Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN
Tækjabúnaður Landspítala: umhyggja -
fagmennska - öryggi - framþróun?
Þórunn
Jónsdóttir
Hðfundur er sérfræöingur
í lyflækningum
og gigtlækningum og situr
f ritstjórn Læknablaðsins.
torunnjo@landspitali.is
Landspítali hefur valið slagorðin umhyggja
-fagmennska - öryggi - framþróun í stefnu-
mörkun sinni. Þessi orð fela í sér þau gildi
sem spítalinn vill hafa að leiðarljósi og
vinna eftir. Þegar horft er til tækjabúnaðar
spítalans koma þessi slagorð þó sérfræðingi
sem nýkominn er til starfa á Landspítala
nokkuð spánskt fyrir sjónir.
Sem nýliði á sjúkrahúsinu hef ég furðað
mig á tækjum eða öllu heldur á tækjavanda
spítalans og mér hefur gengið illa að
finna góðan tækjabúnað við vinnu mína.
Sérgrein mín er þó ekki ein þeirra sem þarf
að reiða sig hvað mest á tæknina. Engu að
síður hef ég ekki farið varhluta af tækja-
og tæknivanda spítalans. Jafn einfalt verk
eins og að mæla blóðþrýsting sjúklinga
minna á göngudeildinni virðist ekki
sjálfsagt. Mælarnir virka ekki, manséttur
eru slitnar, leka, eru í röngum stærðum og
þar fram eftir götunum. Að geta skoðað í
eyru sjúklinga sem liggja á sjálfri háls-,
nef- og eyrnadeild Landspítala er heldur
ekki alltaf sjálfgefið. Nýverið lá einn sjúk-
linga minna þar og var meðal annars með
heyrnarskerðingu sem hafði versnað. Ég
ætlaði ásamt aðstoðarlæknum mínum
að gera góða og faglega skoðun og meðal
annars skoða inn í eyrun. Ekki tókst þó
betur til en svo að senda þurfti sjúklinginn
að endingu niður á sérstaka göngudeild
til HNE-sérfræðinga því engar fundust
„græjurnar" á Iegudeildinni - sem sagt
ekkert eyrnaspeglunartæki á HNE-deild!
Þetta eru kannski smáhlutir en staða þeirra
gefur þó tóninn í stærra samhengi.
Á bráðamóttökudeildum er að mér
skilst hrópandi vöntun á betri tækjabúnaði
til að fylgjast með lífsmörkum bráðveikra
sjúklinga (monitoreftirlit). í fyrsta lagi er
ekki að finna slíkan sjálfsagðan búnað í
öllum bráðaplássum eins og vera ber á
háskólasjúkrahúsi. I öðru Iagi er ekki alltaf
möguleiki á að hafa eftirlit úr svokallaðri
móðurstöð í vaktherbergi, úr þeim búnaði
sem þó er til staðar. Þetta verður að teljast
óásættanlegt og getur vart flokkast undir
öryggi eða fagmennsku, hvað þá fram-
þróun.
Hvar er fagmennskan og öryggið þegar
hjartaómunartæki Landspítalans í Fossvogi
er svo Iélegt að illa gengur að reiða sig á
niðurstöðurnar? Hvar er umhyggjan, fag-
mennskan og öryggið þegar verið er að
þeysast með sjúklinga í rannsókn sem gef-
ur mun ónákvæmari svör en við vitum
að við getum fengið úr betra tæki. Ég hef
oftar en einu sinni lent í að endurtaka þarf
sömu rannsókn á betra hjartaómunartæki á
spítalanum á Hringbraut. Ég hef spurt mig
hvort ekki hefði verið betur heima setið en
af stað farið þegar ég les svör eins og: ...
ekki er með vissu hægt að útiloka ... vegna
lélegra ómskilyrða ... ef áfram er klínískur
grunur um ... er mælt með endurtekinni
skoðun á hjartaómun á Hringbraut. Það
hlýtur að vera óþolandi fyrir okkar færu
hjartalækna að sitja með svo lélegt tæki
í höndunum - er ekki verið að fara með
dýrmætan tíma vel menntaðs og þjálfaðs
fólks til spillis þegar sett eru í hendurnar á
fólki úrelt tæki í Fossvogi?
Talið er löngu tímabært að endurnýja
geislatæki krabbameinsdeildanna. Getum
við talað um fagmennsku og framþróun
þegar notuð eru 16 ára gömul tæki þegar
stærri sjúkrahús nágrannalandanna eru
fyrir allmörgum árum búin að verða sér
úti um mun betri og nákvæmari tæki.
Tæki sem gefa nákvæmari geislun og þar
af leiðandi sennilega betri árangur og
minni aukaverkanir. Getum við fullyrt
við sjúklinga okkar að þeir fái bestu og
öruggustu þjónustu sem völ er á? Erum við
á braut framþróunar?
Tölvukostur og hugbúnaður sjúkra-
hússins er kapítuii út af fyrir sig. Ég hef
margsinnis reytt hár mitt yfir hægfara og
biluðum tölvum og úreltum hugbúnaði.
Nú í sumar hefur um helmingur tölvanna
á minni deild verið bilaður. Það er sorglega
mikil sóun á tíma sem fer í að finna tölvu
sem virkar, bíða eftir hægfara tölvum/kerf-
um, finna prentara sem venjulega eru stað-
settir Iangt frá þeirri tölvu þar sem verið
er að vinna og svo framvegis. Á vinnu-
fundum fer alltof mikill tími í að láta tækn-
ina virka þannig að fundir verða oft óþarf-
Iega óskilvirkir ... og enn er margt ótalið.
Slagorð spítalans eru góð og gild og
bera sennilega með sér þau gildi sem hver
starfsmaður innan sjúkrahússins vill vinna
að í sínu starfi. En hvað varðar tækjabúnað
og tæknimál Landspítala hljóma þau enn
sem komið er í mínum eyrum sem innan-
tóm stafaruna. Við leggjum mikið á okkur
í tfma og fjármagni við að mennta gott
fólk og þróa læknavísindin. Ég efast um að
mikill sparnaður geti falist í að spara svo
á sviði tækja og tækni sem nú er raunin -
verður slíkur sparnaður ekki á endanum
að aukakostnaði? Mér sýnist að of víða
á Landspítala séum við vegna fjársveltis
komin að þeim mörkum þar sem við
hendum krónunni og spörum aurinn.
Equipment in Landspítali University Hospital:
Compassion-Professionalism-Safety-Progress?
Þórunn Jónsdóttir, MD, PhD
specialist in Internal Medicine and Rheumatology
LÆKNAblaðið 2012/98 447