Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 46
UMFJÖLLUN O G GREINAR Skráning ábendingar á áritunarmiða lyfja - upplýsandi öryggisatriði sem ekki skilar sér ■ ■ ■ Erla Hlin Henrysdóttir' lyfjafræðingur, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir12 lyfjafræðingur, Ástráður B. Hreiðarsson3 læknir 'Lyfjafræðideild Háskóla íslands, 2Sjúkrahúsapótek Landspítala, 'göngudeild sykursjúkra Landspítala. Samkvæmt 23. grein reglugerðar nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja skal útgefandi lyfseðils tilgreina á lyfseðli hvernig, hvenær og við hverju nota á ávísað lyf á þann hátt að auðskilið sé fyrir notanda þess. í undantekningartilvikum má læknir sleppa að geta við hverju lyf er notað, telji hann það þjóna hagsmunum sjúklings.' Rannsóknir hafa sýnt að þekking á eigin heilsufari og lyfjanotkun eykur meðferðarheldni og um leið árangur meðferðar.2-’ Eitt af því sem getur stuðlað að aukinni þekkingu sjúklinga er skráning ábendingar fyrir meðferð á áritunarmiða Iyfseðilsskyldra lyfja. Mikilvægi þessa er augljóst á tímum þar sem oft er skipt um sérlyf í samræmi við hagstæðasta verðið hverju sinni. Beinast liggur við að skrá þessar upplýsingar í reitinn „lyf er notað við" á lyfseðlinum en samkvæmt kynningu velferðarráðuneytisins 2001 á nýrri gerð lyfseðla er reiturinn ætlaður læknum til að skrifa við hverju lyfið er notað til hægðarauka fyrir sjúklinga.4 Þrátt fyrir það skila þessar upplýsingar sér því miður sjaldnast til sjúklinga á rafrænum lyfseðlum þar sem þær færast ekki sjálf- krafa á áritunarmiðann við afgreiðslu lyfseðilsins. Á mynd 1 má sjá viðmót það sem Iæknir sér á rafrænum lyfseðli. Líkur eru á því að læknar riti ábendinguna í reitinn „lyf er notað við" í þeirri góðu trú að þær upplýsingar skili sér til sjúklingsins. Ef þessar upplýsingar eiga örugglega að skila sér þarf læknir að skrá þær í reitinn „notkunarleiðbeiningar". Á mynd 2 sést sami lyfseðill útprent- aður í apóteki. Eins og sést á myndinni koma ekki fram þær upplýsingar sem skráðar eru í „athugasemdir" og eru þær aldrei sýnilegar lyfjafræðingum við afgreiðslu Iyfseðla sem einnig er bagalegt því fyrir kemur að læknar skrái þar athugasemdir ætlaðar lyfjabúðum. Upplýsingarnar um við hverju lyfið er koma fram, en því miður nýtist það ekki sjúklingnum nema hann fái útprentaðan lyfseðil, sem er sjaldnast. Mynd 3 er af áritunarmiða lyfjabúðar fyrir sama lyfseðil. Áritunarmiðinn prentaðist út þegar rafræni lyfseðillinn á mynd 1 var afgreiddur. Eingöngu upplýsingar sem ritaðar eru í reitinn „notkunarleiðbeiningar" færast sjálfkrafa á áritunarmiðann af rafrænum lyfseðli. Eins og sjá má kemur ekki fram við hverju læknirinn segir lyfið eiga að vera, en það er aðeins mögulegt ef starfsfólk lyfjabúða handfærir þær upplýsingar á áritunarmiðann. Það að jafn mikilvægar upplýsingar og tilgangur lyfjameðferðar skili sér ekki til sjúklinga er áhyggjuefni, ekki síst þar sem fjöldi rafrænna lyfseðla eykst. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Islands er hlutfall rafrænna lyfseðla nú komið yfir 50%.5 Og ef svo fer sem horfir má búast við að rafrænir lyfseðlar taki svo til alveg við af pappírslyfseðlum. En hvað vilja sjúklingar? í hérlendri rannsókn sem gerð var 2012 voru 300 manns meðal annars spurðir hvort þeir vildu hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á áritunarmiða lyfseðilsskyldra lyfja.6 Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að langflestir, eða 78% þátttakenda, vildu að tilgangurinn væri skráður á miðann, 7% var sama og 15% vildu það ekki. Þegar þátttakendur sem tóku afstöðu með skráningu tilgangs á áritunarmiða voru spurðir hvers vegna þeir vildu það voru algengustu ástæðurnar sem gefnar voru: til að fá meiri upplýsingar og til að ruglast ekki á lyfjum. Algengustu ástæður þeirra sem tóku afstöðu á móti skráningu á tilgangi lyfjameðferðar á áritunarmiða voru: fylgist vel með og veit sjálf/-ur við hverju lyfin eru og fæ betri útskýringar annars staðar (hjá heilbrigðisstarfsmanni/í fylgiseðli/ á Lyfseðill Innklftla og efnasklptalakningaf | I Pef sónuupplýsingaf Lyflaávisanir +H F #1 Lytiafwn Ibufen JíJ u* M01AE01 nR StyTkur 600 mg Form [Lbgn pr gakknjMigrv«nng|Ar tóflur I 30|stk >að magn I Ffðkti pakkn 30 1 T« IVb Sk / Há ISiðd«gi |K«ðld Sfcammtur irimabi |Byr)aaðtaka lEnðmg |R«ikn stk ðJládag 04 06 2012 | 15|(7 1 tafla að morgni, 1 afl kvöldi Afgrwðut Mnu sártnil FK*i afgmðiku IA d«g« frasti I Enmunankyl I H«Marv«rð E\[ C 1.526 kr 1 t*jm«r ««ði« Wwgmfnd Bólguevðandiverkjalyf lyt tr noiað »ið Slœmrl vðflvabólgu A I Pónnúin«r IRSnS Alnmmaf upplýilnQaf WOngartorm lyti«ðd« C tyjkfcngi r Stntei faU r Rafutrt í apó(«fc <• Rafram á k«maoáj r Smi«ndi» Oddrfri 04 06 2012 =t Forgang* Oddrtf 03 06.2013 H««m*itang (• V*ryJ«gur |7 Afgreltt Póítnúnw jstaður r liggur «kki á Undirskfin 0212 |ÁstráflurHrelðarsson IStarfthMI Yflrlœknir UfyHaf ÁH J Landspltall, Fossvogl, 543-1000 Mynd 1. Rafrænn lyfseðill eins og læknirinn sér hann. Rafrænn lyfseöill Raönúmer 4952307 Mynd 2. Útprentaðfortn afrafræna lyfseðlinum á mynd 1. Auðkenni apóteksins hafa verið afmáð af tnynd 2og3. 10555188 N01 11 65 95 ERLR HLIN HENRYSDÓTTIR 1 tafla að morgni 1 að kvöldi Pk 1/1 04.07.2012 0212 6 Mynd 3. Áritunarmiði lyfjabúðar sem fer á innstu umbúðir lyfs sem sjúklingi er ætlað. Hér nut sjá allar þær upplýsingar sem færast sjálfkrafa af lyfseðlinum á mynd i og 2 á áritunarmiða lyfjabúðar. 486 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.