjálkann. Fylgst var með sjúklingi á bráðamóttöku, og gefið klindamýsin vegna penisillínofnæmis. Sjúklingur útskrifaðist samdægurs. Tafla I. Helstu mismunagreiningar skyndilegs þrota á andlitssvæði og aðgreinandi teikn. Mismunagreining Algeng teikn og orsakir Húðbeðsþemba • Vefjamarr við þreifingu [subcutaneous emphysema) * Ekki hiti' útbrot á húð eða bói9a (koki • Áverki, ástand eftir skurðaðgerð, þrýstingsáverki (barotrauma) Blæðing • Ekki vefjamar við þreifingu (hematoma) • Eftir stungu/deyfingu, blóðþynningarlyf Ofnæmisviðbrögð • j alvarlegum tilvikum eru kerfislæg einkenni með öndunarerfiðleikum, lágþrýstingi og útbrotum á húð. • Staðdeyfilyf, bólgueyðandi verkjalyf, latex og fleira. Æðabjúgur • Á svæðum lausgerðs bandvefs (andlit, varir, munnur, úfur, háls, barkakýli, (Angioedema) þarmar, kynfæri) • Oft ósamhverf dreifing • Oft ættarsaga og tengt lyfjum (ACE- hemlar, bólgueyðandi verkjalyf, staðdeyfilyf) Mjúkvefjasýking • Hiti • Vefjamarr við þreifingu ef loftmyndandi bakteríur eru til staðar Umræða Húðbeðsþembu í kjölfar tannúrdráttar var fyrst lýst árið 1900 hjá tónlistarmanni sem blés í lúður skömmu eftir tannúrdrátt.1 Síðan þá hafa allnokkur tilfelli verið birt og iðulega rakin til notkunar á tækjum sem blása frá sér lofti undir þrýstingi. Um er að ræða annars vegar svokallaða túrbínu, sem er Ioftknúið háhraða handstykki með loft- og vatnskælingu sem beinist afmarkað í átt að tannbor. Hins vegar svokallað threeway, sem sprautar frá sér vatni og/eða lofti undir háum þrýstingi til að skola og þurrka til dæmis tannskurðarsár. Loft getur borist inn í mjúkvefi ef rof verður á slímhúð munns við tannúrdrátt, ísetningu tannígræðis, tannholdsaðgerðir, sem og við venjulegar tannviðgerðir nálægt tannholdi. Þá getur loft borist í gegnum rótargöng við rótaraðgerð. Loftið ferðast eftir minnstu mótstöðu milli samhangandi vefjarýma í hálsi. Þrátt fyrir að einungis sé lítið rof í munnslímhúð til staðar, getur töluvert magn lofts undir þrýstingi borist í mjúkvefi. Mest er hættan á húðbeðsþembu við tannúrdrátt á jöxlum í neðri gómi, einkum aftasta (þriðja) jaxli.2-3 Rætur þriggja öftustu jaxla í neðri gómi eru í beinum tengslum við undirtungubil (sublingual) og neðankjálkabil (submandibular), en þaðan getur loft borist í aftankoksbil (retropharyngeal). Safnist mikið loft í þetta bil getur slfkt valdið þrýstingi á loftvegi.4,5 Frá aftankoksbili getur loft borist niður í miðmæti. Þegar loftið berst í miðmæti getur það náð til fleiðruhols og gollurshúss, og afleiðingarnar orðið loftbrjóst og Ioftgollurshús.6-7 Útbreiðsla bakteríuflóru úr munnholi getur valdið mjúkvefjasýkingum í hálsi og miðmætisbólgu (mediastinitis). Þá hefur verið lýst tilfellum þar sem sjúklingar hlutu banvænt loftrek eftir innspýtingu lofts og vatns við tannígræðismeðferð í neðri kjálka8. Almennt er talin minni hætta á húðbeðsþembu við rótfyllingar9 og minniháttar tannfyllingar (restorative treatment) líkt og í 472 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.