Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 62

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 62
Læknablaðið kallar eftir pistlum frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur til þess að raddir fleiri liðsmanna heyrist. Frá Félagi íslenskra smitsjúkdómalækna Á ráðstefnu alþjóðlegu AIDS-samtakanna (International AIDS Society) sem haldin var í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, í lok júlí síðastliðins undir slagorð- unum „Turning the tide together" kvað við nýjan tón. í fyrsta sinn í sögu þessa hræðilega sjúkdóms heyrast nú þær raddir meðal vísindamanna að unnt sé að kveða niður HlV-faraldurinn! Vissulega eru þetta gríðarlega góðar fréttir ef sannar reynast. í dag er talið að um 25 milljónir manna hafi látist af völdum HlV-sýkingar í faraldrinum og að ríflega 32 milljónir séu á lífi með sýkinguna.1 í fátækari löndum heimsins njóta milljónir manna sem sýktir eru af HlV-veirunni ekki lyfjameðferðar sem þykir sjálfsögð annars staðar, þar á meðal á íslandi. Ljóst er að í Afríku fá einungis 8 af 15 milljónum HlV-sýktra lyfjameðferð gegn veirunni. Það eru nokkur atriði sem skipu- Ieggjendur ráðstefnunnar töldu til þegar þeir komust að niðurstöðu sinni. í fyrsta lagi má nefna að með samsettri HlV-lyfjameðferð (combined anti-retroviral therapy) sem hemur HIV- veiruna í líkamanum er nú unnt að lækka veirumagn í blóði HlV-sýktra einstaklinga í ómælanlegt gildi. Sá sem tekur HlV-lyf á réttan hátt er þar af leiðandi lítið eða ekki smitandi. Þetta skiptir afar miklu máli þegar annar aðili í kynferðislegu sambandi er HlV-sýktur því meðferð dregur mjög úr líkum á að hann smiti hinn aðilann við kynmök. í öðru lagi hefur þekkingu á verkun og hjáverkunum HlV-lyfja fleygt fram. Alveg frá því samsetta HlV-lyfjameðferðin kom fram árið 1995 hafa vísindamenn ekki verið á eitt sáttir um hvernig stýra skuli lyfjameðferðinni. í dag ráðleggja vísindamenn lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu sýkingarinnar óháð gildi T-hjálparfrumna í blóði sjúklinga. Sú ráðstöfun er til þess fallin að draga úr fjölda einstaklinga í hverju samfélagi sem er smitandi. í þriðja lagi liggja nú fyrir vísindaleg gögn sem styðja notkun HlV-lyfja sem forvörn gegn HlV-smiti. Sá sem hyggur á áhættuhegðun, til dæmis að stunda kynmök með óþekktum einstaklingi eða einstaklingi með þekkt HlV-smit, getur tekið HlV-lyf áður en til áhættuhegðunar kemur og dregið þannig nær 100% úr líkum á HlV-smiti. Þó að smitsjúkdómalæknar séu margir hverjir áhyggjufullir yfir þessari notkun HlV-lyfja vegna hættu á að aðrir kynsjúkdómar berist á milli einstaklinga er ljóst að draga má verulega úr líkum á HlV-smiti milli para þar sem annar einstaklingur er smitaður en hinn ekki. í fjórða lagi má benda á að jafnvel þó árangur af tilraunum með bólusetningu gegn HIV hafi ekki verið sem skyldi hingað til, sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Tælandi fyrir nokkrum árum að bólusetning ver um 30% einstaklinga á aldrinum 18-30 ára fyrir HIV-smiti.2 Á ráðstefnunni í Washington kom fram að um 30 bóluefni gegn HIV væru nú til rannsóknar og telja vísindamenn að á næstu 5 til 10 árum megi vænta tíðinda af árangri rannsókna með þessi bóluefni. í fimmta lagi eykur nýtt lyf vonir manna um að unnt verði að útrýma HlV-veirunni úr líkama sýktra einstaklinga. Fram til þessa hefur einungis verið mögulegt að lækka HlV-veirumagn í blóði í ómælanlegt gildi. Hins vegar hefur ekki verið hægt að eyða veirunni úr erfðaefni manna en þar situr hún og fjölgar sér. Nýja efnið heitir Cortistatin A og er unnið úr svamptegundinni Corticium simplex og er fyrsta efnið í nýjum efnaflokki sem hamlar starfsemi ensímsins tat í HIV- veirunni. Taf-ensímið er HlV-veirunni nauðsynlegt til að endurrita erfðaefni sitt Már Kristjánsson Formaður markrist@landspitali. is þar sem það situr njörvað niður í erfðaefni hýsilsins. Tilraunir með frumur úr sjúklingum sem hafa verið á árangursríkri samsettri HlV-veirulyfjameðferð hafa sýnt að í samanburði við lyfleysu eyðir Cortistatin A meira en 99% af HlV-veiru úr dvalarástandi.3 Þessar niðurstöður vekja vonir um að unnt verði að uppræta HlV-veiru úr líkama sýktra einstaklinga. Margir þekktir aðilar komu fram á ráðstefnu Alþjóðlegu AIDS-samtakanna í sumar sem hvöttu ríkisstjórnir heimsins til að setja aukin fjárframlög til HIV- meðferðar. Meira fé í þessum málaflokki er forsenda þess að unnt sé að beita núverandi þekkingu og lyfjum til að kveða niður HlV-faraldurinn. Smitsjúkdómalæknar á íslandi fylgjast grannt með framþróun HIV- meðferðar, bæði gegn virkum sýkingum og hverskonar fyrirbyggjandi aðgerðum, til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV- veirunnar. Heimildir 1. who.int/mediacentre/factsheets/fs360/en/index.html - ágúst 2012. 2. Rerks-Ngarm S, Pitisuttithum P, Nitayaphan S, Kaew- kungwal J, Chiu J, Paris R. Vaccination with ALVAC and AIDSVAX to Prevent HIV-1 Infection in Thailand. N Engl J Med 2009; 361: 2209-20. 3. Mousseau G, Clementz MA, Bakeman WN, Nagarsheth N, Cameron M, Shi J, et al. An Analog of the Natural Steroidal Alkaloid Cortistatin A Potently Suppresses Tat- Dependent HIV Transcription. Cell Host Microbe 2012; 12: 97-108. 502 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.