Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 31
SJÚKRATILFELLI Mynd 1-A. Þversniðsmynd (axial) afhöfði: mikið magn lofts í mjúkvefjum vinstri kinnar og aftan við neðankok (hypopharynx). Mynd 1-B. Þversniðsmynd af neðsta hluta höfuðs og efri hluta hdls. Mikið loft er i mjúkvefjum vinstra megin og umhverfis barka og yfir til hægri. Mynd 1-C. Þversniðsmynd af neðri hluta háls. Loft (mjúkvefjum vinstra megin d neðanverðum hálsi, umhverfis barka og efsta hluta miðmætis. Skyndilegur þroti í andliti og þyngsla- verkur yfir brjóstkassa eftir tannviðgerð - tvö sjúkratilfelli Þorsteinn Viðar Viktorsson' læknir, Hildur Einarsdóttir2 læknir, Elísabet Benedikz3 læknir, Bjarni Torfason4 læknir ÁGRIP Húðbeðsþemba (subcutaneous emphysema) á andlits- og hálssvæði er sjaldgæfur en vel þekktur fylgikvilli tannviðgerða, einkum eftir tannúrdrátt. Einnig er sjaldgæft að loftmiðmæti (pneumomediastinum) hljótist af slíku inngripi. Orsökin eryfirleitt innblástur lofts undir þrýstingi inn í mjúkvefi munnhols frá tækjum tannlækna. Astandið gengur oft yfir sjálfkrafa, en getur valdið lífshættulegum fylgikvillum. Hér eru kynnt tvö sjúkratilfelli þar sem húðþemba og loftmiðmæti komu í kjölfar minniháttar tannviðgerða. Tilfellið Fyrra tilfelli ’Skurðsviði, 2myndgreiningardeild, 3bráðadeild, 4brjóstholsskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnir: Þorsteinn V. Viktorsson steini. vidandgmail.com Grein barst 23. apríl - samþykkt 27. júní. Húðbeðsþemba (subcutanous emphysema) á höfuð- og hálssvæði stafar af óeðlilegri loftsöfnun í mjúkvefi höfuðs og háls. Orsökin er yfirleitt áverki, ástand eftir skurðaðgerð eða þrýstingsáverki (barotmuma) sem veldur rofi á lungnablöðrum. Húðbeðsþemba er sjald- gæfur en þekktur fylgikvilli tannviðgerða, einkum eftir skurðinngrip á borð við tannúrdrátt. Einnig er sjaldgæft að loftmiðmæti (pneumomediastinum) hljótist af slíku inngripi. Líklegt er að einhver hluti tilfella sé minniháttar og aldrei greindur, en í alvarlegri tilfellum geta fylgikvillar orðið lífshættulegir. Við kynnum tvö sjúkratilfelli húðbeðsþembu, þar af annað með loft- miðmæti, eftir minniháttar tannviðgerðir. Farið verður yfir meinmyndun og meðferð auk þess sem forvarnar- leiðir eru ræddar. Sextugri konu var vísað á bráðamóttöku af tannlækni vegna skyndilegs þrota í vinstri andlitshelmingi. Hún var almennt hraust að undanskildum háþrýstingi með tveggja lyfja meðferð. Framkvæmd var hefðbundin viðgerð með borun og tannfyllingu í forjaxl í vinstri helmingi neðri góms. Ekki var staðdeyft. Þegar blásið var á tannskurðarsárið þrútnaði sjúklingurinn skyndi- lega upp á vinstri andlitshelmingi upp að neðra augn- Ioki og niður á háls. Við komu á bráðamóttöku kvart- aði hún jafnframt undan dofatilfinningu í andliti og þyngslatilfinningu yfir brjóstkassa. Fyrstu lífsmörk voru innan eðlilegra marka að undanskilinni vægri blóðþrýstingshækkun (155/86 mmHg). Hún var veru- lega þrútin í öllum vinstri andlitshelmingi upp undir augnlok og niður vinstri hluta háls. LÆKNAblaðið 2012/98 471
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.