Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 62
Læknablaðið kallar eftir pistlum frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur til þess að raddir fleiri liðsmanna heyrist. Frá Félagi íslenskra smitsjúkdómalækna Á ráðstefnu alþjóðlegu AIDS-samtakanna (International AIDS Society) sem haldin var í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, í lok júlí síðastliðins undir slagorð- unum „Turning the tide together" kvað við nýjan tón. í fyrsta sinn í sögu þessa hræðilega sjúkdóms heyrast nú þær raddir meðal vísindamanna að unnt sé að kveða niður HlV-faraldurinn! Vissulega eru þetta gríðarlega góðar fréttir ef sannar reynast. í dag er talið að um 25 milljónir manna hafi látist af völdum HlV-sýkingar í faraldrinum og að ríflega 32 milljónir séu á lífi með sýkinguna.1 í fátækari löndum heimsins njóta milljónir manna sem sýktir eru af HlV-veirunni ekki lyfjameðferðar sem þykir sjálfsögð annars staðar, þar á meðal á íslandi. Ljóst er að í Afríku fá einungis 8 af 15 milljónum HlV-sýktra lyfjameðferð gegn veirunni. Það eru nokkur atriði sem skipu- Ieggjendur ráðstefnunnar töldu til þegar þeir komust að niðurstöðu sinni. í fyrsta lagi má nefna að með samsettri HlV-lyfjameðferð (combined anti-retroviral therapy) sem hemur HIV- veiruna í líkamanum er nú unnt að lækka veirumagn í blóði HlV-sýktra einstaklinga í ómælanlegt gildi. Sá sem tekur HlV-lyf á réttan hátt er þar af leiðandi lítið eða ekki smitandi. Þetta skiptir afar miklu máli þegar annar aðili í kynferðislegu sambandi er HlV-sýktur því meðferð dregur mjög úr líkum á að hann smiti hinn aðilann við kynmök. í öðru lagi hefur þekkingu á verkun og hjáverkunum HlV-lyfja fleygt fram. Alveg frá því samsetta HlV-lyfjameðferðin kom fram árið 1995 hafa vísindamenn ekki verið á eitt sáttir um hvernig stýra skuli lyfjameðferðinni. í dag ráðleggja vísindamenn lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu sýkingarinnar óháð gildi T-hjálparfrumna í blóði sjúklinga. Sú ráðstöfun er til þess fallin að draga úr fjölda einstaklinga í hverju samfélagi sem er smitandi. í þriðja lagi liggja nú fyrir vísindaleg gögn sem styðja notkun HlV-lyfja sem forvörn gegn HlV-smiti. Sá sem hyggur á áhættuhegðun, til dæmis að stunda kynmök með óþekktum einstaklingi eða einstaklingi með þekkt HlV-smit, getur tekið HlV-lyf áður en til áhættuhegðunar kemur og dregið þannig nær 100% úr líkum á HlV-smiti. Þó að smitsjúkdómalæknar séu margir hverjir áhyggjufullir yfir þessari notkun HlV-lyfja vegna hættu á að aðrir kynsjúkdómar berist á milli einstaklinga er ljóst að draga má verulega úr líkum á HlV-smiti milli para þar sem annar einstaklingur er smitaður en hinn ekki. í fjórða lagi má benda á að jafnvel þó árangur af tilraunum með bólusetningu gegn HIV hafi ekki verið sem skyldi hingað til, sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Tælandi fyrir nokkrum árum að bólusetning ver um 30% einstaklinga á aldrinum 18-30 ára fyrir HIV-smiti.2 Á ráðstefnunni í Washington kom fram að um 30 bóluefni gegn HIV væru nú til rannsóknar og telja vísindamenn að á næstu 5 til 10 árum megi vænta tíðinda af árangri rannsókna með þessi bóluefni. í fimmta lagi eykur nýtt lyf vonir manna um að unnt verði að útrýma HlV-veirunni úr líkama sýktra einstaklinga. Fram til þessa hefur einungis verið mögulegt að lækka HlV-veirumagn í blóði í ómælanlegt gildi. Hins vegar hefur ekki verið hægt að eyða veirunni úr erfðaefni manna en þar situr hún og fjölgar sér. Nýja efnið heitir Cortistatin A og er unnið úr svamptegundinni Corticium simplex og er fyrsta efnið í nýjum efnaflokki sem hamlar starfsemi ensímsins tat í HIV- veirunni. Taf-ensímið er HlV-veirunni nauðsynlegt til að endurrita erfðaefni sitt Már Kristjánsson Formaður markrist@landspitali. is þar sem það situr njörvað niður í erfðaefni hýsilsins. Tilraunir með frumur úr sjúklingum sem hafa verið á árangursríkri samsettri HlV-veirulyfjameðferð hafa sýnt að í samanburði við lyfleysu eyðir Cortistatin A meira en 99% af HlV-veiru úr dvalarástandi.3 Þessar niðurstöður vekja vonir um að unnt verði að uppræta HlV-veiru úr líkama sýktra einstaklinga. Margir þekktir aðilar komu fram á ráðstefnu Alþjóðlegu AIDS-samtakanna í sumar sem hvöttu ríkisstjórnir heimsins til að setja aukin fjárframlög til HIV- meðferðar. Meira fé í þessum málaflokki er forsenda þess að unnt sé að beita núverandi þekkingu og lyfjum til að kveða niður HlV-faraldurinn. Smitsjúkdómalæknar á íslandi fylgjast grannt með framþróun HIV- meðferðar, bæði gegn virkum sýkingum og hverskonar fyrirbyggjandi aðgerðum, til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV- veirunnar. Heimildir 1. who.int/mediacentre/factsheets/fs360/en/index.html - ágúst 2012. 2. Rerks-Ngarm S, Pitisuttithum P, Nitayaphan S, Kaew- kungwal J, Chiu J, Paris R. Vaccination with ALVAC and AIDSVAX to Prevent HIV-1 Infection in Thailand. N Engl J Med 2009; 361: 2209-20. 3. Mousseau G, Clementz MA, Bakeman WN, Nagarsheth N, Cameron M, Shi J, et al. An Analog of the Natural Steroidal Alkaloid Cortistatin A Potently Suppresses Tat- Dependent HIV Transcription. Cell Host Microbe 2012; 12: 97-108. 502 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.