Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 50
UMFJÖLLUN O G GREINAR Tvær nýjar vefsíður um krabbamein I vor og sumar hafa tvær nýjar vefsíður um krabbamein litið dagsins ljós. Ljóst er að þeir sem búa yfir þekkingu og reynslu af meðferð krabbameina eru vel meðvitaðir um mikilvægi þess að miðla gagnlegum fróðleik. Ennfremur að nýta til þess þá miðla sem tiltækir eru, í þessu tilviki netið sem þorri þjóðarinnar notar nú sem fyrsta kost þegar leita þarf upplýsinga. Önnur þessara síðna er helguð umfjöllun um brjóstakrabbamein og er einkum ætlað að veita upplýsingar um skurðmeðferð brjóstakrabbameina. Síðunni er haldið úti af teymi skurðlækninga brjóstakrabbameina á Landspítala. Slóð síðunnar er skurdlaekningarbrjostakrabbameina.is/ Um tilgang vefsins segir á forsíðunni: „Á þessum síðum eru upplýsingar fyrir sjúklinga sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og aðstandendur þeirra. Þeim er ætlað að vera viðbót við þær upplýsingar sem veittar eru í viðtölum við lækna og hjúkrunarfræðinga." Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum er síðan var opnuð að meðal þess fjármagns sem fékkst til að setja hana á laggir var ágóði af gjörningi Gíslínu Daggar Bjarkadóttur. Gjörningurinn fólst í því að bjóða upp 365 kjóla sem hún hafði safnað fyrir hvern dag ársins, og raunar nokkra í viðbót. Vefsíðan nýtur einnig styrks úr minningarsjóði um Margréti Oddsdóttur skurðlækni sem lést langt um aldur fram í ársbyrjun 2009. Hin síðan er helguð lungnakrabba- meinum og er á slóðinni lungnakrabbamein. is/ Hún af svipuðum rótum runnin en á síðunni segir meðal annars: „Á Land- spítala hefur verið starfandi hópur lækna sem hefur sérhæft sig í greiningu og meðferð Iungnakrabbameins. Þessi hópur hefur á síðustu árum staðið að útgáfu bæklinga um lungnakrabbamein fyrir sjúklinga og aðstandendur auk bóka og vísindagreina fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Mikilvægt skref í þessu fræðslustarfi er heimasíðan lungnakrabbamein.is, en hún hefur verið í undirbúningi sl. hálft ár. Þar geta sjúklingar og aðstandendur fundið fræðsluefni sem tengist greiningu LUNGNAKRABBAMEIN.IS fiettk Umokkur Innstoaning Sjúklingar og adstandendur Heilbrigðisstarfsfólk Nemar sjúkdómsins og meðferð, ásamt fróðleik um t.d. reykingavarnir og óhefðbundnar meðferðir." Heimasíðan hefur notið styrkja úr ýmsum áttum og var unnin í nánu samstarfi við samtök sjúklinga og aðstandenda þeirra. Báðar síðurnar eiga það sammerkt að hafa góðar tengingar yfir á aðrar vefsíður, innlendar og erlendar sem fjalla Skjáskot afheimasíðunum sem getið er um ígreininni. Á síðunni hér að ofan erfjallað um lungnakrabbamein en á þeirri minni er brjóstakrabbamein til umfjöllunar. um svipað efni og miðla fræðsluefni, svo sem bæklingum og spurningum og svörum sjúklinga og aðstandenda. Þeirra á meðal er einmitt síða og fræðsluefni í bókarformi sem út kom á vegum krabbameinsskrárinnar, en um þessa bók er fjallað í þessu blaði. Á vefsíðunni um brjóstakrabbamein er sjónum einkum beint að sjúklingunum sjálfum, fjölskyldum þeirra og vinum. Hin síðan beinir sínu efni jafnt til sjúklinga og aðstandenda þeirra sem og heilbrigðisstarfsfólks. Báðar síðurnar eru gagnleg viðbót efnis fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir krabbameinssjúklingum. Það á ekki síst við um heimilislækna sem oftast þekkja sjúklinga sína hvað best og eru líklegir til að vera þeir fyrstu sem leitað er til og það eru þeir sem koma sjúklingunum áfram til sérfræðinga og í rétta meðferð. 490 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.