Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 32

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 32
SJÚKRATILFELLI Mynd 1-D. BreiSsniösmynd (coronal) afbrjústholi. Loftreiuiur umhverfis barka (stuttar örvar) sem teygja sig niöurfyrir lijartarönd hægra megin (löng ör). Hún fékk snemma meðferð við meintu bráðaofnæmi með sterum í æð og andhistamínum. Við nánari skoðun þreifaðist vefjamarr (crepitation) yfir andliti, hálsi og vinstra viðbeini. Ekki var að sjá bólgu í koki, útbrot eða roða á húð. Ekki bar á mæði eða hæsi sjúklings. Lungnahlustun var hrein. Hjartalínurit var eðlilegt. Blóðprufur sýndu hækkuð hvít blóðkorn (13.000 x 109/I) en CRP-gildi eðlilegt. Á tölvusneiðmynd (TS) (myndir 1-A til 1-D) greindist mikil húðbeðsþemba vinstra megin á andliti og hálsi. Einnig var loft umhverfis barka og loftmiðmæti. Sjúklingur var lagður inn á brjóstholsskurðdeild til eftirlits. Hún fékk sýklalyf í æð (amoxísillín/klavúlansýru) og súrefni í nef. í legu fann hún fyrir vægum kyngingaróþægindum og var framkvæmd TS-rannsókn til að útiloka rof á vélinda. Hún útskrifaðist þremur dögum síðar af spítalanum. Þá höfðu ein- kenni byrjað að hjaðna. í endurkomu viku frá útskrift var hún ein- kennalaus að eigin sögn. Klínísk skoðun var eðlileg og röntgen- mynd af lungum sýndi hvorki loft í mjúkvefjum né í miðmæti. Seinna tilfelli Sextíu og eins árs gömul kona með heila- og mænusigg (multiple sclerosis) gekkst undir viðgerð hjá tannlækni. Um var að ræða skemmd sem var staðsett við tannhold í 2. jaxli í hægri helmingi neðri góms. Staðdeyfing var gefin. Eftir borun þegar verið var að þurrka tannskurðarsvæðið með blæstri varð tannlæknir var við að hægri kinn sjúklings þrútnaði. Sjúklingi var vísað á bráðamóttöku. Við komu kvartaði sjúklingur undan þrota og ónotum á umræddu svæði, en ekki verkjum. Lífsmörk voru innan eðlilegra marka. Við skoðun var þroti á hægri kinn upp á hægra neðra augnlok, ásamt marri við þreifingu. Ekki sáust útbrot á húð. Fengin var TS af höfði sem sýndi ríkulega húðbeðsþembu hægra megin í andliti, aðallega framan við kinnkjálkaskúta (sinus maxillaris). Loft sást einnig vinstra megin á hálsi framan við tungubein og upp neðri kjálkann. Fylgst var með sjúklingi á bráðamóttöku, og gefið klindamýsin vegna penisillínofnæmis. Sjúklingur útskrifaðist samdægurs. Tafla I. Helstu mismunagreiningar skyndilegs þrota á andlitssvæði og aðgreinandi teikn. Mismunagreining Algeng teikn og orsakir Húðbeðsþemba • Vefjamarr við þreifingu [subcutaneous emphysema) * Ekki hiti' útbrot á húð eða bói9a (koki • Áverki, ástand eftir skurðaðgerð, þrýstingsáverki (barotrauma) Blæðing • Ekki vefjamar við þreifingu (hematoma) • Eftir stungu/deyfingu, blóðþynningarlyf Ofnæmisviðbrögð • j alvarlegum tilvikum eru kerfislæg einkenni með öndunarerfiðleikum, lágþrýstingi og útbrotum á húð. • Staðdeyfilyf, bólgueyðandi verkjalyf, latex og fleira. Æðabjúgur • Á svæðum lausgerðs bandvefs (andlit, varir, munnur, úfur, háls, barkakýli, (Angioedema) þarmar, kynfæri) • Oft ósamhverf dreifing • Oft ættarsaga og tengt lyfjum (ACE- hemlar, bólgueyðandi verkjalyf, staðdeyfilyf) Mjúkvefjasýking • Hiti • Vefjamarr við þreifingu ef loftmyndandi bakteríur eru til staðar Umræða Húðbeðsþembu í kjölfar tannúrdráttar var fyrst lýst árið 1900 hjá tónlistarmanni sem blés í lúður skömmu eftir tannúrdrátt.1 Síðan þá hafa allnokkur tilfelli verið birt og iðulega rakin til notkunar á tækjum sem blása frá sér lofti undir þrýstingi. Um er að ræða annars vegar svokallaða túrbínu, sem er Ioftknúið háhraða handstykki með loft- og vatnskælingu sem beinist afmarkað í átt að tannbor. Hins vegar svokallað threeway, sem sprautar frá sér vatni og/eða lofti undir háum þrýstingi til að skola og þurrka til dæmis tannskurðarsár. Loft getur borist inn í mjúkvefi ef rof verður á slímhúð munns við tannúrdrátt, ísetningu tannígræðis, tannholdsaðgerðir, sem og við venjulegar tannviðgerðir nálægt tannholdi. Þá getur loft borist í gegnum rótargöng við rótaraðgerð. Loftið ferðast eftir minnstu mótstöðu milli samhangandi vefjarýma í hálsi. Þrátt fyrir að einungis sé lítið rof í munnslímhúð til staðar, getur töluvert magn lofts undir þrýstingi borist í mjúkvefi. Mest er hættan á húðbeðsþembu við tannúrdrátt á jöxlum í neðri gómi, einkum aftasta (þriðja) jaxli.2-3 Rætur þriggja öftustu jaxla í neðri gómi eru í beinum tengslum við undirtungubil (sublingual) og neðankjálkabil (submandibular), en þaðan getur loft borist í aftankoksbil (retropharyngeal). Safnist mikið loft í þetta bil getur slfkt valdið þrýstingi á loftvegi.4,5 Frá aftankoksbili getur loft borist niður í miðmæti. Þegar loftið berst í miðmæti getur það náð til fleiðruhols og gollurshúss, og afleiðingarnar orðið loftbrjóst og Ioftgollurshús.6-7 Útbreiðsla bakteríuflóru úr munnholi getur valdið mjúkvefjasýkingum í hálsi og miðmætisbólgu (mediastinitis). Þá hefur verið lýst tilfellum þar sem sjúklingar hlutu banvænt loftrek eftir innspýtingu lofts og vatns við tannígræðismeðferð í neðri kjálka8. Almennt er talin minni hætta á húðbeðsþembu við rótfyllingar9 og minniháttar tannfyllingar (restorative treatment) líkt og í 472 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.